Copy
2. tbl. 2015
Skoða fréttabréfið á netinu

KÍ til forystu!


Forystufræðsla fyrir forystusveit KÍ og aðildarfélaga og starfsmenn KÍ


Akureyri
miðvikudaginn
14. október 2015
kl. 9:30-16:00.
sjá nánar:


Reykjavík
miðvikudaginn
21. október 2015
kl. 9:30-16:00.
sjá nánar:

 
  

Trúnaðarmenn


Fræðslunámskeið fyrir trúnaðarmenn var haldið í Reykjavík, í dag miðvikudaginn
7. október

kl. 9:30-16:30.
sjá nánar:

Frá Siðaráði KÍ

Kennari skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi 
 

Siðaráði KÍ er ætlað að hvetja til umræðu og íhugunar um siðferði kennarastarfsins. Á síðasta skólaári útbjó siðaráðið umræðupakka byggðan á siðareglum sem það vill minna á.

Efnið er hægt að nálgast á vefsíðu Siðaráðs á vef KÍ, sjá hér  (Smellið á „Fræðslupakki“ undir „Fylgigögn“ vinstra megin á síðunni).

Nýtt námsefni


Tónfræði

Svarhefti fyrir Ópus 1-6 
til þæginda fyrir kennarann.

Komin eru út svarhefti fyrir tónfræðabækurnar
Ópus 1-6. Nemendur geta nú sjálfir farið yfir og leiðrétt bækur sínar í kennslutímum.

Höfundar: Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir.

 



Ný og endurbætt útgáfa af 
Tónheyrnarverkefni 6
Höfundur: Guðfinna Guðlaugsdóttir.

 



Píanó

Píanó-leikur 3. hefti
eftir Björgvin Þ. Valdimars-son. Hægt er að hlusta á lögin á heimasíðu kennslubókanna  undir flipanum Nótnabækur - Píanó-leikur 3. hefti - hljóð.



Það er gaman að spila á píanó eftir Örvar Inga Jóhannes-son fyrir börn og fullorðna (12 ára og upp úr)
og skiptist í 1. og 2. hefti. Fyrir jól er svo stefnt á það að klára jólabók fyrir byrjendur.
Áhugasamir geta skoðað heimasíðuna:  www.píanóbækur.is



Rödd og píanó

Alexandra Chernyshova hefur sent frá sér nýja nótnabók, útsetningar fyrir rödd og píanó. Þetta eru 14 lög úr óperunni  „Skáldið og Biskupsdóttirin". Þetta eru aríur fyrir sópran, barítón, bassa, alto/mezzo sópran, tenór, dúett, tríó og fjóra kóra með og án einsöngs. Nótnabókin kostar 2.900 kr. með sendingar-kostnaði innanlands.
Í bókinni eru ljóð og ljósmyndir og þýðing textanna á ensku og rússnesku.



Þverflauta

Listin að leika á þverflautu eftir Petreu Óskarsdóttur og Alberto Porro Carmona.
Bókin er 118 litprentaðar blaðsíður og má þar finna yfir eitt hundrað lög, myndasögur, ljóð, þjóðsögur, myndlistarverk ásamt öðrum verkefnum. Tónlistarnám er hér sett í víðara samhengi ásamt því að vel er farið í grunnatriði fyrir byrjendur í flautunámi.



Nýjung!

 

Sender's profile photo
Píanóstillingar á netinu
Kristinn Leifsson 
 

NÓTAN 2016

Staður og stund


Svæðistónleikar

Kraginn, Suðurland og Suðurnes            
 
Salurinn - Tónlistarhús Kópavogs

Laugardaginn 12. mars 
 
-----------------------

Vesturland og Vestfirðir

Stykkishólmskirkja

Laugardaginn 12. mars

 
-----------------------

Norðurland og Austurland

Menningarhúsið Hof  Akureyri

Laugardaginn 12. mars  (í endurskoðun)

 
-----------------------

Reykjavík 

Norðurljósasalur Hörpu   (óstaðfest)

Sunnudagur 13. mars

  
-----------------------

LOKAHÁTÍР

Eldborgarsalur Hörpu 

Sunnudaginn 10. apríl
Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) vonar að byrjun skólaársins hafi farið vel af stað í tónlistarskólum landsins og að framundan séu gjöfulir tímar.  


Framtíðarmúsík

Undanfarin misseri og ár hafa verið æði annasöm hjá FT og ljóst er að engin breyting verður þar á þetta árið.
Svæðisþing tónlistarskóla, samstarfsverkefni FT og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS), fóru fram í þrettánda sinn í haust á sex stöðum út um land og er þeim ný lokið. 
Svæðisþing tónlistarskóla 2015 voru haldin undir yfirskriftinni „Framtíðarmúsík“ en á þingunum voru tekin fyrir tvö þungavigtar málefni sem að mati félagsins munu ráða miklu um framtíðarhorfur á sviði tónlistarfræðslu á Íslandi. 

