Copy
View this email in your browser

Gleðilegt sumar frá Norræna félaginu


Starfsemi Norræna félagsins hefur verið óhefðbundin síðustu vikur en við horfum fram á bjartari tíma og stefnum á fulla starfssemi og opnun skrifstofu félagsins 4. maí fyrir gesti og gangandi. Við munum bæta inn námskeiðum og viðburðum eins og hægt verður fram eftir sumri.

Síðustu vikur hefur Norræna félagið eins og svo margir þurft að endurskoða, breyta og fella niður nokkra þætti starfseminnar. Þannig hafa norrænir fundir verið færðir í stafrænan búning ef þeim hefur ekki verið frestað, verkefni aðlöguð nýjum tímum sbr. Nordjobb og hætt við einstaka viðburði eða þeir felldir niður. 

Verst hefur veiran komið niður á Snorraverkefnunum sem er samstarf Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga um dvöl ungmenna á aldrinum 20-30 ára afkomenda Íslendinga  í USA og Kanada hluta úr sumri á Ísland.


Snorraverkefnin

Undirbúningur fyrir Snorra verkefnin hefur staðið yfir síðan síðasta haust og er enn í í fullum gangi þó svo að útlitið verði svartara og svartara eftir því sem nær dregur og fátt sem bendir til að hægt verði að fá hingað til lands fjarskylda ættingja íslenskra innflytjenda í Vesturheimi og kynna fyrir þeim sögu og menningu Íslands. Snorrasjóður mun fylgja fyrirmælum stjórnvalda í hvívetna um ferðatakmarkanir, sóttkví og samkomutakmarkanir og meta stöðuna þegar nær dregur.

Þá var búið að velja fjóra íslenska umsækjendur í Snorra West verkefnið - sem áttu að ferðast um slóðir Vestur Íslendinga í Manitoba, Gimli, North Dakota og Riverton. Um var að ræða mánaðar reisu sem átti að enda á Íslendingadeginum í Gimli fyrstu helgina í ágúst.  Þessu verkefni hefur verið aflýst í ár en við getum vonandi komið tilbaka næsta ár með tvöföldum krafti. 

Info Norden

Norske sykepenger

Þessar vikurnar fær upplýsingaþjónusta Info Norden mikið af fyrirspurnum er varða Kórónaveiruna og hinar mismunandi nálganir sem Norðurlandin hafa notað til að ná tökum á aðstæðum. Info Norden hefur því tekið saman upplýsingar um viðbrögð stjórnvalda allra Norðurlandanna og safnað þeim saman á eina síðu. 
Hér getið þið lesið ykkur til: https://www.norden.org/en/info-norden/information-corona-pandemic-nordic-region-5


Nordjobb

Nordjobb hefur fengið aukið umboð frá Norrænu ráðherranefndinni til að miðla vinnu innanlands, til viðbótar við hið hefðbundna hlutverk Nordjobb að miðla vinnu milli Norðurlandanna. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun verkefnisins árið 1985 sem Nordjobb gegnir þessu hlutverki. Útbreiðsla COVID-19-veirunnar hefur dregið úr hreyfanleika milli Norðurlandanna og því munum við leggja áherslu á að miðla störfum innanlands í ár. Þetta verður áhugavert ár fyrir Nordjob verkefnið, og því viljum við biðja ykkur um að dreifa þessum upplýsingum til allra aðila sem gætu haft áhuga á að taka þátt í Nordjobb verkefninu.

Fréttatilkynning frá Nordjobb.
 
Endilega hafið samband við island@nordjobb.org fyrir nánari upplýsingar.


Umhverfis Norðurlöndin í 80 línum


Henrik Wilén framkvæmdastjóri samtaka Norrænu félaganna FNF heldur út bloggi þar sem hann skrifar um ýmiss norræna málefni í 80 línum. Að þessu sinn skrifar hann um norræna kvenforsætisráðherra og jafnrétti í bloggi sínu "Umhverfis Norðurlöndin í 80 línum"

 

Twitter
Facebook
Website
Copyright © 2020 Norræna félagið, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.