Copy
14. tbl. 2014. - miðvikudagur 19. nóvember
Skoða fréttabréf á vef
Dagur 29

29 dagur verkfalls hafinn

Samninganefndir FT og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í gær og fyrradag og halda áfram fundi kl. 13 í dag. Vonandi tekst þeim að leiða til lykta þessa deilu sem er farin að dragast ansi mikið á langinn.Tónlistarskólakennarar bíða í óþreyju eftir að hitta nemendur á nýjan leik og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Áfram samninganefnd!

Félag lífeindafræðinga afhendir styrk

Félag lífeindafræðinga mun afhenda styrk upp á 750.000 krónur í Verkfallsmiðstöðinni í dag, miðvikudag kl. 12:30. Sigrún Grendal mun taka á móti styrknum.

Verkfallsbætur fyrir annað tímabil

Opnað hefur verið fyrir umsókn um verkfallsbætur. Farið inn á Mínar síður á ki.is. Þeir sem ekki hafa sótt um bætur fyrir fyrra tímabil geta einnig gert það nú.

Stöndum vörð um verðmæti sem halda gildi sínu

Fullt var út úr dyrum á samstöðufundi Kennarasambandsins til stuðnings tón-listarkennurum sem fram fór í Norður-ljósum Hörpu í gær. Baráttuhugur var ríkjandi á fundinum og ljóst að tónlistar-kennarar nóta mikils stuðnings félaga innan KÍ sem og annarra.
Þórður Hjaltested, formaður KÍ, hélt ávarp við upphaf fundar. Sagði hann m.a. að tón-listarskólar landsins gegni lykilhlutverki í að skapa grunninn að því ríkulega tónlistarlífi sem byggt hefur verið upp hér á landi á undangegnum áratugum.
Sigrún Grendal sagði erfiða tíma hjá okkur tónlistarkennurum í verkfallinu en á sama tíma væri samhugur stéttarinnar um allt land einstakur. „Menntun, menning og listir hafa sjálfstætt eigið gildi. Hér erum við útverðir og leiðandi afl.“ Nánar um fundinn hér.

Ályktun samþykkt á samstöðufundi KÍ til stuðnings tónlistarkennurum

Norðurljósasal Hörpu, þriðjudaginn 18. nóvember 2014

Sú mikla gróska sem einkennt hefur tónlistarlíf hér á landi undanfarna áratugi er ekki sjálfsprottin heldur á hún rætur í því metnaðarfulla starfi sem fram fer daglega í tón-listarskólum landsins. Starfi tónlistarskóla er nú stefnt í hættu af kjörnum fulltrúum sem á annan áratug hafa setið aðgerðarlausir á meðan kjör tónlistarkennara hafa smám saman dregist aftur úr kjörum sambærilegra hópa.

Nú fara tónlistarkennarar fram með þá sanngjörnu kröfu að störf þeirra verði metin til jafns á við aðra kennara og að laun þeirra verði leiðrétt. Þeirri kröfu hefur fram að þessu verið svarað með skeytingarleysi og hrópandi þögn þrátt fyrir að tónlistarkennarar hafi nú verið í verkfalli í fjórar vikur og nám tónlistarnemenda beðið mikinn skaða.

Sveitarstjórnarmenn stæra sig á tyllidögum af blómlegu menningarlífi. En með hverjum deginum sem líður án þess að samið sé við tónlistarkennara sést að orð þeirra eru innantóm.

Mál er að linni. Við krefjumst þess að samið verið strax við tónlistarkennara svo að þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa.

