Copy
Kjarafréttir til sjúkraliða
Sérðu ekki myndirnar?
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

á 
Kjarafréttir til sjúkraliða


Kæru áskrifendur
Ákveðið hefur verið að senda fréttabréfið út nú í nóvember, og kynna fyrir ykkur stöðu mála í samninaviðræðum félagsins við viðsemjendur sína. 
Félagsmen eru beðnir afsökunar á að vegna mkilla anna í samningaviðræðum og einnig kynningu á kjarasamningi félagsins við ríkið hefur ekki unnist tími til þess að senda fréttabréfið fyrr út. 
 

Kjarasamningur félagsins við ríkið kynntur í Vestmannaeyjum 

Þann 28. október sl undirritaði Sjúkraliðafélag Íslands undir  kjarasamning við fjármálaráðuneytið. Samningurinn var síðan kynntur um allt land og borinn undir atkvæði félagsmanna. 

Atkvæðagreeiðslunni lauk 10. nóvember kl.14:00
Niðurstaða kosninganna urðu eftirfarandi 
Á kjörskrá voru 1100 sjúkraliðar 
Kjörsókn var  59,9%
Já         96.25%  
Nei         3.30%  
Tek  ekki afstöðu 0.45%  

Kjarasamningurinn 
Kjarasamningurinn gildir frá 1. október, 2015 til 31. mars, 2019.

Launaliður samningsins er eftirfarandi
1.10 2015        9,2% í launatöflu
1.06.2016        6,5% í launatöflu
1.06.2017        4,5% í launatöflu
1.06.2018        3,0% í launatöflu
 
1.06.2016        1,41% í stofnanasamninga
1.06.2017        1,02% í stofnanasamninga
1.06.2018        0,80% í stofnanasamninga

Eingreiðslur 
257.000 kr við upphaf samningsins
55.000 kr í lok samningstímans  

SLFÍ - Reykjavíkurborg 

Fundað hefur verið um nokkurt skeið með Reykjavíkurborg. Verið er að skoða áhrif þess að semja um starfsmat.
Erfitt ert að taka afstöðu til þess, fyrr en ný launatafla í starfsmati verður tilbúin. En verið er að vinna  að nýrri launatöflu með þeim stéttarfélögum sem þegar hafa samið um starfsmat.
Síðustu fréttir eru að skriður sé kominn á þá vinnu. 

SLFÍ - Samband Íslenskra sveitarfélaga

Þau stéttarfélög innan BSRB sem samið hafa um starfsmat hafa átt nokkra fundi með sambandinu.
Vonir standa til að vinna Sjúkraliðafélagsins geti hafist sem fyrst. En enn hefur fyrsti fundur ekki verið boðaður 
 

SLFÍ - Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Fundað hefur verið með samtökunum og þeim kynntur kjarasamningur félagsins við ríkið
Vonast er eftir að sú vinna muni ganga hratt og örugglega næstu daga, en næsti fundur hefur verið boðaður 23. nóv. nk. 

Verkefni á borðum  BSRB í kjarasamningum aðildarfélaga 2015

Þau mál sem sett voru á borð BSRB eru komin inn í bókun sem mun fylgja kjarasamningum aðildarfélag BSRB .
Bókanirnar varðar vinnutímann og veikindaréttinn. Þessir kaflar munu verða ræddir sérstaklega og skoðaðir í samvinnu við önnur launþegasamtök opinberra starfsmanna. 

SALEK  
Eins og félagsmenn okkar hafa orðið áskynja um í fréttum að undanförnu var verið að vinna að sameiginlegum áherslumn á borðum heildarsamtaka vinnumarkaðarins
Þessi vinna tafði óneitanlega fyrir að kjarasamningar næðust við félagið. Áherslur fjármálaráðherra voru að ekki yrðið hlustað eftir kröfu félaganna fyrr en rammasamkomulag hefði náðst. Því var lögð ofuráhersla á að slíkur rammi næðist sem fyrst. 
Undir samkomulagið rituðu allur vinnumarkaðurinn að  undanskildum BHM og KÍ 
Sjá samkomulagið 

Svipmyndir

Framkvæmdastjóri með kynningu 
Fyrir framan Alþingishúsið 
Formaður félagsins heldur ávarp á Austurvelli 
Sjúkraliðafélag Íslands
Grensásvegi 16
108 Reykjavik
© 2015, Allur réttur áskilinn.



Afskrá mig af póstlista    uppfæra mína skráningu 
 
Facebook
Vefur
Póstur