View this email in your browser

Fréttabréf FSÍ

22. maí 2020
 

Ný auglýsing heilbrigðisráherra um takmörkun á samkomubanni

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi mánudaginn 25. maí.
 
Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú. Íþróttastarf fullorðinna er því án takmarkana að öðru leyti en því að gæta verður að almennum sóttvörnum og fjöldatakmörkunum um 200 manns, 17 ára og eldri. Börn fædd árið 2015 og síðar eru ekki talin með í  þeim fjölda.
 
Með nýrri auglýsingu verður framkvæmd tveggja metra reglurnar breytt nokkuð. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu.
 
Hér má lesa auglýsingu Heilbrigðisráðherra.

Ný dagsetning á Fimleikaþingi 2020 – 12. september

Fimleikaþing fer með æðsta vald fimleikahreyfingarinnar. Á Fimleikaþingi koma saman þeir sem láta sig málefni fimleikahreyfingarinnar varða, þar gefst tækifæri til að koma framtíðarsýn sinni á framfæri og taka þátt í að marka stefnu sambandsins til framtíðar.
Stefnumótun og framtíðarsýn fimleika á Íslandi verður til umræðu í þinginu. Undanfarin ár höfum við einsett okkur að auka samkennd og samvinnu, við teljum þingið því vera réttan stað fyrir fimleikafólk til að eiga samtalið og marka stefnu sambandsins til framtíðar. Hvernig er mitt FSÍ?
Fjöldi fulltrúa á kjörbréfi ákvarðast við fjölda iðkendaleyfa í Leyfiskerfi FSÍ þann 31. desember árið á undan. Heimilt að senda fulltrúa á fimleikaþing þótt félagið/deildin sé í skuld við FSÍ miðað við 1. september fyrir fimleikaþing, en þó án atkvæðisréttar.

Fræðsludagur FSÍ – 3. október

Fræðsludagurinn í ár verður með svipuðu sniði og í fyrra. Dagurinn er ætlaður öllum þeim þjálfurum sem koma til með að þjálfa í fimleikahreyfingunni næsta vetur, hann mun telja inn í leyfiskerfi sambandsins fyrir þá þjálfarar sem ætla sér að fylgja iðkendum á mót sambandsins.
Fræðsludagurinn er einnig frábær vettvangur fyrir okkur öll til að hittast og eiga skemmtilegan dag saman. Fyrir erlendu þjálfarana okkar verða fyrirlestrarnir túlkaður á ensku, ungversku og rússnesku.
Reiknað er með að dagskrá hefjist kl. 14:00 og standi til kl. 17:00.

Erlend verkefni 2020

  • Norðurlandamót í áhaldafimleikum – fellt niður
  • Norður Evrópumót í áhaldafimleikum – fellt niður
  • Evrópumót í hópfimleikum – 14. – 17. apríl 2021
    • Unglingar 13 – 18 ára, fæddir 2003 – 2009
    • Fullorðnir 16 ára og eldri
  • Evrópumót í áhaldafimleikum – við bíðum frétta frá Evrópska fimleikasambandinu, en vonir standa til að halda mótið í lok árs.

Innlend verkefni 2020

  • Íslandsmót í hópfimleikum – í vinnslu fyrir haustið
  • Íslandsmót í áhaldafimleikum – í vinnslu fyrir haustið, kemur til með að haldast í hendur við Evrópumót ef af því verður.
  • Mótaskrá fyrir tímabilið 2020 – 2021 verður send sem drög á félögin á næstu dögum.
  • Ekki verður skipulagt FSÍ mót í júní.

 
Facebook síða Fimleikasambandsins
Fimleikasamband Íslands
Instagram Fimleikasambandsins
Fimleikasamband Íslands 
Engjavegur 6 | 104 Reykjavík | Ísland 
fsi@fimleikasamband.is | www.fimleikasamband.is | s: 5144060

 Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.

Email Marketing Powered by Mailchimp