Copy
7. tbl. 2014.
Skoða fréttabréf á vef

Samtakamátturinn vopn við samningaborðið

Elna Katrín JónsdóttirElna Katrín Jónsdóttir kom í Verkfallsmiðstöðina í Framheimilinu í gær og sagði frá gangi mála við samningaborðið í Karphúsinu. Hún sagði líklegt að samið yrði til 2½ árs eins og staðan væri núna. Leiðrétting á launum væri forgangsatriði hjá samninganefndinni og að „það örlaði á skilningi mótaðilans á nauðsynlegt sé að horfast í augu við þá staðreynd að launaskrið sé miklu minna innan framhaldsskólans en hjá öðrum stofnunum ríkisins“. Elna hvatti viðstadda til samstöðu enda væri samtakamáttur stéttarinnar afar mikilvægur við samningaborðið. Myndskeið með erindi Elnu má sjá hér.

Óskólað samfélag

Ragnhildur Richter
Ragnhildur Richter (MH) skrifar nýjasta vikupóst FF

Satt að segja held ég að þau vandamál sem Illugi rakti til gamaldags framhaldsskóla sé alls ekki að rekja til skólans heldur til samfélagsins utan skólans. Til lítils aga í uppeldi, til lífsgæða- og neyslukapphlaups, til ranghugmynda um að skólar séu þjónustustofnanir en ekki menntastofnanir og til rótgróinnar fyrirlitningar á menntun og menntamönnum. Það þarf sem sé miklu frekar að menntavæða samfélagið en nútímavæða skólann.“

Hér má lesa pistil Ragnhildar

Rödd kennarans

Ég sit í verkfallsmiðstöð í mínu þriðja verkfalli á 15 árum. Ég horfi yfir hópinn sem þarna situr, dæsi af öllum kræsingunum sem ég hef innbyrgt þennan morgun og velti því fyrir mér hvort verkfall sé slæmt að öllu leyti. Eiginlega hugsa ég ekki, en ekki í guðanna bænum segja neinum frá því.
Málið er nefnilega að í verkfallsmiðstöðinni hittist fólk og spjallar saman án þess stress og annríkis sem vanalega fylgir starfinu. Því gefst þarna tími til að ræða saman og kynnast betur en það það hefur haft tækifæri til. Jafnvel hljóðlátustu kennararnir sem lítið hafa sig venjulega frammi á vinnustaðnum verða þarna virkari þáttur af hópnum sínum. Svo einnig blandast saman kennarar ólíkra skóla sem gefst þarna kjörið tækifæri til að kynnast og bindast vinaböndum sem haldast jafnvel langt eftir að samningar nást og haldið er aftur til starfa. Og þetta er ekki svo lítils virði.
Í raun má því segja að þrátt fyrir aðskilnað frá nemendum og vinnustaðnum, sem og áhyggjum af fjárhagslegri afkomu þá kemur út úr þessu öllu saman þéttari hópur kennara, námsráðgjafa og stjórnenda. Svei mér þá, það skildi þó aldrei verða svo að út úr verkfallinu, með hjálp verkfallsmiðstöðvarinnar, komi sterkari og samheldnari hópur? Að framtíð okkar og starf okkar verði jafnvel bara bjartari? Það skyldi þó aldrei vera.
Jóhann G. Thorarensen
 

Úr fjölmiðlunum


Fréttablaðið birtir í dag, á 7. degi verkfalls, viðtal við Ólaf Sigurjónsson formann FS. Þar segir, m.a. „að ekki gangi lengur að láta krakkana vera skólalausa svona lengi.“ Sjá viðtalið í heild hér.

Vigfús Geirdal skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar má lesa fróðlegan samanburð  á aðstöðu framhaldsskólanema í Svíþjóð og á Íslandi.  Sjá grein Vifúsar hér.
 

Molar

Aðagerðir undirbúnar


Til umræðu hefur komið að stofna á næstu dögum til einhverra mótmæla. Allir sem vilja taka þátt í undirbúningi slíkra aðgerða eru hvattir til að mæta í Verkfallsmiðstöðina í Framheimilinu kl. 14.30 á morgun, miðvikudag, og ráða ráðum sínum. 

Fjör í Framheimilinu



Hjómsveitin Whalers úr FB mun leika nokkur vel valin lög í Framheimilinu á morgun kl. 12.47 - 13.23.

Frá Vinnudeilusjóði

Verkfallsbætur eru kr 6000 fyrir hvern dag (virka sem helga) af þessari upphæð er greiddur skattur. Persónuafsláttur kemur ekki til sögunnar fyrr en í apríl standi verkfall svo lengi. Þeir sem ekki vilja nýta persónuafslátt verða að tilkynna það bréflega eða með tölvupósti á verkfall@ki.is . Bætur eru greiddar í fyrsta sinn eftir tvær vikur í verkfalli, 1. apríl.

Ingibergur Elíasson
Formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs Kennarasambands Íslands

Verkfallsmiðstöð í Framheimilinu


Miðvikudag:

Kl. 12:47-13:23
Hljómsveitin Whalers (FB) leikur nokkur lög.

Kl. 14 Fréttir af samningum.

Fimmtudag:

Kl. 13 Vísnagátur - keppni milli borða.

Kl. 14 Fréttir af samningum.

Ýmislegt fleira á dagskrá í vikunni - fylgist með tímasetningum á Fasbókarsíðu Verkfallsmiðstöðvar.

26/3 – Veitingar FB.
27/3 – Veit. Flensborg.

Netfang Verkfallspóstsins

kynningarnefnd@ki.is

Við hvetjum fólk til að senda okkur myndir og fréttir af samstöðuviðburðum af öllu tagi.

Kynningarnefnd


Guðlaug Guðmundsdóttir
Reynir Þór Eggertsson
Sigríður A Ólafsdóttir

KENNARASAMBAND ÍSLANDS

Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595 1111
Netfang ki@ki.is

 
Höfundaréttur © 
Allur réttur áskilinn.

afskrá mig af lista    uppfæra skráningu