Copy
7. tbl. 2014
View this email in your browser

Heilir og sælir ágætu félagar!

Hér verður fjallað um kjaramál SÍ, stöðu aðgerðaráætlunar og vinnumat kennara.  Vakin er athygli á greinarkorni SÍ og áhugaverðum greinum um skólastjórnun í Skólavörðunni sem kom út í byrjun desember. 

Þetta hefur verið viðburðaríkt og starfssamt ár, gerðir voru kjarasamningar til eins árs og hafin var vinna við nýja kjarasamningagerð í kjölfarið. Stjórn SÍ vinnur jafnt og þétt að framíðarsýn  félagsins 2012-2016 sem sett var hvað varðar félagsmál, fagmál og kjaramál í víðtæku samráði við félagsmenn. Starfsþróun skólastjórnenda er eitt af meginverkefnunum og mikilvægt að þróa og vinna með þann þátt áfram.

Nú er jólafríið fram undan. Stundir til hvíldar og endurnýjunar. Hlutverk skólastjórnend
a er mikilvægt, þeir eru faglegir leiðtogar sem stýra faglegri skólaþróun og jákvæðum skólabrag jafnframt því að annast daglega stjórnun og rekstur. Skólastjórnun er ábyrgðarmikið og krefjandi starf og því er það mikilvægt að þið hugið að ykkur sjálfum bæði líkamlega og andlega. Í tilefni aðventu og jóla vil ég deila með ykkur þessu fallega ljóði eftir Jón úr Vör;
    
Jólakveðja
Jól,
kertaljós í bláum fjarska
bak við ár,
æskuminning um fegurð
 
Stíg ég hreinn upp úr bala
á eldhúsgólfinu,
signdur af þreyttri móður,
færður í nýja skyrtu.
 
Jól,
fagnaðartár
fátæks barns.
 
Ég færi ykkur og fjölskyldum ykkar hugheilar óskir um gleðilega jólahátíð og farsælt nýtt ár. Þakka samvinnu á árinu sem er að líða og hlakka til að vinna með ykkur á næsta ári. 

Með jólakveðju 
Svanhildur

Kjaramál - Áhersla á faglega forystu og stjórnun
Vinnufundur stjórnar, samninganefndar, kjararáðs og skólamálanefndar var haldinn 4. desember. Á þeim fundi var rætt um stöðu aðgerðaráætlunar samninganefnda SÍ og SNS. Kynntar voru hugmyndir að sviðsmyndum sem gætu myndað grunn að nýju launamyndunarkerfi fyrir skólastjórnendur. Í þessum sviðsmyndum er horft á fleiri þætti en nemendafjölda til launaröðunar eins og nú er. Má þar meðal annars nefna starfsmannafjölda og mismunandi skólagerðir ásamt fleiri þáttum sem gera umfang skólastarfsins mismunandi.
Lögð hefur verið áhersla á að fagleg forysta og stjórnun séu og eigi að vera meginhlutverk skólastjórnenda og því sé mikilvægt að afnema kennsluskyldu skólastjórnenda að mestum hluta.
Samninganefndir SÍ og SNS funda vikulega og verður látið reyna á það nú á næstu tveimur til þremur fundum hvort farin verði ný leið eða unnið að breytingum á núverandi kjarasamningi. Hvor leiðin sem verður farin er að sjálfsögðu miðuð við þau markmið og leiðir sem SÍ hefur sett, sjá frekar hér.
 
Á vinnufundinum var unnið að því að skilgreina hlutverk skólastjórnenda. Drög að skjali með þáttum sem einkenna hlutverk skólastjórnenda er nú til umsagnar og meðferðar bæði hjá SÍ og Sambandinu. Markmiðið er að samningsaðilar séu sammála og hafi sameiginlega skilning á hlutverki og umfangi starfs skólastjórnenda. Þetta skjal ætti að vera tilbúið í janúarlok og hægt að vinna með það í komandi kjarasamningagerð.
 
