Copy
Tungumálakennsla fullorðinna og ráðstefnur í fullorðinsfræðslu!
 
Skoða þennan póst í vafra
Skrá mig á EPALE vefgáttina

Vertu með í EPALE samfélaginu ásamt 15 þúsund sérfræðingum í fullorðinsfræðslu. Taktu þátt og gefðu álit, komdu með athugasemdir og eigin hugmyndir!


Tungumálakennsla fullorðinna: Áskoranir og góðar aðferðir.

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum stóð EPALE fyrir líflegum umræðum undir stjórn fjöltyngda tungumálakennarans Alex Rawlings og Andrew McCoshan, sérfræðings okkar í samræmingu á gæðum menntunar. Leiðbeinendur og sérfræðingar hvaðanæva úr Evrópu deildu reynslu sinni varðandi tungumálakennslu fullorðinna, gáfu góð ráð, upplýsingar um góðar aðferðir og stjórnuðu umræðum um ýmis máefni. Smelltu hér til að kynna þér það nánar.

Einnig söfnuðu landsteymi EPALE í allri Evrópu saman áhugaverðum dæmisögum, umhugsunarverðum blogg greinum og ýmsum úrræðum sem að gagni koma við tungumálakennslu og fullorðinsfræðslu – smelltu hér til að skoða þetta nánar.

 

Norrænar ráðstefnur í fullorðinsfræðslu


Hefur þín stofnun áhuga á samstarfi við önnur Evrópulönd um hvernig leiðbeina megi fólki um námsleiðir í fullorðinsfræðslu?

Við viljum vekja athygli ykkar á spennandi, norrænum ráðstefnum dagana 9. og 10. nóvember nk.  Hægt er að mæta á ráðstefnuna þann 9. nóvember eingöngu, en fagfólk í fullorðinsfræðslu sem hefur áhuga á að taka þátt í Evrópuverkefnum, mætir einnig á tengslaráðstefnu sem haldin verður þann 10. nóvember. Í báðum tilvikum verður öll dagskrá og umræður á ensku.

9. nóvember 2016  - Ráðstefna Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, NVL og Erasmus+ (EPALE og Euroguidance)
“Guidance in Adult Education – Supply & Take-up”
  • Þema: Námsráðgjöf í fullorðinsfræðslu – framboð og eftirspurn með sérstakri áherslu á þá sem hafa litla formlega menntun
  • Fyrir hverja? Fagfólk í fullorðinsfræðslu.

10. nóvember 2016 Tengslaráðstefna Erasmus+ 

Markmið: Þátttakendur þrói hugmyndir að Erasmus+ verkefnum með fagfólki frá öðrum Evrópulöndum. Verkefnin tengjast þema ráðstefnunnar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki þátt í ráðstefnunni þann 9. nóvember.
  • Dagskrá: Þungamiðjan 10. nóvember verður skipulagning og undirbúningur Evrópuverkefna með stuðningi starfsfólks landskrifstofa Erasmus+ og EPALE. 
Nánari upplýsingar
 

Blogg greinar

It’s clothes, not clothies: the art of correcting a language teacher
Maður segir „clothes“ ekki „clothies“: Listin að leiðrétta tungumálakennara.
Kennsluráðgjafinn og lausapenninn Ross Clarke velti upp vel þekktu vandamáli þegar leiðrétta þarf samstarfskennara í tungumálum í vinnunni.

Case study: European catering & hospitality language training
Dæmisaga: Tungumálakennsla í veitinga- og gistiþjónustu í Evrópu.
Við tókum viðtal við verkefnastjórana Christian Goethals og Anne Brindley og báðum þau um að segja okkur meira frá vinnu sinni við verkefni um tungumálakennslu í veitinga- og gistiþjónustu.

The Common European Framework of Reference for Languages (CEFR) in European education systems
Evrópski tungumálaramminn í menntakerfum í Evrópu.
Simon Broek, sérfræðingur EPALE í samræmingu á námsumhverfi, ræddi um kosti og áskoranir sem fylgja því að koma á fót samevrópskum ramma fyrir tungumálakennslu á landsvísu.

Fréttir frá Evrópu

Mikið var að gerast í málefnum fullorðinsfræðslu í Evrópu í september eftir að sumarfríum lauk:

Skráið ykkur núna!

Ekki gleyma að skrá ykkur á EPALE til að geta deilt skoðunum ykkar um það sem skrifað er þar. Skráið ykkur núna og verið með í samfélagi 15.000 sérfræðinga um fullorðinsfræðslu.


Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email
© 2016 Rannís, Allur réttur áskilinn..


Viltu breyta áskriftinni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig

Email Marketing Powered by Mailchimp