„Hvernig nást sameiginleg markmið um eflingu tónlistarnáms á Íslandi?“


Á fyrri hluta svæðisþinga tónlistarskóla var tekin fyrir sú grundvallar spurning sem brennur á í starfsumhverfi tónlistarskóla: „Hvernig nást sameiginleg markmið um eflingu tónlistarnáms á Íslandi?" Ráðamönnum á hverju svæði var boðið til samræðu og samstarfs um hvernig meginmarkmiðin með gerð samkomulags ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms verði best tryggð til framtíðar. Ljóst er að samkomulagið er að renna sitt skeið og algjör óvissa ríkir um framhaldið.
 
Unnið er að samantekt þar sem helstu atriðum úr umræðum um framangreint frá öllum sex þingunum verður gert skil.

Rýnt í samningaumhverfið 

Kjaraviðræður að hefjast

Á seinni hluta svæðisþinga tónlistarskóla var rýnt í samningaumhverfið undir handleiðslu Odds S. Jakobssonar, hagfræðings KÍ. Núgildandi kjarasamn-ingur rennur út 31. okt. n.k.

Undirbúningur kjarasamninga


Sem hluti af undirbúningi kjaraviðræðna voru kjaramálin tekin sérstaklega fyrir á vinnufundi fulltrúa FT í hinum ýmsu stjórnum, nefndum og ráðum FT/KÍ í apríl sl. en síðan þá hefur samninganefnd FT haldið nokkra vinnufundi og sótt samningatækninámskeið sem fram fór 30. ágúst s.l.

Auk þess sem kjaramálin voru tekin fyrir á svæðisþingum tónlistarskóla voru haldnir sér fundir með skólastjórum í lok þinganna í tengslum við bókun 2 í kjarasamningi aðila. 

Eins og fram kom á svæðisþingunum eiga félagsmenn von á tölvupósti með rafrænni könnun þar sem þeir eru beðnir um að svara nokkrum spurningum. 
Samninganefnd FT samanstendur af stjórn félagsins og þremur fulltrúum sem kjörnir eru sérstaklega á aðalfundi félagsins.
 
Stjórn FT:
  • Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Kópavogs
  • Dagrún Hjartardóttir, tónlistarkennari og sérfræðingur á skrifstofu FT      
  • Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar        
  • Sigríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
  • Þórarinn Stefánsson, tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Samninganefndarfulltrúar kjörnir á aðalfundi:
  • Guðbjörg Sigurjónsdóttir, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz        
  • Guðlaugur Viktorsson, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar
  • Kristín Kristjánsdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla V-Húnavatnssýslu
Varastjórn FT:
  • Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur
  • Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans       Do Re Mí
  • Örlygur Benediktsson, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Árnesinga

Starfsmenntunarsjóður (FT)

Sótt er um styrki á mínum síðum


Starfsmenntunarsjóður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) hefur nú verið stofnaður inn á „mínum síðum“ á vef Kennarasambands Íslands. Félagsmenn sækja um styrki í sjóðinn á „mínum síðum“ auk þess að sjá þar stöðuna á hverjum tíma.

Réttindastaða hvers og eins hefur verið færð úr gamla sjóðnum yfir í hinn nýja sjóð. Styrkmöguleikar eru sem fyrr vegna námskeiða, námsefnisgerðar, rannsóknar- og þróunarverkefna, hóp- og kynnisferða. Samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar er ekki hægt að sækja um námslaun sem stendur.

Tengill á „mínar síður“ er efst hægra megin á vefsíðu KÍ/FT og innskráning er framkvæmd með kennitölu og íslykli (eða rafrænum skilríkjum). 

Upplýsingar um styrki og umsóknarferli má finna á heimasíðu KÍ/FT undir endurmenntun auk upplýsinga inn á „mínum síðum“.

Nýjung á Nótunni

Konsertflokkur bætist við

Samstarf við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

Sú nýjung verður á Nótunni 2016 að við bætist viðurkenningarflokkurinn konsertar“ þar sem nemendur spila kafla úr konsert eða sambærileg verk (sjá nánar skilgreiningu í útsendum tölvupósti). Meðleikur á uppskeruhátíðinni getur verið á píanó eða önnur meðleikshljóðfæri.

Þá gefst nemendum sem vinna til viðurkenninga á Nótunni kostur á að koma fram með hljómsveit næsta skólaár á eftir. Sá spennandi möguleiki skapast vegna samstarfs Nótunnar við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna sem kom til í kringum þennan nýja konsertflokk á hátíðinni.

Komið hafa upp hugmyndir um að hafa námsefniskynningu í tengslum við konsertflokkinn í samstarfi við Tónastöðina og eru kennarar hvattir til að efna til slíkra kynninga fyrir mismunandi hljóðfærahópa.
Undirbúningur vegna kynningar á píanókonsertum fyrir nemendur á öllum námsstigum er hafinn!

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Kennarahúsinu, Laufásvegi 81
101 Reykjavík
Sími 595 1111

© |2015 |Kennarasamband Íslands. Allur réttur áskilinn.
Þú ert skráður á póstlista Kennarasambands Íslands.

Ábyrgð og umsjón:  Dagrún Hjartardóttir, dagrun@ki.is og Sigrún Grendal, sigrun@ki.is

Afskrá    Uppfæra