Copy
5. tbl. 2016
Skoða fréttabréf á vef

Sigur fyrir Félagsdómi

Fimmtudaginn 22. september kvað félagsdómur upp dóm í máli KÍ gegn ríkinu vegna vanefndar á 7. grein kjarasamningsins frá 4. apríl 2014.
Með dómnum fæst viðurkennt að námskrárbreytingar vegna styttingar framhaldsskóla teljast vera "meginbreyting" og skylt er að endurmeta vinnumat áfanga sem tilheyra þeim. Við slíkt vinnumat skal taka tillit til þess hvort aukið álag fylgir nýju fyrirkomulagi, s.s. vegna hraðari yfirferðar námsefnis eða annars sem kann að hafa áhrif á vinnu kennara.
Nú liggur því fyrir að túlkun FF varðandi 7. grein er rétt og við tekur frekari vinna um nánari útfærslu inn í verkefnisstjórn um vinnumat og samninganefnd FF
 

Nánar um dóminn

Félag framhaldsskólakennara stefndi fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins síðasta vor vegna 7. gr. kjarasamningsins. Greinin varðar þá skyldu að endurmeta vinnumat áfanga vegna meginbreytinga á námi í framhaldsskólum. Þótt þrír skólar hafi verið nefndir sérstaklega í greinargerð KÍ snýst málið ekki um einstaka skóla heldur villandi leiðbeiningar MMR  til skólameistara sem FF hélt fram að væru brot á kjarasamningi. Gögnum var safnað úr 5 skólum svo reifa mætti áhrif styttingar og námskrárbreytinga á skólastarf almennt. Það voru Kvennaskólinn, Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Menntaskólinn í Kópavogi og Flensborg. Lögmaður FF mat það svo að betra væri að stilla fókus á færri skóla en fleiri. 

Það ber að árétta sérstaklega að þótt fjallað hafi verið um þrjá tiltekna skóla í dómnum er á engan hátt verið að stefna þeim sérstaklega eða skólameisturum þeirra. Fjármálaráðherra ber ábyrgð á framkvæmd kjarasamnings fyrir hönd ríkisins og fagráðuneyti menntamála fór augljóslega á svig við samninginn með ólögmætum stjórnsýslufyrirmælum til skólameistara haustið 2015, skv. Félagsdómi. 
Guðríður Arnardóttir

Lífeyrismálin

Viðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið milli fulltrúa ríkisins og forsvarsmanna þeirra stéttarfélaga sem standa að lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) um framtíðarskipan lífeyrismála. Nú er komið fram frumvarp um breytingar sem forsvarsmenn stéttarfélaganna hafa ljáð samþykki sitt eftir langar og strangar samningaviðræður. Formaður KÍ, Þórður Á. Hjaltested, tók upplýsta ákvörðun um samþykki miðað við þær forsendur að tryggt sé að félagsmenn beri ekki skarðan hlut frá borði. Frumvarp til breytinga á lögum liggur nú fyrir Alþingi.

Samstarfsráð

Samstarfsráð um starfsþróun kennara og stjórnenda á öllum skólastigum hefur tekið til starfa. Í ráðinu eru fulltrúar MMR, sveitarfélaga, háskóla sem mennta kennara og fulltrúar kennara og skólastjórnenda. Ráðið mun byggja vinnu sína á vinnu fagráðs um símenntun sem starfaði frá 2013-2016.
Samstarfsráðið er vettvangur fyrir samstarf og samráð um starfsþróun og því er m.a. ætlað að greina þarfir skólafólks, taka þátt í stefnumótun og símenntun og vera leiðandi í umræðu og miðlun. Vonandi mun stofnun ráðsins efla starfþróun og áhersla lögð á að menntun verði sameiginlegt forgangsverkefni stjórnvalda og þeirra sem koma að menntakerfinu. 
Fulltrúar framhaldsskólastigs eru Anna María Gunnarsdóttir (FF), Hjördís Þorgeirsdóttir (FS) og Magnús Þorkelsson (SMÍ).

Viðræður í gangi

Verið er að ræða ýmis praktísk mál sem snúa að vinnumati o.fl.við samninganefnd ríkisins. Meðan viðræður standa yfir ríkir gagnkvæmur trúnaður á milli aðila um samningsatriði. Alls hefur viðræðunefnd FF fundað sex sinnum með fulltrúum fjármálaráðuneytis og á einum fundi  til viðbótar var rætt um sértæk mál stjórnenda en FF og FS gera sameiginlegan kjarasamning.   
5. október
Gerum okkur glaðan dag!
#kennaradagurinn
#worldteacherday


Minnt er á skólamálaþing KÍ 
Þemað er: Enchancing teacher professionality through teacher leadership.
Dr. David Frost, prófessor við Cambridge á Englandi, fer á kostum.
 

Samfélag
án kennara?

Aðsókn í kennaranám  hefur dregist saman um ríflega 60% frá árinu 2008 og við blasir mikill skortur á kennurum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til opins fundar í Hátíðarsal Háskóla Íslands, þriðjudaginn 4. október 2016  frá 12.20 til 13.10 um þetta mál. FF hvetur félagsfólk til að mæta á fundinn. Nánari dagskrá má finna hér.
Trúnó
Árlegt fræðslunámskeið KÍ fyrir trúnaðarmenn á öllum skólastigum verður haldið miðvikudaginn 12. október. Fjallað verður um réttindi og skyldur trúnaðarmanna, skipulag og starfsemi KÍ, ráðningarmál, orlofs- og veikindarétt, kjaramál, starfsumhverfi og vinnuvernd. 

Námskeiðið fer fram í Gullteigi B á Grand Hóteli Reykjavík og stendur frá kl. 9-16. Einnig er hægt  að fylgjast með  námskeiðinu í beinni útsendingu á netinu, á vefnum www.netsamfelag.is.
Nánari upplýsingar hér.
Út vil ek 
Rannís er með námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa á framhalds- og háskólastigi um nemendur sem vilja taka hluta af námi sínu erlendis, og kennara sem hyggjast sinna kennslu eða þjálfun við sambærilegar stofnanir eða fyrirtæki í öðrum löndum.

Námskeiðið er haldið þriðjudaginn 18. október.
Skráning hér.

Meirihluti óánægður
Skýrsla RHA um viðhorfskönnunina er enn ekki komin í hús en væntanleg eftir helgi. En ljóst er að ærin verkefni eru framundan við að sníða vankanta af vinnumatinu. Meirihluti þeirra sem tóku þátt er óánægður með framkvæmd þess. Þar sem vinnumatið hefur aðeins verið eitt ár í notkun er ekki óeðlilegt að sitthvað þurfi að fínpússa. 

Nú reynir á að knýja fram úrbætur hjá viðsemjanda.

Félag framhaldsskólakennara

Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595 1111
Netfang ki@ki.is

Höfundaréttur© 2016 Félag framhaldsskólakennara
Allur réttur áskilinn.
skrá mig af lista    uppfæra skráningu