Copy
6. tbl. 2014. 
Skoða fréttabréf á vef

Greinarkorn skólastjórnenda á vefsíðu SÍ

Greinarkorn er nýr efnisþáttur á vefsíðu SÍ og er hugsað sem vettvangur fyrir skólastjórnendur til að skrifa stutt greinarkorn um skólamál, kjaramál eða félagsleg mál. Stefnan er að birta tvö til þrjú greinarkorn í hverjum mánuði. 
Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri í Þelamerkurskóla, skrifar fyrsta Greinarkornið og fjallar um iðjuþjálfun í grunnskóla. 

Áhugavert lesefni fyrir leshópa

Leshópar skólastjórnenda voru starfræktir víða um land á síðastliðnu skólaári. Almenn ánægja var innan hópanna
 með lesturinn og ekki síst þær faglegu umræður sem fylgdu í kjölfarið.
Bók bandaríska fræðimannsins, Andy Hargreaves, er áhugavert lesefni fyrir leshópa. Titill bókarinnar er   Uplifting Leadership og hún fjallar um hvernig stofnanir, teymi og samfélög efla árangur. Nánar er hægt að kynna sér bókina hér og einnig á heimasíðu Hargreaves

Formannafundur SÍ og fundir svæðafélaga

Formannafundur svæðafélaga var haldinn 8. ágúst síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir kjarasamninga, starfsþróunarmál, starf svæðafélaga og starfið framundan hjá þeim og SÍ.
 
Fundir framundan hjá svæðafélögum eru sem hér segir:

Aðalfundur SKAUST
verður haldinn 5. september á Vopnafirði.

Aðalfundur Skólastjórafélags Vesturlands
verður haldinn 1. október í Borgarnesi.

Aðalfundur Skólastjórafélags Suðurlands
verður haldinn 3. október

Aðalfundur Skólastjórafélags Reykjavíkur
verður haldinn 3. október

Félagsfundur Skólastjórafélags Norðurlands vestra
verður haldinn 3. október

Félagsfundur Skólastjórafélag Norðurlands eystra
verður haldinn 3. október. 

Fróðlegt efni í Krítinni

Það er vert að minna félagsmenn SÍ á vefritið Krítina. Þar má jafnan finna áhugaverðar greinar um skólamál. Þá er hægt að taka þátt í umræðu á vefnum um skólastarf. Krítin var stofnuð í maí 2012 og ritstjórar eru Edda Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen. „Markmið Krítarinnar er að stuðla að faglegri umræðu um málefni skóla og auka virðingu fyrir því starfi sem þar fer fram," segir á forsíðu Krítarinnar. 

Skólastjórar koma saman í haust

Ráðstefna evrópskra skólastjóra verður haldin í Dubrovnik í Króatíu 27. til 29. október nk. Þema ráðstefnunnar er "Bringing Leadership Together". Þessar ráðstefnur eru bæði faglegar og metnaðarfullar. Fulltrúar frá SÍ munu sækja ráðstefnuna og auk þess hafa minnst 20 manns frá Íslandi skráð sig. Nánar hér.

Heilir og sælir ágætu félagsmenn!

Nú hafa skólarnir verið settir og haustverkin í algleymingi. Allir boltar eru á lofti og mörg verk þarf að vinna samtímis. Á slíkum tímum er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér, bæði líkamlega og andlega. Einn liður í því er að huga að og gefa sér tíma til ígrundunar og starfsþróunar.
 
Rannsóknir hafa sýnt að þar sem skólastjórnendur vinna saman sem faglegir leiðtogar og fá kennara með sér í þróunarstarfið eykst árangur nemenda í námi.  Skólastjórnandi sem faglegur leiðtogi er mikilvægur fyrir starfsþróun kennara og sjálfstæði þeirra í starfi. Faglegur leiðtogi þarf að byggja upp samstöðu og teymisvinnu og tryggja að teknar séu sjálfstæðar og ábyrgar ákvarðanir. Það er því mikilvægt að skólastjórnendur hugi að sinni eigin starfsþróun og að þeir fái stuðning til þess frá sveitarstjórnum, skólaskrifstofum og háskólastofnunum sem sinna námi og starfsþróun skólastjórnenda.  
 
Eitt af markmiðum SÍ er að efla starfsþróun sinna félagsmanna, þar má nefna starfsþróunarvef þar sem er fjöldi tilboða til skólastjórnenda. Sjá hér.

Námskeið fyrir nýja skólastjórnendur verður haldið skólaárið 2014-2015 og hefst í september. Námstefna SÍ  verður síðan haldin 10.-11. október á Selfossi og mun lúta að starfsþróun bæði stjórnenda og kennara. Vonast að sjá ykkur sem flest á Selfossi.


Með kveðju,
Svanhildur

Af kjaramálum

Samningaviðræður hefjast að nýju í september. Farið verður í tímasetta aðgerðaáætlun um vinnu við nýtt launamyndunarkerfi skólastjórnenda. Þeim viðræðum á að vera lokið fyrir 31. maí 2015. Stjórn og samninganefnd SÍ koma saman til undirbúningsfundar 28. ágúst. 
Þá hefur verið stofnaður starfshópur starfsmanna skólaskrifstofa vegna bókunar þrjú um starfsmenn skólaskrifstofa. Vinna hefst vegna þeirrar bókunar nú í september.
Frá námstefnu Skólastjórafélagsins haustið 2013.


Námstefna og aukaaðalfundur á Selfossi í október  

Námstefna Skólastjórafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 10. október á Hótel Selfossi og í Sunnulækjarskóla. Heiti og meginþema námstefnunnar er Starfsþróun skólastjórnenda og kennara.
 
Aukaaðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 11. október.
Fundurinn hefst á því að Ragnar F. Ólafsson, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun ræðir um hvernig  niðurstöður Talís ættu að geta nýst í starfsþróun skólastjóra og kennara.
Að loknu erindi Ragnars verður gengið til dagskrár aukaðalfundar þar sem meginefni fundarins verður að gera breytingar á lögum Skólastjórafélags Íslands til samræmis við ný lög Kennarasambands Íslands í sem samþykkt voru í  apríl 2014. 

Dagskrá aukaaðalfundar
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Kynning á ársreikningum
  3. Lagabreytingar (tillögur að lagabreytingum verað sendar út til félagsmanna í byrjun september)
  4. Til þess að lagabreytingar nái fram að ganga verða þær að hljóta samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða. Breytingar á lögum koma fyrst til framkvæmda þegar stjórn KÍ hefur staðfest þær.
  5. Þar sem um er að ræða aukaaðalfund er rétt að ítreka að samkvæmt 19. gr. laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingum að hafa borist stjórn 8 vikum fyrir aðalfund.
  6. Önnur mál.

Hér er hægt að skrá sig og finna dagskrá námstefnunnar og aukaaðalfundar SÍ auk upplýsinga um árshátið Skólastjórafélags Íslands en hún hefst klukkan 20 á Hótel Selfossi. 

Gisting er á Hótel Selfossi:
Eins manns herbergi m/morgunmat kostar 10.800 kr.
2ja manna herbergi m/morgunmat kostar 6.350 kr. á mann.
Bóka þarf gistingu fyrir 15. september á netfangið info@hotelselfoss.is
 
 

KENNARASAMBAND ÍSLANDS

Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595 1111
Netfang ki@ki.is

 
Höfundaréttur © 2014 Kennarasamband Íslands, Allur réttur áskilinn.
Þú ert skráð/ur á póstlista Kennarasambands Íslands