Copy
15. tbl. 2014 - fimmtudagur 20. nóvember
Skoða fréttabréf á vef
Dagur 30

Samnings-málin

Lítið þokaðist í samningsátt í gær, en nýr fundur er boðaður kl. 11 í dag og býst Sigrún Grendal við nýju tilboði frá Samn-inganefnd Sambands íslenskra sveitar-félaga.
Lesa frétt    

Sveitarfélögin dragi afarkosti til baka 

 

Viðtal var við Aðalheiði Stein-grímsdóttir, varaformann KÍ, í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Þar sagði hún að samninga-nefnd sveitarfélaga ætti að semja við tónlistarkennara á sömu nótum og aðrar kennarastéttir og semja í framhaldinu um nýtt vinnumat við eðlilegar aðstæður. Þessi í stað séu kennurum settir strangir afarkostir sem setji deiluna í hnút.

Skemmtun í Höfða-skóla á Skagaströnd

Án undirleiks!
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir var á skemmtun í Höfðaskóla á Skagaströnd í gær. Þar er ávallt haldið uppá dag ís-lenskrar tungu og mikið sungið. Í ár var enginn undirleikur undir söng nemend-anna og gestum sagt að það væri vegna verkfalls tónlistarkennara. Þá var tekið fram að skólinn styddi heilshugar við kjarabaráttu okkar og salurinn tók vel undir það með lófaklappi og köllum. Börnin stóðu sig vel í söng en það verður að viðurkennast að tónlistar-kennarinn í salnum (ég) átti erfitt með sig. Það komu margir foreldrar að máli við mig eftir atriðin og sögðu að þau hefðu aldrei getað trúað því hvað undir-leikurinn skiptir miklu máli á svona skemmtun. En það er sennilega bara einn af þessum hlutum þar sem fólk er ekki að átta sig á hvað þáttur okkar sem spilum er stór á slíkum samkomum! Ég held að fólk hafi áttað sig betur á þessu en ef skemmtunin hefði verið felld niður því þarna fann það og sá með eigin augum að þarna vantaði stóran hlekk! ÁFRAM VIÐ. Ég er með þá von í hjarta að nú fari að sjá fyrir endann á þessum ósköpum.

Stuðningur frá tónlistarkennurum í Evrópu

Íslandsdeild EPTA, Evrópusambands píanókennara, hafa borist stuðningsyfirlýs-ingar frá kollegum víðs vegar að þar sem þeir styðja kjarabaráttu tónlistarskólakenn-ara. Bréfin eru frá Svíþjóð, Noregi, Belgíu, Hollandi, Portúgal og Króatíu.

Fréttir úr fjölmiðlum

19. nóvember
Er tónlistarkennsla aðlaðandi ævistarf
Petrea Óskarsdóttir, þverflautukennari skrifar 
Tónlistarkennarinn er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda sinna og reynir af fremsta megni að taka tillit til þarfa og óska hinna ólíku skjólstæðinga sinna. Í því sambandi gætu tónlistarkennarar átt heimsmet í sveigjanleika ...
Lesið á Akureyravefnum

Stefnir í óefni í tónlistarnámi
Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur
Þórunn segist harma það hversu margir virðast halda að nám í tónlistarskólum sé tómstundagaman en ekki nám sem þarf að taka föstum tökum.
Viðtal á ruv.is

Bæjarstjórn hvetur samningsaðila í tónlistarskóladeilu
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar harmar þá stöðu sem upp er komin í viðræðum tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaga um gerð nýs kjarasamnings. Bókun þess efnis var samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi í gær.
Nánar Víkurfréttir

18. nóvember
Samninga­nefnd­ir haldi sig við efnið
Sigrún Gren­dal, formaður FT, seg­ir rík­is­sátta­semj­ara leggja ríka áherslu á að samn­inga­nefnd­irn­ar haldi sig við efnið.
Lesa frétt á mbl.is

Starfi skólanna stefnt í hættu
Álykt­un Kenn­ara­sam­bands Íslands sem send var út eft­ir sam­stöðufund sam­bands­ins með tón­list­ar­skóla­kenn­ur­um sem fram fór í Hörpu.
Lesa á mbl.is
 
