Copy
Kjarafréttir til sjúkraliða
Sérðu ekki myndirnar?
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

 
Kjarafréttir til sjúkraliða


Kæru áskrifendur
Um leið og Kjaramálanefnd SLFÍ óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er liðið vill nefndin koma á framfæri upplýsingum um stöðu félagsins í kjaramálum


Óskað er eftir því að það sé látið berast út meðal sjúkraliða að rafræna fréttabréfið sé komið inn á öll tölvupóstföng sem félagið hefur yfir að ráða og að einnig eru kjarafréttir settar inn á heimasíðuna svo allir geti fylgst með þar líka. 
Eitthvað hefur borið á því að fréttabréfið hafi farið í ruslpóstinn og eru þeir sem ekki sjá bréfið í tölvupóstinum eru beðnir um að athuga það. 
 
 

 

SLFÍ - Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
 

Skrifað var undir samning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu föstudaginn 8. janúar 2016.

Kjarasamningurinn er á sömu nótum og kjarasamningur félagsins við fjármálaráðuneytið sem undirritaður var í október 2015.
Gildistími beggja kjarasamninga er sá sami og eingreiðslan sú sama.
Kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 15. janúar í félagamiðstöð sjúkraliða að Grensásvegi 16.
kl. 15:30. 
Einnig er búið að senda kjarasamninginn út á alla trúnaðarmenn sem starfa innan SFV og þeir beðnir um að upplýsa sína sjúkraliða. 
Nokkur dráttur varð á undirritun við SFV sem var m.a. vegna þess að þeir voru komnir með umboð til að semja fyrir Brákahlíð Borgarnesi.
Ekki fékkst samþykki SFV fyrir því að haldið yrði til haga þeim atriðum sem betri eru í samningi sem sjúkraliðar Brákarhlíðar hafa verið á  og semja átti einungis fyrir þá sem kæmu nýjir.  Þetta gat félagið ekki sætt sig við. Niðurstaðan var að Brákarhlíð dró samningsumboð sitt til baka og mun halda áfram að fylgja kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Einnig stóð töluverður styr um kjör sjúkraliða sem sinna heimahjúkrun á Eirhömrum og Eirarhúsum, en þar á bæ hefur Eir tekið að sér að þjónusta heilsugæslu höfuðborgarsvæðis við heimahjúkrun sem útvistað hefur verið frá ríki og borg til Eirar. 

Nú er kjarasamningur í höfn og undir félagsmönnum SLFÍ komið að fara yfir samninginn og kjósa í rafrænni kosningu á heimasíðu félagsins.
 

 

SLFÍ - Samband íslenskra sveitarfélaga

Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því að samningar urðu lausir hafa einungis náðst þrír fundir með sambandinu og ljóst að langt er á milli aðila. 
Staðan í dag er sú að Sjúkraliðafélag Íslands hefur vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara.
Ríkissáttasemjari hafði vilja til þess að halda fund með SLFÍ og sambandinu sl. föstudag en hætti við, er í ljós kom að samninganefnd sambandsins var ekki tilbúin til viðræðna.
Því var fundur boðaður í dag 12. janúar, en þeim fundi var frestað þar sem sambandið gat ekki mætt til fundar. 
Nú hefur fundur verið boðaður 19. janúar nk. og er von kjaramálanefndar og sáttasemjara að þá náist að halda fund til að semja. 
Á þessu má ljóst vera að mikið er eftir áður en að undirritun kjarasamnings getur orðið. 
Kjaramálanefnd félagsins lítur svo á að gefið verði tækifæri á að ná samningum út þennan mánuð. Eftir það má ljóst vera að félagið þarf að leita í baklandið eftir vilja félagsmanna til vinnustöðvunar. 


 

SLFÍ - Aðrar sjálfseignastofnanir

Búið er að senda á þær sjálfseignastofnanir sem ekki tilheyra Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu  ósk um að samningur félagsins við þau verði uppfærður í samræmi við kjarasamning félagsins við ríkið. 
 

 

 

Sjúkraliðafélag Íslands
Grensásvegi 16
108 Reykjavik
© 2016, Allur réttur áskilinn.



Afskrá mig af póstlista    uppfæra mína skráningu 
 
Facebook
Vefur
Póstur