Copy
1. tbl. 2017
Skoða fréttabréfið á netinu

NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla 2017

Fernir svæðistónleikar NÓTUNNAR 2017, uppskeruhátíðar tónlistarskóla, fara fram dagana 18.-19. mars.

Yfirstjórn Nótunnar þakkar svæðisstjórnum sérstaklega fyrir vel unnin störf sem og öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

Hátt í fimmhundruð nemendur frá tónlistarskólum af öllu landinu taka þátt um helgina.

Sjö framúrskarandi tónlistaratriði á hverjum svæðistónleikum fyrir sig fá sérstakar viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar. Þau atriði öðlast jafnframt þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar, þriðja og síðasta hluta uppskeruhátíðarinnar, sem verður haldin 2. apríl í Eldborgarsal Hörpu.
Nemendur úr söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sungu í Hörpuhorninu í fyrra. Fjölmargir nemendur munu koma fram í Hörpuhorninu 2. apríl þegar lokahátiðin verður haldin. 
SVÆÐISTÓNLEIKAR NÓTUNNAR 2017

Vesturland – Vestfirðir

18. mars – laugardagur
í Tónlistarskólanum á Akranesi
Valnefnd:
Birgir Þór Guðmundsson, gítarleikari og sálfræðingur
Dóra Líndal Hjartardóttir ,tónmenntakennari og söngkona
Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og kórstjóri

Norður- og Austurland

18. mars – laugardagur
í Egilsstaðakirkju
Valnefnd:
Hólmfríður Benediktsdóttir, söngkona og sönkennari
Jóhann Morávek, skólastjóri Tónskóla Austur-Skaftfellinga
Magnús Magnússon, fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Suðurland, Suðurnes og Kraginn

19. mars – sunnudagur
í Salnum, Kópavogi
Valnefnd:
Elín Anna Ísaksdóttir, deildarstjóri í LHÍ
Signý Sæmundsdóttir, söngkona, söngkennari
Einar Valur Scheving, trommuleikari og tónskáld

Reykjavík

19. mars – sunnudagur
í Grafarvogskirkju
Valnefnd
Ágúst Ólafsson söngvari
Bjargey Ingólfsdóttir píanóleikari
Martin Frewer fiðluleikari

Lokahátíðin verður haldin í Hörpu 2. apríl 2017. 

Lokahátíð Nótunnar 2017 í Eldborg

Lokahátíð Nótunnar fer fram í Eldborgarsal Hörpu 2. apríl 2017
  • Kl. 12:00   Tónleikar I
  • Kl. 14:00   Tónleikar II
  • Kl. 16:30   Lokaathöfn, afhending viðurkenninga og flutningur þess atriðis sem hreppir NÓTUNA 2017.
Kynnir verður Valgerður Guðnadóttir söngkona. 

Hörpuhornið

Tónlistarnemar bjóða upp á lifandi tónlistarflutning í Hörpuhorni, 2. hæð

11:15-12:00
13:15-14.00
15:30-16:30

Júlíana Rún Indriðadóttir tekur við óskum frá skólum um þátttöku í Hörpuhorni.
julianaindrida@gmail.com


Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

Kennarahúsinu, Laufásvegi 81
101 Reykjavík
Sími 595 1111

©2017 Kennarasamband Íslands. Allur réttur áskilinn. 
Þú ert skráð/ur á póstlista Kennarasambands Íslands
Ábyrgð og umsjón: Dagrún Hjartardóttir, dagrun@ki.is og Sigrún Grendal, sigrun@ki.is
Afskrá     Uppfæra

 







This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Kennarasamband Íslands · Laufásvegi 1 · Reykjavík 101 · Iceland