Grein eftir stúlkurnar úr Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi
Þjóðlagasveitin á Akranesi sendi opið bréf þann 27. október til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til þess að tónlistarkennslua sé metin að verðleikum.
Úr bréfinu: En hvers vegna er það svo að þið, kæru yfirvöld eruð tilbúin að hlusta á, njóta ... en viðurkennið ekki þá raunverulegu vinnu sem er á bak við hvern nemanda sem tekur upp hljóðfæri. Metum tónlistarmenntun að verðleikum.
Lesa bréfið í heild á Skessuhorni

„Flash Song“

tónlistarkennara í verkfalli við blóma-búðina í Kringlunni

kl. 20 í kvöld fimmtudag 20. nóv.

Viðburðurður tónlistarkennara. Hér eru allar upplýsingar um viðburðinn.
Syngja á þjóðlagið Á Sprengisandi í Flash mob-stíl. Tveir til þrír kennarar byrja á því að syngja og síðan koma kennarar smám saman inní sönginn. Hver og einn syngur laglínu eða raddar að vild. 

Styrkur frá lífeindafræðingum

Sigrún Grendal tók við rausnarlegum styrk frá Félagi lífeindafræðinga í Verkfallsmiðstöðinn að Hlíðarenda í gær. 

Kenneth Máni styður baráttu tónlistarskólakennara
Björn Thors og Borgarleikhúsið buðu tón-listarskólakennurum á sýninguna Kenneth Máni í gærkvöldi. Fjölmenntu þeir á sýning-una og skemmtu sér konunglega. Á mynd-inni eru nokkrir úr kennarahópnum með leikaranum. Vildi Björn Thors með þessu vekja athygli á stöðu okkar gagnvart SNS og þrýsta á að samið verði í deilunni. 

„Einhver besta gjöf sem hægt er að gefa barni“

 

Myndin er frá samstöðufundinum í Hörpu. Þar stigu á svið BassBar, 4 bass-barítónar og 1 píanisti: 
Bergþór Pálsson, Davíð Ólafsson, Jóhann Smári Sævarsson, Kristinn Sigmundsson og Kristinn Örn Kristinsson píanisti. Viðar Gunnarsson er sá fimmti en komst ekki.
Á glæru fyrir ofan þá má lesa:
Tónlistarnám er einhver besta gjöf sem hægt er að gefa barni og ætti að vera aðgengilegt öllum grunnskólabörnum. Það er deginum ljósara að tónlistarlífið í dag byggir á þeim grunni sem tónlistarkennarar hafa lagt í gegnum tíðina."
Anna K. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, í viðtali við Reykjavík vikublað.
„Hættum að líta á tónlistarkennara sem afgangsstærð“
DJ Margeir, tónlistarmaður og plötuspilari styður við baráttu tónlistakennara

Því er hampað í auglýsingum þegar bækur eru seldar til útlanda. „Seld til Bretlands!“ „Seld til Þýskalands!“
Upphefðin kemur að utan… og allt það.
Það þykir sjálfsagt að íslensk tónlist fari sjálfkrafa í dreifingu um allan heim. En er hægt að ganga að því vísu um ókomna tíð?
Hættum að líta á tónlistarkennara sem afgangsstærð og bjóðum þeim mannsæmandi laun!
Lifi listin! Ritlistin og tónlistin!
Sjá upprunalega facebook færslu tónlistarmannsins. 

Samstöðuspil hjá Árnesingum

Nemendur og foreldrar í Tónlistarskóla Árnesinga hittust í samstöðuspili miðviku-daginn 19. nóvember og spiluðu Klukknahljóm „hver með sínu nefi." Þrjár mæður skipulögðu atburðinn og létu boð út ganga. Ánægja var með þátttökuna, en um 70 manns mættu.


Félag tónlistarskólakennara 
Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595-1111

Höfundaréttur © 2014 Kennarasamband Íslands, Allur réttur áskilinn.
Þú ert skráð/ur á póstlista Kennarasambands Íslands
unsubscribe from this list    update subscription preferences