Copy
View this email in your browser

Framhaldsaðalfundur þann 18.júní


Boðað er til framhaldsaðalfundar Norrænu félaganna í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Reykjavík þann 18.júní næstkomandi, klukkan 18:00. Til fundarins er boðað í samræmi við lög Norræna félagsins. 

Dagskrá verður sem hér segir: 
  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Tillaga um sameiningu Norrænu félaganna í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Reykjavík
  3. Tillaga um nafn hins sameinaða félags
  4. Kjör formanns til tveggja ára
  5. Kjör stjórnar, varamanna og félagslegs skoðunarmanns
  6. Ávarp heiðursgests - Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins segir frá starfsemi Norræna hússins og framtíðarsýn hennar fyrir húsið
  7. Önnur mál
Á aðalfundum félaganna sem haldnir voru fyrr á árinu var samþykkt að sameina starfsemi þeirra og í samræmi við lög Norræna félagsins var endanlegri ákvörðun um sameininguna, nýtt nafn og kjör stjórnar vísað til framhaldsaðalfundar sem nú er boðað til. 

Á framhaldsaðalfundinum verður lagt til að nafn hins sameinaða félags verði Hallveig - Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu og að stjórn þess skipi 7 einstaklingar, þar af a.m.k. einn úr hverju sveitarfélagi ef kostur er, auk tveggja varamanna.

Allir félagsmenn Norrænu félaganna eru velkomnir til fundarins en atkvæðisrétt hafa aðeins skuldlausir félagsmenn. 

 

Viðburðurinn á Facebook

Sólstöðuganga í Heiðmörk


Senn líður að sumarsólstöðum og af því tilefni efna Norrænu félögin á höfuðborgarsvæðinu til Sólstöðugöngu um Heiðmörk, föstudaginn 19.júní kl 20:00. Skógræktarfélag Reykjavíkur mun taka vel á móti okkur. 

Í 70 ár hefur Heiðmörk verið formlegt athafnarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur og mun félagið í ár, fagna tímamótunum með ýmsum hætti. 

Í Sólstöðugöngunni munum við fræðast um afmælisárið, söguna og starfsemi Skógræktarfélags Reykjavíkur og eftir gönguna verður boðið uppá kaffisopa fyrir svefninn. 
Gengið verður frá gamla Elliðavatnsbænum, við Elliðavatn, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur aðstöðu. Gott er mæta tímanlega.
 
Viðburðurinn á Facebook

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2020


Tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs verða tilkynntar á viðburði sem sendur verður út beint þann 16. júní. Gestgjafar ársins – íslenska tónskáldið og fyrrum handhafi tónlistarverðlaunanna, Anna Þorvaldsdóttir og Andrew Mello, breskur blaðamaður og sérfræðingur í norrænni tónlist – munu kynna einstaka blöndu hljóðdæma, kynninga á myndskeiðum og baksviðsupplýsinga um hin tilnefndu.

Tilkynningum um tilnefningar til Tónlistarverðlaunanna í ár verður streymt frá Kaupmannahöfn og London til heimsins alls. Þetta er í fyrsta sinn sem tilnefningar eru tilkynntar með nýstárlegri hætti þar sem tónlist og verk hinna tilnefndu verða í brennidepli.
 

Viðburðurinn í beinni
Facebook
Website
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland