Copy
Hugsaðu. Skapaðu. Miðlaðu.
Facebook
Facebook
Twitter
Twitter
Vefsíða
Vefsíða

Creative Europe fréttabréf desember 2019


Starfsfólk Creative Europe upplýsingaskrifstofu á Íslandi óskar þér og þínum gleðilegra jóla og þakkar fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

MEDIA


Um 129 milljónir króna til  íslenskra verkefna - árangurshlutfall ársins 46% - tvær íslenskar myndir meðal þeirra 20 kvikmynda sem fengu dreifingarstyrk í Evrópu.


Velgengni íslenskra kvikmynda í MEDIA áætluninni var umtalsverð árið 2019. Úthlutað var tæplega um 129 milljónum króna til íslenskra verkefna. Samtals fóru 35 umsóknir frá Íslandi á árinu og fengu 16 þeirra brautargengi sem er um 46% árangurshlutfall.

Það sem bar hæst á árinu var dreifingarstyrkur til kvikmyndarinnar Héraðið, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, sem fékk úthlutað 518.000 evrum til dreifingar í 28 löndum. Þetta er frábær árangur en styrkurinn er meðal þeirra hærri sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA. Þá fékk kvikmynd Hlyns Pálmasonar og Join Motion Pictures, Hvítur, Hvítur Dagur, einnig myndarlegan styrk upp á 280.000€ til dreifingar í 15 Evrópulöndun.

Sjá nánar um uppskeru ársins í Creative Europe – MEDIA.

MENNING

 

Um 30 milljónum króna úthlutað til íslenskra þátttakenda árið 2019.


Góð þátttaka hefur verið í Menningaráætlun Creative Europe árið 2019. Úthlutað var um 30 milljónum til fimm samstarfsverkefna, tveggja á sviði tónlistar, og þriggja sem tengjast barnamenningu, danslist, og safnamenningu.

Hæsta styrkinn, 80.000 €, hljóta List fyrir alla og Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem taka þátt í verkefninu Big bang. Þá hlýtur menningarfyrirtækið Einkofi 65.000€ styrk í tónlistarverkefninu Moving Classics Sonic Flux. Annað tónlistarverkefni, Keychange, er með Iceland Airwaves innanborðs, en tæpar 34.000€ renna til hátíðarinnar. Loks fá Listdansskóli Rögnvaldar Ólafssonar styrk upp á tæpar 23.000€ í verkefninu DanceMe UP, og Safnaráð um 10.500€ fyrir verkefnið MOI! Museums of Impact.

Sjá nánar um uppskeru ársins í Creative Europe – Menningu.
Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB, skiptist í tvo hluta, MEDIA og Menningu. MEDIA styður evrópska kvikmyndagerð og margmiðlun með styrkjum til þróunar, dreifingar og kynningar á kvikmyndum og tölvuleikjum. Áætlunin styður verkefni með evrópska og alþjóðlega skírskotun og notkun á nýrri tækni. MENNING styrkir bókmenntaþýðingar og gerir listamönnum og fagmönnum í menningargeiranum kleift að koma verkum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi auk þess sem hún styður við bakið á hundruðum evrópskra samstarfsverkefna á menningarsviðinu og ýmsum umræðu- og tengslanetum.
Öll réttindi áskilin Â© 2019 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp