Grænfáninn í Álftanesskóla
 Grænfánavinnan tengist áherslum skólans þar sem mikið er lagt upp úr tengingu skólastarfs við sjálfbærni, umhverfi og náttúru. Bæði kennarar og starfsmenn skólans gera sitt besta til að kynna og fræða nemendur um endurvinnslu og kosti þess að spara og endurnýta. Ýmis grænfánaverkefni eru fastir liðir í skólastarfinu, til dæmis grænfánalöggur (stofueftirlitið), samgöngukönnun, 1. des tískusýningin, útikennsla, gróðursetning og ýmis verkefnavinna og sköpun úr verðlausum efnum.
Flokkunarkönnun er jafnframt liður í vinnu Grænfánans en þar er spurt hvað heimili flokka til endurvinnslu. Í ár var könnunin í fyrsta skipti lögð fyrir á netinu og tókst vel til. Niðurstöður hennar má finna í fréttasafni á heimasíðu skólans en þær verða svo einnig birtar á síðu Grænfánans sem er í vinnslu.
|