Copy
Kjarafréttir til sjúkraliða
Sérðu ekki myndirnar?
Skoðaðu fréttabréfið í vafra



Kjarafréttir til sjúkraliða


Kæru félagsmenn!
Nú er mikið að gerast í málefnum Sjúkraliðafélags Íslands vegna viðræðnanna við ríkið og því mikil þörf á fréttabréfi sem þessu. 
Félagið hefur farið á nokkra vinnustaðafundi með sjúkraliðum sem starfa hjá ríkinu og mun halda því áfram til þess að gera félagsmönnum grein fyrir stöðunni. 
Samninganefndir félaganna fyrir utan hús hjá  ríkissáttasemjara 
 

Orðsending til allra félagsmanna í
Sjúkraliðafélagi Íslands 

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna efna til  baráttu- og kynningarfundar þriðjudaginn 15. september, kl. 17.00 í Háskólabíói.
Ekkert hefur þokast í samningsátt í viðræðum stéttarfélaganna við samninganefnd ríkisins og eftir síðasta fund sá ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Í ljósi þessarar erfiðu stöðu var ákveðið að halda BARÁTTUFUND, þ.s. farið verður yfir stöðuna og baráttuandinn efldur.
Það eru ALLIR sjúkraliðar hvattir til að mæta, því að á meðan ekki nást samningar við ríkið, semja aðrir samningsaðilar ekki við félögin.
Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta í vinnuskrúða og eða hvítri flíspeysu merktri félaginu. 

Opnuð hefur verið facebook síða vegna þeirrar baráttu sem framundan er undir nafninu „Barátta 2015“ og að sjálfsögðu verða áfram sendar út kjara-/baráttufréttir frá félaginu.
Einnig verið opnuð síða á Tvitter ‪#baratta2015‬
Formaður og framkvæmdastjóri SLFÍ hafa verið með vinnustaðafundi þar sem farið hefur verið yfir málin og munu halda því áfram og eru trúnaðarmenn beðnir um að vera í sambandi við skrifstofu félagsins ef óskað er eftir slíkum fundum.   

SLFÍ - Reykjavíkurborg 

Áfram hefur verið haldið með að skoða hvað starfsmat þýddi fyrir sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg. Nokkrir fundir hafa verið haldnir um stöðuna. Búið er að setja upp bráðabyrgðarmat sem fulltrúar félagsins hafa verið að fara yfir og gera athugasemdir við. 
Þau stéttarfélög innan BSRB sem einnig semja við Reykjavíkurborg og eru innan starfsmatsins hafa verið að ræða breytingu á launatöflu. 

SLFÍ - Samband íslenskra sveitarfélaga

Enginn fundur hefur enn verið boðaður

SLFÍ - Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Enginn fundur hefur enn verið boðaður

Hlutverk BSRB í kjarasamningum aðildarfélaga 2015

Verið er að taka saman hvaða þættir það eru sem félög innan BSRB hafa hug á að setja yfir á sameiginlegt samningaborð BSRB. Búið er að fara fram á fund með samninganefnd fjármálaráðuneytisins/ríkisins.

Viðræður við samninganefnd ríkisins

  1. Forsendur kjarasamninga/efnahagsleg markmið/kaupmáttur
  2. Launaþróunartrygging
  3. Veikindaréttur
  4. Skattameðferð styrkja úr Styrktar- og sjúkrasjóðum verði með sama hætti og styrkir úr starfsmenntunarsjóðum
  5. Fjölskylduvænt samfélag
  6. Skýrari og aðgengilegri kjarasamningar

Viðræður við fjármála- og efnahagsráðherra

  1. Staða LSR/LSS og framtíðarskipan lífeyrismála
Auk þess
  • Stytting vinnutíma án skerðingar launa
  • Sveigjanlegri vinnutími
  • Gerð framtíðarstefnu um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs með áherslu á börn á leik- og grunnskólaaldri
  • Endurskoðun fæðingarorlofskerfisins og dagvistunarúrræða að því loknu
  • Aukin réttur til fjarvista frá vinnu vegna veikinda nánustu aðstandenda
  • Sveigjanlegri starfslok
Fundur með sjúkraliðum á Landspítala Hringbraut 
Fundur með sjúkraliðum á Landspítala Fossvogi 
 
Formaður og framkvæmdastjóri SLFÍ funduðu og fóru yfir stöðuna með 100 sjúkraliðum á leið í Kerlingarfjöll
 
Facebook
Vefur
Póstur