Copy
1. tbl. 2017

Heil og sæl!

Vinna vegna bókunar 1 er í gangi og er hún víðast hvar á áætlun. Einhverjir hnökrar hafa komið fram í einstaka skólum eða sveitarfélagi. Þegar fregnir hafa borist af slíku hefur félagið og/eða Samband íslenskra sveitarfélaga stigið inn í þau mál. Vinnu við bókun 1 mun ljúka á vordögum og verður athyglisvert að sjá þær umbótaáætlanir sem út úr þessari vinnu koma.

Bókinni Finnsku leiðinni hefur verið vel tekið og er upplagið nær uppurið. Þeir sem vilja tryggja sér eintak geta neðar í þessum pósti fundið leið til þess.

Framundan er ársfundur félagsins. Hann verður á Flúðum í byrjun maí. Þar verður síðasta starfsár gert upp og línur lagðar fyrir næsta starfsár fram að aðalfundi árið 2018. Á fundinn eru boðaðir, samkvæmt lögum félgsins, stjórn og varastjórn, skólamála- og samninganefnd, formenn svæðafélaga og annarra fastanefnda.

Ársfundur KÍ gagnrýnir Alþingi harðlega
Ársfundur KÍ gagnrýnir Alþingi harðlega fyrir að samþykkja frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það hafi verið gert þvert á umsagnir bandalaga opinberra starfsmanna og fjölda stéttarfélaga.

Ályktunin í heild hljóðar svo:
Ársfundur Kennarasambands Íslands haldinn á Grand Hótel, Reykjavík 29. mars 2017 gagnrýnir Alþingi harðlega fyrir að samþykkja frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) þvert gegn umsögnum bandalaga opinberra starfsmanna um málið og fjölda stéttarfélaga.
Þingmönnum átti að vera ljóst að frumvarpið endurspeglar ekki markmið og forsendur samkomulags ríkis, sveitarfélaga og bandalaga opinberra starfsmanna frá 19. september 2016 um að réttindi núverandi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna.
Ársfundurinn undirstrikar að KÍ kanni lögmæti nýrra laga um LSR og láti reyna á þau fyrir dómi
.

Viðbótarflokkar vegna prófa og leyfisbréfa

Rétt er að minna á að þeir sem ljúka námi sem á að meta til launa þurfa að skila gögnum þar um til skólastjórnenda eða launaskrifstofu sveitarfélags eins fljótt og hægt er. Ný launaröðun tekur ekki gildi fyrr en næstu mánaðamót eftir að gögnum er skilað. Í kjarasamningnum segir um þetta atriði:
Launabreytingar vegna framhaldsnáms gilda frá næstu mánaðamótum þess mánaðar er starfsmaður skilar inn gögnum frá viðkomandi menntastofnun til vinnuveitenda er sýni að námi er lokið.
Skoðaðu launaseðilinn mánaðarlega

Við hvetjum ykkur til að skoða launaseðil ykkar í hvert skipti. Það er mikilvægt að fylgjast með hvort allt sé réttt, ekki síst í ljósi þess að launþegum ber að tilkynna sé um of – eða vangreidd laun að ræða.

3,5% launahækkun

Laun félagsmanna FG hækkuðu um 3,5% 1. mars síðastliðinn. Á vefsíðu KÍ er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn launaforsendur og sjá hvernig launin breytast á samningstímanum.
Annaruppbót í júní er 82.500 kr.

Fimmtán umsóknir í Fræðslu- og kynningarsjóð FG

Í mars var úthlutað styrkjum til þeirra sem sóttu um eftir að hafa lokið meistaragráðu í samræmi við reglur sjóðsins. Alls fengu 15 styrk, hver að upphæð 300.000 krónur. 

Næst verður úthlutað úr sjóðnum í haust og verður það auglýst síðar. Fræðslu- og kynningarsjóður styrkti og gaf út bókina Finnska leiðin eftir Pasi Sahlberg. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur og styttist í upplagið klárist. Sjóðurinn hefur einnig styrkt trúnaðarmenn með greiðslu vegna kostnaðar þeirra við trúnaðarmannastörfin.

Rannsóknarstyrkir hafa verið veittir vegna rannsóknar á framtíðarhorfum kennarastéttarinnar. Stefán Hrafn Jónsson prófessor og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, MA-nemi, gerðu rannsókna á fyrrgreindu efni sem varð tilefni til mikillar umræðu um yfirvofandi kennaraskort á næstu árum. Svæðafélög og stjórn FG hafa sótt um styrki í sjóðinn til að efla haustþing og til að fara á ráðstefnur og í skólaheimsóknir.

Stjórn sjóðsins er opin fyrir öllum góðum hugmyndum um verkefni sem gæti verið ástæða til að styðja við bakið á með fjárstuðningi. Allar ábendingar eru vel þegnar, þær er hægt að senda á fg@ki.is.
Félag grunnskólakennara hefur látið þýða bók Pasi Sahlberg Finnsku leiðina 2.0. Hvað getur umheimurinn lært af breytingum í finnska skólakerfinu?

Félagsmönnum FG stendur til  boða að kaupa bókina á sérstöku félagsverði. Verð bókarinnar er 2.990 kr. til  félagsmanna FG.
Sendingarkostnaður er innifalinn.  Hver félagsmaður getur keypt eitt eintak, því er ekki hægt að skila eða skipta, hvorki hjá FG né í verslunum. Bókin eru rúmar 240 blaðsíður. og er í kiljuformi.
 
Einungis er hægt er að panta bókina á mínum síðum hjá KÍ, 
 
Um bókina
Dr. Pasi Sahlberg er gestaprófessor við Harvardháskóla og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á jöfnuði og góðum árangri í menntun. Hann hefur starfað sem ráðgjafi ímenntamálum víða um heim, m.a. með forystumönnum á sviði menntamála í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu, Ástralíu, Austurlöndum nær, Afríku og Asíu. Metsölubók hans, Finnish Lessons, hefur vakið athygi um allan heim. Þýðandi bókarinnar er Sigrún Á. Eiríksdóttir. 

Ferðablað Orlofssjóðs KÍ er komið út

Ferðablaðið kom út á dögunum og var sent til félagsmanna í pósti. Það er líka hægt að lesa Ferðablaðið á vefnum. Frekari upplýsingar um húsin er að finna á Orlofsvefnum og þar er hægt að bóka hús. 

Mánudaginn 29. maí kl. 18:00 verður sumum húsum sem ekki hafa leigst í vikuleigu, breytt í flakkara.
Hægt er að bóka eina nótt í flakkaraeignum.
 
Punktastöðu er hægt að sjá á Orlofsvefnum undir Síðan Mín/Mínar upplýsingar. 




Félag grunnskólakennara
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Netfang: ki@ki.is
Höfundarréttur © 2017 Félag grunnskólakennara
Allur réttur áskilinn.


Uppfæra upplýsingar eða afskrá