Copy
   2. tbl. 2016

Heilir og sælir ágætu félagar!


Þegar þetta fréttabréf berst ykkur eru annir vorsins víða í hámarki, lok skólaárs og undirbúningur þess næsta. Nokkrir skólastjórnendur hafa verið í sambandi við félagið varðandi væntanlegan kjarasamning FG og áhrifa hans á undirbúning næsta skólaárs. Núgildandi kjarasamningur SNS og FG mun gilda þar til gengið hefur verið frá nýjum samningi. Það þýðir að núgildandi kjarasamningur er hafður til hliðsjónar við undirbúning næsta skólaárs. 
 

Breytingar á samræmdum prófum

Skólastjórafélag Íslands hefur sent frá sér bréf til Menntamálastofnunar og mennta- og menningarmálaráðherra varðandi breytingar á samræmdum prófum. Þar er beðið um:
•    skýringar vegna tímasetningar samræmdra prófa hjá 9. og 10. bekk næsta vetur,
•    svör um hvernig menntamálastofnun metur að komið verði á móts við mismunandi aðstæður skóla varðandi rafræna fyrirlögn prófanna
•    rökstuðning fyrir þeirri ráðstöfun að komandi 10. bekkur einn árganga taki samræmt könnunarpróf við lok grunnskóla
•    yfirlit yfir þróun innihalds og verkefna samræmdu prófanna í samræmi við kosti rafræns umhverfis og hvernig prófin muni taka mið af hæfniviðmiðum aðalnámskrár.

Bréfið í heild sinni verður sent félagsmönnum í tölvupósti og væntir stjórn SÍ þess að svör við því hafi borist fyrir næsta fund hennar í júní. 

Námstefna og ársfundur SÍ
 

Fer fram 14.-15. október 2016 að Hofi og í Oddeyrarskóla á Akureyri.
Meginþema námstefnunnar er að þessu sinni Menntun til framtíðar. Til að fjalla um þetta efni höfum við fengið Jón Torfa Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ, og Rúnar Sigþórsson, prófessor í menntunarfræðum við HA. Unnið er að því að finna þriðja aðalfyrirlesarann. 

Málstofur, menntabúðir verða haldnar í Oddeyrarskóla og auglýst er eftir skólastjórnendum sem vilja kynna og ræða meistaraverkefni og/eða önnur verkefni sem þeir eru að vinna að í sínum skóla. Verkefni sem eiga erindi við fleiri skólastjórnendur og við getum öll lært af. Sendið tölvupóst á netfangið ingileif@thelamork.is ef þið viljið halda málstofu eða vera með jafningjafræðslu. 

Skráning á námstefnuna hefst í ágúst. Þátttakendur sjá sjálfir um að bóka gistingu þessa daga bent er á orlofsávísanir KÍ.   

Takið frá þessa daga og mætum öll.

Námskeið fyrir nýja skólastjórnendur skólaárið 2016-2017 

Markmið námskeiðsins er að styðja við og efla nýja skólastjórnendur í upphafi starfs. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra, verkefnavinnu, handleiðslu, jafningjastuðning og samræðu.
Námskeiðið hefur verið haldið  tvisvar sinnum og þátttakendur verið ánægðir með þá fræðslu og vinnu sem fram fór og talið hana gagnlega

Gert er ráð fyrir að námskeiðið taki fjóra daga á skólaárinu 2016-2017. Byrjað verður á tveggja daga lotu að Hótel Bifröst dagana 12. og 13. september 2016 og síðan aftur í tvo daga, 13. og 14. mars 2017. Meginefni námskeiðsins lýtur að faglegri forystu, stjórnun, skipulagi, kjarasamningum, vinnumati, stjórnsýslulögum og starfsmannamálum.  

Námskeiðið er sérstaklega ætlað nýjum skólastjórnendum eða öllum þeim sem telja sig þurfa endurmenntun á að halda hvað þessa þætti varðar. Umsjónarmaður námskeiðsins er Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður  SÍ.  

Skráning og óskir um frekari upplýsingar berist á netfangið svanhildur@ki.is.

Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í borginni Maastricht í Hollandi. 

ESHA2016 – Ráðstefna evrópskra skólastjóra 19.-21. október í Hollandi


ESHA2016 ráðstefna evrópskra skólastjóra verður haldin í Maastrict Hollandi 19. -21. október 2016. Meginþema ráðstefnunnar þetta árið er „International Inspiration in Education: Leadership Matters!“  Þessar ráðstefnur eru faglegar og metnaðarfullar með góðum fyrirlesurum sem fjalla um það sem er efst á baugi í menntaumræðu og skólastjórnun hverju sinni. Þetta eru fjölmennar ráðstefnur þar sem skólastjórnendur frá flestum löndum Evrópu koma saman, ræða og skiptast á skoðunum um nýbreytni og skólaþróun. 

Stjórn SÍ og skólamálanefnd fóru á ráðstefnuna 2014 í Dubrovnik ásamt stórum hópi skólastjórnenda frá Reykjavík. Stjórn SÍ hefur ákveðið að fulltrúar frá SÍ sæki ráðstefnuna. Við hvetjum sem flesta til að kynna sér ráðstefnuna og sækja hana. Nú þegar hafa um 20 manns frá Íslandi skráð sig á ráðstefnuna. Sjá frekari hér.

 

Breytingar á kjarasamningum


Eftirfarandi breytingar verða á kjarasamningi KÍ/SÍ og SNS 1. júní 2016 Launatöflur hækka um 5,5% hjá skólastjórum, aðstoðarskólastjórum, deildarstjórum, kennsluráðgjöfum og starfsmönnum skólaskrfstofa. 

Breytingar verða á röðun skólastjóra í launatöflu þar sem grunnlaunaflokkur verður 465.3, nemfj. <83. Breytingar verða á röðun aðstoðarskólastjóra/deildarstjóra staðgengils í launatöflu þar sem grunnlaunaflokkur verður 461.3, nemfj. <83.

Annaruppbót 1. júní 2016 hækkar og verður 80.000 kr. Frekari upplýsingar og launreiknivél má finna á vefsíðu KÍ. 
    

Hafið það sem allra best, 
Svanhildur og Ingileif

Share
Tweet
Forward

Skólastjórafélag Íslands


Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595 1111
Netfang ki@ki.is

© |2016| Kennarasamband Íslands. Allur réttur áskilinn.
Ábyrgðarmaður: Svanhildur María Ólafsdóttir, svanhildur@ki.is

Þú ert skráð/ur á póstlista KÍ
Uppfæra skráningu   Afskrá mig af póstlista