Töluvert var rætt um starfsþróun skólastjórnenda bæði til lengri og styttri tíma. Mikilvægt er að fá samræðu við kennaramenntunarstofnanir um grunnnám, viðbótarnám og starfsþróun skólastjórnenda. Þá þarf að huga að námskeiðum og stuðningi á vorönn og næsta vetur við skólastjórnendur ef vinnumatið verður samþykkt. Lagðar voru fram tillögur sem stjórn SÍ var falið að vinna að áfram með.
 
Starfshópur á vegum SÍ, Sambandsins og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur hafið störf við að skipuleggja námskeið fyrir skólastjórnendur á vorönn ef vinnumatið verður samþykkt. Tillögur munu liggja fyrir í febrúar.
Share
Tweet
Forward
Vikulegir fundir 
Verkefnisstjórn um vinnumat fundar vikulega og um þessar mundir er unnið við að svara þeim spurningum sem hafa borist. Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðunni http://vinnumat.is
 
Verkefnisstjórn hélt fund með formönnum svæðafélaga SÍ og FG þann 8. desember. Í framhaldi var skólastjórum og trúnaðarmönnum sent erindi þar sem þeir eru hvattir til að efna sameiginlega til funda í hverjum skóla. Mikilvægt er að kennarar og skólastjórnendur kynni sér vinnumatið vel og taki málefnalega og upplýsta samræðu um drögin að leiðarvísi sem liggja fyrir og þær breytingar sem í þeim felast. 
Skólastjórnun í nýjustu Skólavörðunni
Vert er að vekja athygli á fróðlegu viðtali við Einar Má Sigurðarson, skólastjóra grunnskólans á Fáskrúðsfirði í nýjustu útgáfu Skóla-vörð-unnar.
Þá er í sama blaði grein eftir Þórgunni Torfadóttur, skólastjóra á Höfn í Hornafirði, þar sem hún fjalla um námsstefnu evrópskra skólastjórnenda sem fram fór í Króatíu í haust. Þórgunni leggur áherslu á grein sinni á að skólastjórnendur þurfi að huga að tilgangi skólastarfsins í dagsins önn. 

Skólastjórnun ber einnig á góma í grein um námsstefnu Skólastjórafélagsins sem fram fór á Selfossi á haustdögum en þar héldu þær Kay Livingstond, prófessor við Háskólann í Glasgow, og Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, erindi sem fjölluðu um mikilvægi starfsþróunar kennara og stjórnenda – og áhrif hennar á námsárangur nemenda. Skólavarðan er á rafrænu formi hér og eins og er minnt á að hún fæst sem app í App Store og Google Play. 
Ingileif skrifar nýjasta Greinarkornið
Ingileif Ástvalds-dóttir, vara-formaður SÍ, skrifar um mat á starfsþróun í nýjasta Greinarkorni á vefsíðu SÍ. Ingileif fjallar meðal annars um þá siðferðislegu skyldu sem háskóla-menntað fólk hefur þegar kemur að því að viðhalda og bæta við þekkingu sína og færni. Greinarkornið er hér
Starfshættir í grunnskólum
Háskólaútgáfan gaf á dögunum út bókina Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Í bókinni er lýst umfangsmikilli rannsókn á grunnskólum sem fram fór á árunum 2009 til 2013. Höfundar draga upp ítarlega mynd af grunnskólum, viðhorfum til námsins, námsumhverfi, skipulagi og stjórnun, kennsluháttum hlut nemenda, tengslum við foreldra og grenndarsamfélag, námi í list- og verkgreinum og nýtingu upplýsingatækni. 
Stefnt er að málþingi um efni bókarinnar í byrjun næsta árs. Gerður Óskarsdóttir var verkefnastjóri rannsóknarinnar. 
Skólastjórafélag Íslands
Kennarahúsinu, Laufásvegi 81
101 Reykjavík
Sími 595 1111. 

© 2014 Kennarasamband Íslands. Allur réttur áskilinn. 
Þú ert skráð/ur á póstlista Kennarasambands Íslands. 

Afskrá mig af þessum lista    Uppfæra upplýsingar