Copy
8. tbl. 2016
Skoða fréttabréf á vef

Frá aukaaðalfundi FF, 7. nóvember 2016,  þar sem vonandi var bundinn endir á langvarandi deilur.

Ný stjórn Vísindasjóðs FF og FS


Deilur stjórna FF og Vísindasjóðs FF og FS sem staðið hafa um langt skeið eru nú vonandi á enda. Að loknum aukaaðalfundi FF, 7. nóvember sl., voru nýir fulltrúar FF kjörnir í stjórn Vísindasjóðs. Í framhaldi var gripið til aðgerða sem nauðsynlegar voru til að færa starfsemi sjóðsins í KÍ-hús að nýju. Stjórnin kom saman daginn eftir og var Ólafur Þórisson (MS) var kjörinn formaður. Starfsmaður sjóðsstjórnar er Steinunn Inga Óttarsdóttir.
Nýtt netfang sjóðsins er visffogfs@ki.is og síminn er 595 1111 alla virka daga frá 9-4. Það er einlægur vilji nýrrar stjórnar Vísindasjóðsins að horfa til framtíðar og að friður og sátt ríki um sjóðinn okkar.

Undirritað á síðustu stundu

Sama dag og kjarasamningur FF og FS rann út, var undirrituð framlengd viðræðuáætlun og samkomulag um breytingar á launatöflu FF. Með samkomulaginu er 14. grein kjarasamningsins framlengd um eitt ár en hún tryggir félagsmönnum allar launahækkanir sem gerðardómur úrskurðaði vegna aðildarfélaga BHM til 31. ágúst 2017. 
Launin hækka um 3,5% frá 1. september en 1,65% til viðbótar koma til félagsmanna í gegnum endurbætur á vinnumati sem á eftir að útfæra og eiga að taka gildi 1. janúar 2017. Samninganefnd FF og FS er ánægð með að hafa stýrt þessu í höfn, enda útlit fyrir væringar á vinnumarkaði.

Aðgát skal höfð...

Rafræn samskipti og samfélagsmiðlar

Gildismat hins ritaða orðs breytist ört. Með tilkomu öflugra samfélagsmiðla er margt ritað og rætt sem stundum mætti betur fara, í nærveru sálar. Fréttaflutningur er mjög greiður, allir geta komið skoðunum sínum á framfæri og nýjar færslur birtast með ógnarhraða. Ekki þykir lengur tiltökumál að birta fjölskyldumyndir á netinu og flestir eyða löngum stundum í rafrænum heimi. Kennarar eru fyrirmyndir nemenda sinna og mikilvægt er að skólafólk efli umræðu um hvað sé við hæfi og hvað ekki. 

Margir kennarar upplifa kennslu sem fremur einangrað starf og lenda í varnarstöðu. Sumir vilja láta umhverfið vita hvað kennarar aðhafast og pósta á facebook að þeir séu störfum hlaðnir o.s.frv. Hvað finnst okkur um það? Á hinn bóginn eru kennarar og þeir sem starfa í nánum samskiptum við fólk oft varnarlausir á þessum vettvangi. Nemendur gætu átt það til að skrifa stöðufærslur þar sem kennarar eru nafngreindir. Er það ásættanlegt?

Það er full ástæða fyrir kennara, nemendur og foreldra að hugleiða hvernig eigi að haga máli sínu á samfélagsmiðlum, t.d. á facebook. Íslenskt samfélag er smátt, skilaboð og uppfærslur fljúga  hratt á milli og því meiri ástæða til að vanda sig. Að leiðbeina ungu fólki felur í sér mikla ábyrgð, orðspor er dýrmætt. Einnig þarf að huga ímynd stéttarinnar og því vill FF hvetja kennara til að umgangast samfélagsmiðla af varfærni og tjá sig af sanngirni og hófsemi um skólamál og annað á samfélagsmiðlum - í anda 11. siðareglu kennara: "Kennari sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu".

Umsóknir
í Vísindasjóð

 
Umsóknir í A-deild Vísindasjóðs FF og FS þurfa að hafa borist
í síðasta lagi
þriðjudaginn 15. nóvember.

Styrkupphæð 2016 er 84.000 vegna útgjalda 
frá og með 1. desember 2015.
Nánar hér.

Stjórn Vísindasjóðs skipa


fyrir hönd FF

Jón Ragnar Ragnarson (MH)
Ólafur Þórisson (MS)
til vara
Gísli Þór Sigurþórsson (MS)

fyrir hönd FS

Lilja Ólafsdóttir (MB)
til vara
Dröfn Viðarsdóttir (FVA)

Frá fræðslunefnd KÍ

Námskeið KÍ um samfélags-miðla til að auka jákvæða umræðu um kennarastarfið og skóla- og menntamál hafa verið vel sótt. Fóru þau fram í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.

Í október voru haldin fræðslu-námskeið fyrir trúnaðarmenn og forystusveit KÍ og aðildarfélaga og í byrjun nóvember voru haldin tvö námskeið á Akureyri um starfslok og eftirlaun. Glærur o.fl. er aðgengilegt hér. 

Fyrir nokkru sendi KÍ bréf til formanna svæða- og félags-deilda um samstarf þvert á aðildarfélögin að sameiginlegum málum og styrki sem hægt er sækja um í þessu skyni. Einnig sendi KÍ bréf til skólastjórnenda til að vekja athygli á reglum um svigrúm í starfi þeirra sem sinna trúnaðarstörfum, sjá hér.

Að endingu er vakin athygli á fræðslumynd um KÍ:
Kennarasamband Íslands - kynningarmyndband
Glænýtt kynningarmyndband

Læk!

Hvernig væri að skella 
einu læki
á Facebook-síðu FF?


FF á twitter
Við tístum hér: 

Fylgist með okkur!

Félag framhaldsskólakennara
 

Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Sími 595 1111
Netfang ki@ki.is

Höfundarréttur© 2016 Félag framhaldsskólakennara
Allur réttur áskilinn.
skrá mig af lista   
uppfæra skráningu