Mánaðarpóstur Landssamtaka lífeyrissjóða í maí 2016
Skoða í vefskoðara
Fréttir
Aðalfundur LL að baki
LL héldu aðalfund sinn 24. maí sl. Þrír nýir stjórnarmenn gengu til liðs við samtökin, Harpa Ólafsdóttir og Úlfar Steindórsson sem aðalmenn og Hulda Rós Rúriksdóttir sem varamaður. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum flutti Jón Garðar Hreiðarsson ráðgjafi erindið „Getum við bætt hvaða augum fólk lítur lífeyrissjóði – eða skiptir það engu máli? Í lok fundarins flutti svo Dr. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands erindið „Eru lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland?

EM 2016
Lífeyrissjóðirnir ætla að taka þátt í EM í júní. Tökur standa yfir á leikinni sjónvarpsauglýsingu þar sem athygli er vakin á lífeyrissjóðunum og hlutverki þeirra og verður hún frumsýnd á Skjá einum þegar Ísland leikur á móti Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM þann 14. júní nk.
Greinar um lífeyrissjóðsmál
Ný Veffluga
Ný Veffluga hefur nú tekið flugið. Meðal efnis í flugunni að þessu sinni er viðtal við formann LL Þorbjörn Guðmundsson þar sem hann lítur yfir sviðið og ræðir m.a. afkomu lífeyrissjóðanna á síðasta ári, útfærslu 3,5% viðbótariðgjaldsins, pólitíska óvissu o.fl. LL og aðilar vinnumarkaðarins stóðu nýverið fyrir málþingi um hækkandi lífaldur og þær áskoranir sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir þess vegna. Af því tilefni ræddi Vefflugan við Dr. Henning Kirk sem var frummælandi á þinginu og rýndi í tillögur um hækkun eftirlaunaaldurs.
Skoða Veffluguna
 
Á döfinni
Sjónvarpsþættir á Hringbraut
Helgi Pétursson sjónvarpsmaður á Hringbraut hefur gert tvo mjög svo áhugaverða sjónvarpsþætti í samstarfi við LL um lífaldur og hækkun eftirlaunaaldurs. Í vetur gerði svo Hringbraut þátt um lífeyrissjóðakerfið þar sem Stefán Halldórsson fræðir áhorfendur um lífeyrissjóðakerfið almennt. Þættirnir voru sýndir 8. apríl, 6. maí og 13. maí og eru aðgengilegir á vefsíðu Hringbrautar og vefsíðu LL.
© 2016 Landssamtök lífeyrissjóða, Allur réttur áskilinn


Hætta í áskrift 

Email Marketing Powered by MailChimp