Copy
Minnum á kynningarfund um mennta- og æskulýðsáætlun Erasmus+ og Nordplus á morgun!
Fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 14.30-16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík.

Kynningarfundur um mennta- og æskulýðsáætlun Erasmus+ og Nordplus

Við minnum á kynningarfundinn á morgun fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 14.30-16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52 Reykjavík.
Allir velkomnir en okkur þætti vænt um ef þú myndir skrá þig:
Skrá mig á kynningarfund

Stofnanir sem vinna að þessum málaflokkum geta sótt um: Skólar á öllum stigum og sviðum, sveitarfélög, félagasamtök, óformlegir hópar ungs fólks, fyrirtæki og stofnanir í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

Gert er ráð fyrir að almenn kynning og spurningar taki um klukkustund. Starfsfólk Rannís verður síðan áfram á svæðinu og veitir ráðgjöf.

Kynningin miðast við þá sem þekkja lítið til þessara áætlana og umsóknarferlisins.

Erasmus+ áætlunin: 

  • Nám og þjálfun í Erasmus+ (ferða og uppihaldsstyrkir)
    • Næsti umsóknafrestur er 5. febrúar 2020.
  • Samstarfsverkefni í Erasmus+
    • Næsti umsóknafrestur fyrir alla flokka er 24. mars 2020 (í æskulýðshluta er líka umsóknarfrestur 5. febrúar 2020).

Nordplus áætlunin:  

  • Bekkjarheimsóknir, kennaraskipti, norræn tungumálaverkefni og samstarfsverkefni á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. 
    • Næsti umsóknarfrestur er 3. febrúar 2020.
Fundurinn er öllum opinn en vinsamlega skráðu þátttöku:
Skrá mig á kynningarfund
© 2019 Rannís, Allur réttur áskilinn.


Viltu breyta skráningu þinni á póstlista Rannís?
Þú getur uppfært skráninguna eða skráð þig af póstlistanum.