Copy
Íslenska Leikjasamfélagið www.eSports.is
Kemur pósturinn ekki réttur út? Skoðaðu hann í vafranum

Lan-, og online mót fréttir.
www.eSports.is

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, fékk Dusty treyju afhenta sem táknræna gjöf

 Eftir höfund Chef-Jack on Sep 26, 2019 02:54 pm
Guðni TH. Jóhannesson forseti Íslands og Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands á Bessastöðum

Guðni TH. Jóhannesson forseti Íslands og Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands á Bessastöðum

Í morgun átti Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) fund með Guðna TH. Jóhannessyni forseta Íslands.  Þar voru rafíþróttir ræddar og sammælst um það að mikilvægt væri að standa vel að rafíþróttum á Íslandi og byggja þær upp til að veita áhugamönnum um rafíþróttir og tölvuleiki tækifæri á að upplifa sig sem hluta af liðsheild, iðka sitt áhugamál í skipulögðu starfi og eigi möguleika á að skara framúr á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur í tilkynnningu frá RÍSÍ á facebook.

Þá væri mikilvægt að gæta þess að hugað væri að líkamlegri og andlegri heilsu og vellíðan þegar kemur að rafíþróttum.

Ólafur afhenti Guðna Th. treyju frá rafíþróttaliðinu Dusty sem táknræna gjöf um þá framþróun sem hefur átt sér stað í rafíþróttum á Íslandi á stuttum tíma en Dusty hafa staðið sig vel bæði innanlands og erlendis í rafíþróttum á síðasta ári. Þá ber hæst að nefna þegar liðið sló út ríkjandi meistara Danmerkur í Norðurlandamóti League of Legends í sumar.

Mynd: facebook / Rafíþróttasamtök Íslands


Lestu greinina á esports.is »

share on Twitter Like Guðni Th. Jóhannesson, forseti, fékk Dusty treyju afhenta sem táknræna gjöf on Facebook

Lenovo deildin rúllar aftur af stað

 Eftir höfund Chef-Jack on Sep 26, 2019 11:31 am

Lenovo deildin

Lenovo deildin hóf göngu sína aftur um s.l. helgi, þar sem keppt er í leikjunum League of Legends (LoL) og Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO)

Eftirtaldir eru umsjónarmenn mótsins:

Ólafur Nils “Some0ne” Sigurðsson – Yfir umsjónarmaður CS:GO

Hafliði Örn “Flati” Ólafsson – Yfir umsjónarmaður LoL

Benjamín Björn Hinriksson – Umsjónarmaður CS:GO

Riðlar og leikdagar er hægt að sjá nánar með því að smella hér.

Lenovo deildin var haldin í vor s.l. þar sem úrslitin voru svo að lokum haldin 7. júlí 2019 í Smárabíó fyrir fullum sal áhorfenda.

Mynd: facebook / Lenovo deildin


Lestu greinina á esports.is »

share on Twitter Like Lenovo deildin rúllar aftur af stað on Facebook



 

Eldri Lan-, online mót fréttir:

Skráning er hafin á eitt stærsta tölvuleikjamót ársins
Íslenska Overwatch landsliðið sigraði í Eurocup 2019
Áhugavert starf að hefjast hjá rafíþróttadeild Ármanns
Úrslitin í Lenovo Deildinni verða ráðin í vikunni
Úrslit í rafíþróttaviðburði Íslands í Laugardalshöllinni
eSports.is á samfélagsmiðlum:
Það er líka hægt að fylgja okkur á Steam með því að smella hér.
Höfundarréttur © 2019 eSports.is, Allur Réttur Áskilinn.


Viltu breyta hvernig þú færð tölvupóst frá okkur?
Þú getur uppfært þína skráningu hér eða segja upp áskriftinni hér

Email Marketing Powered by Mailchimp