Copy
1. tbl. 2017
Skoða fréttabréfið á vef
Frá Degi leikskólans í fyrra en þá fór athöfnin fram í Bíó Paradís. 


Höldum upp á Dag leikskólans 


Sjötti febrúar er #dagurleikskolans2017

Vekjum athygli á Degi leikskólans sem venju samkvæmt verður haldinn hátíðlegur 6. febrúar næstkomandi. Þetta er í tíunda sinn sem haldið er upp á Dag leikskólans þannig að um tímamót er að ræða. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins og vakin verður athygli á því sem áunnist hefur á síðastliðnu ári. 

Allir sem vinna í leikskólum og eða að málefnum leikskólans eru hvattir til að halda upp á daginn og einkum eru leikskólakennarar hvattir til að vekja athygli á störfum sínum. Endilega látið vita af ykkur á Facebook undir myllumerkinu #dagurleikskolans2017. 

Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra. 

Nánari dagskrá verður birt á vef KÍ og á viðburðasíðunni á Facebook innan skamms. 

Samninganefnd fer yfir erfiða stöðu 

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýjan kjarasamning í byrjun desember síðastliðinn. Í kjölfarið samdi FL um sambærileg kjör og óskum við báðum félögum til hamingju með samningana.

Þetta getur leitt til þess að óásættanlegur munur verði á launum deildarstjóra innan FL og félagsmanna FSL. 

Samninganefnd íslenskra sveitarfélaga og viðræðunefnd samninganefndar FSL mun hittast fljótlega og fara yfir þá erfiðu stöðu sem hefur myndast í launasetningu innan leikskóla. 

Leysir af tímabundið

Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður FSL, er komin í veikindaleyfi. Siguður Sigurjónsson, varaformaður FSL, hefur tekið til starfa í Kennarahúsinu og mun sinna störfum fyrir félagið þar til Ingibjörg snýr aftur til starfa. 

Sigurður svarar erindum félagsmanna í Kennarahúsinu og í gegnum netfangið sigurdur@ki.is
Kristín Karlsdóttir varði doktorsritgerð sína í menntavísindum, Námsferli leikskólabarna, við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands þann 13. janúar síðastliðinn. 

Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á þátttöku barna í leikskóla. Markmiðið er tvíþætt: að kanna ýmsa þætti sem hafa áhrif á námsferli ungra barna í tveimur ólíkum leikskólum; og að lýsa af nákvæmni hvernig börn læra með þátttöku í daglegu lífi leikskóla síns. 

Við óskum Kristínu til hamingju sem og leikskólakennurum til hamingju með fjölgun leikskólakennara með doktorspróf.

Á myndinnni eru Kristín og Ólafur Páll Jónsson, dósent og deildarforseti. Myndina tók Kristinn Ingvarsson og er hún fengin af vef Háskóla Íslands. Nánar hér. 

Pasi Sahlberg stýrir vinnu við nýja menntastefnu

Finnski fræðimaðurinn, Pasi Sahlberg, hefur verið fenginn til að stýra vinnu við nýja menntunastefnu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkur. Skipaður hefur verið stýrihópur sem mun starfa undir forystu hans.

„Mikilla umbóta er þörf alls staðar í heiminum. Reykjavík þarf að takast á við sams konar úrlausnarefni og við í Finnlandi og víða annars staðar. Sífellt fleira ungt fólk finnur sig ekki í skólanum og margir telja að skólinn þurfi að breytast mikið fyrir árið 2030. Það er útbreidd skoðun hér og í flestum öðrum löndum þar sem ég hef verið," segir Pasi Sahlberg í frétt á vef RÚV

Þeir sem vilja kynna sér Pasi Sahlberg geta lesið sér til eða hlýtt á erindi sem hann flutti á ráðstefnunni, Kennarar framtíðarinnar, árið 2014. 

Félag stjórnenda leikskóla
Kennarahúsinu, Laufásvegi 81
101 Reykjavík
Sími 595 1111.

© |2017 |Kennarasamband Íslands. Allur réttur áskilinn.
Þú ert skráður á póstlista Kennarasambands Íslands.

Ábyrgðarmaður: Sigurður Sigurjónsson, sigurdur@ki.is.