Copy
11. tbl. 2014.
Skoða fréttabréf á vef

Fjölmennum á baráttufund

Baráttufundur verður haldinn í Verkfallsmiðstöðinni í Framheimilinu í dag, 31. mars kl. 13. 

Fjölbreytt dagskrá fundarins er auglýst á heimasíðu KÍ og samfélagsmiðlum. Fundurinn verður sendur út á netinu.

Ræðumenn eru Guðríður Arnardóttir formaður FF og Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður samningarnefndar FF.

Sérstakur gestur fundarins er Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Tónlistarnemendur gleðja gesti með leik sínum.

Ingibergur Elísasson formaður Vinnudeilusjóðs flytur fundinum mikilvæg skilaboð.

Á vef KÍ má sjá frekari upplýsingar um fundinn.

Kjarasamningsgerðin mjög langt komin



Frétt á vef KÍ hermir að góður gangur sé í kjaraviðræðum FF/FS og SNR.

Þrjár ástæður eru helstar fyrir því að ekki hefur enn tekist að semja. Enn ber talsvert í milli samningsaðila um nauðsynlegar hækkanir launa til þess að launaleiðréttingu verði náð á samningstíma. Nokkuð ber í milli um samningsforsendur einkum aðferðafræði við launakannanir og mælingar á launaþróun. Síðast en ekki síst vantar enn dálítið upp á nauðsynlegan stuðning ráðherra mennta- og fjármála við samningagerðina. Sjá fréttina á vef KÍ hér.

Samninganefnd FF og FS sendi þessa sjálfsmynd úr klefa þrjú hjá sáttasemjara í gær með hlýjum kveðjum. Við þökkum fyrir og sendum til baka baráttukveðjur.

Við stöndum heils hugar á bak við ykkur! Félagar í FF og FS.

Guðríður biðst afsökunar


Í viðtali í gær lét ég þau orð falla að samningafundur sem átti að hefjast kl 10 væri ekki hafin á 12. tímanum þar sem fulltrúar samninganefndar ríkisins væru ekki mættir.

Ég biðst innilega afsökunar á þessum ummælum mínum sem fela í sér ásakanir um slægleg vinnubrögð. Hið rétta er að aðilar hittast í Karphúsinu og skiptast á að funda saman og í sitthvoru lagi og átti slíkt við í gær eins og áður.

Hér má kannski kenna um reynsluleysi undirritaðrar sem er enn að læra hvernig staðið er að málum. Fulltrúar samninganefndar ríkisins eru hér með beðnir afsökunar, þeir eins og allir aðrir sem sitja við samninga í Karphúsinu hafa lagt þrotlausa vinnu að mörkum og eru að gera sitt besta til að ná samningum.
 
Guðríður Arnardóttir formaður FF
Molar
 

Fundað og fræðst fyrir austan

Kennarar Menntaskólans á Egilsstöðum halda úti verkfallsmiðstöð í Hettunni, sem er hluti af íþróttaaðstöðu bæjarins. Fyrir helgi hlýddu þeir á fyrirlestur um Heiði Vestdal, konu sem er talin hafa orðið úti á Vestdalsheiði á 10. öld. Jón Ingi Sigurbjörnsson félagsfræðikennari fann fjallkonuna ásamt öðrum árið 2004. Að loknum fyrirlestri þáðu fundarmenn veitingar í boði skólans.

Verkfallsmið-stöð í Framheimilinu


Opnunartími 11-15

31/3 Kl. 13 Baráttufundur í Framheimilinu (sendur út á netinu)

1/4 Kl. 10 Söguleg ganga með Þorsteini Þórhallssyni (MH) Gengið frá Framheimilinu. Veitingar MK

2/4 Veitingar
Iðnskólinn í Hafnarfirði

3/4 Veitingar
F.Mos og FG

Ýmislegt fleira verður á dagskrá  – fylgist með tímasetningum á Fasbókarsíðu Verkfallsmiðstöðvar.

Vísnagátur dagsins


Kræklótt úti í garði grær.
Getur verið sveitabær.
Félag þess er fimi nær.
Fagra tónlist heimi ljær.

Í fornum leik hann varla gerir gagn.
Gott er hann í munn að fá.
Þetta getur líka verið vagn.
Víða fyrrum sveif um loftin blá.

Að mér læðist oft í kennslustund.
Óskabyr ef siglt er burt frá strönd.
Öðlast þegar Drottins ferð á fund.
Fast ég held í barnsins mjúku hönd.

Höfundur er Símon Jón Jóhannsson

Netfang Verkfallspóstsins

kynningarnefnd@ki.is

Við hvetjum fólk til að senda okkur myndir og fréttir af samstöðuviðburðum af öllu tagi.

Kynningarnefnd


Guðlaug Guðmundsdóttir
Reynir Þór Eggertsson
Sigríður A Ólafsdóttir


 


 

Share
Tweet
Forward to Friend

KENNARASAMBAND ÍSLANDS

Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595 1111
Netfang ki@ki.is

 
Höfundaréttur © 
Allur réttur áskilinn.

afskrá mig af lista    uppfæra skráningu