Samstöðuganga á Blönduósi

Margir Blönduósingar fóru í samstöðugöngu í gær með tónlistarkennurum frá Tónlistar-skóla Austur-Húnvetninga og inn á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar þar sem afhent var ályktun þar sem skorað var á hlutaðeigandi að leysa deiluna við tónlistarkennara. Það vantar ekki kraftinn í tónlistarkennara. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar, tók við ályktuninni fyrir hönd sveitarstjórnar. Sjá líka frétt á Húnahorninu hér

Tónlistin var jörðuð á Akureyri í gær

Kennarar við MA og VMA lögðu niður störf


Tónlistarskólakennarar stóðu fyrir gjörningi við Hof þar sem tónlistin var jörðuð. „Það var skyndiákvörðun hjá okkur að syngja Maístjörnuna hljóðlaust. Það tók ofsalega mikið á og stutt var í tárin,“ segir Michael Jon Clarke. „Sterkasti söngurinn sem ég hef upplifað.“
Kennarar í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum lögðu niður störf kl. 14 og sýndu tónlistarkennurum stuðning í verk og einnig gengu  einhverjir grunn-skólakennarar fylktu liði með þeim niður gilið með KÍ fánann. Guðjón H. Hauksson, formaður Kennarafélags MA sagði m.a.  í samtali við Vikudag að þeir myndu sleppa þremur síðustu tímum dagsins. Þeim rynni blóðið til skyldunnar að sýna stuðning í verki. Sjá frétt á MBL

Jákvæðar fréttir úr Ásahreppi

Sveitarstjórn Ásahrepps hefur samþykkt að ganga til samninga við Tónsmiðjuna á Selfossi um tónlistarnám fyrir tíu nemendur í sveitarfélaginu.

Tónsmiðjan ábyrgist að kennsla þeirra nemenda, sem innritaðir eru í skólann sé í samræmi við lög og reglugerðir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir sem áhrif kunna að hafa á rekstur tónlistarskóla.

Egill Sigurðsson, oddviti sat hjá við afgreiðslu samningsins vegna náms dóttur sinnar hjá Tónsmiðjunni. Sjá frétt

Áfram tónlistarskólakennarar!
 

Tónlist gerir mannfólk og heiminn betri
Þriðja verkfallsstiklan er nú tilbúin.
Hér má sjá stiklu nr. 3

Góður stuðningur við baráttu tónlistar-kennara og tónlistarmenntun í landinu frá frábæru fólki:
Ari Eldjárn, uppistandari

Kristinn Sigmundsson, söngvari 
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri 
Halldór Guðmundsson, forstjóri
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur
Solla á Gló 

Fréttir úr fjölmiðlum

18. nóvember
500 manns studdu tónlistarskólakennara
Tónlistin fékk að hljóma í Hörpu, þar sem um 500 manns mættu á baráttufund til stuðnings tónlistarkennurum. Þar fengu kennararnir stuðning úr ýmsum áttum.
Sjá frétt

Austurfrétt
Austfirskir tónlistarkennarar hafa þungar áhyggjur af stöðu kjaradeilu þeirra við Samband sveitarfélaga. Þeir hafa áhyggjur af áhrifum Reykjavíkurborgar innan samninganefndar sveitarfélaga.
Sjá frétt

Eigum að standa vörð um verðmæti sem halda gildi sínu
Þórður Hjaltested, formaður KÍ, sagði að hefjast þurfi þegar í stað handa við að lagfæra kjör tónlistarskólakennara. „Kennarinn er sérfræðingur sem á að hafa sambærileg laun og aðrir sérfræðingar. Við krefjumst þess að launin séu leiðrétt strax.“
Sjá frétt KÍ
 
Hörpugestir krefjast þess að samið verði strax
Sjá hér

Áfram fundað með tónlistarkennurum á morgun
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, vildi lítið segja um gang mála en segir þó að viðræður þokist áfram.
Sjá frétt 

Samstöðufundur með tónlistarkennurum
„Nú vantar aðeins fjóra daga í að verkfall tónlistarkennara hafi staðið í heilan mánuð. Manni skilst að þokist lítið í samningaátt. Verkfallið gæti þess vegna staðið fram að jólum," segir Egill Helgason.
Sjá frétt

Lengra verkfall ekki „látið kjurt liggja"
Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ, segir Kennarasamband Íslands hafa sent út áskorun til forystufólks félaga um land allt um að styðja tónlistarkennara.
Sjá frétt
Félag tónlistarskólakennara. 
Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595-1111
unsubscribe from this list    update subscription preferences