Copy
Fréttabréf Epale janúar 2020.
Hlúð að lærdómsmenningu á vinnustöðum.
Sérðu ekki póstinn? Þú getur skoðað hann í vafra.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Kær kveðja frá EPALE teyminu.
Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Með því gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir um efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum upp á.
Skrá mig í EPALE

Kæru EPALE félagar.

Í desember lauk þriggja mánaða tímabili hjá okkur þar sem þemað var fullorðinsfræðsla á vinnustöðum. Á tímabilinu könnuðum við ítarlega þær áskoranir sem framundan eru varðandi fullorðinsfræðslu á vinnustöðum og hvernig vinnustaðanám getur komið fyrirtækjum til góða. Einnig söfnuðum við dæmum um fyrirmyndarverkefni í Evrópu. Heimsækið síðuna okkar þar sem fjallað er um vinnustaðanám og skoðið bloggið, upplýsingarnar og dæmisögurnar sem EPALE samfélagið hefur deilt (innihaldið er breytilegt eftir því hvaða tungumál er valið).
Markus Palmén sérfræðingur okkar hjá EPALE gerði samantekt á því markverðasta, þar sem hann gerir grein fyrir helstu atriðum sem fram hafa komið varðandi vinnustaðanám.

#EPALEandMe

Það er okkur sönn ánægja að geta nú tilkynnt vinningshafa #EPALEandMe ljósmyndasamkeppninnar! Sérstök dómnefnd valdi 10 bestu ljósmyndirnar og fá allir vinningshafar Fujifilm Instax myndavél í verðlaun.

Nýjustu bloggfærslurnar:

EPALE hlaðvarp: Fullorðinsfræðsla á vinnustöðum (EN, EL)
Sérfræðingar okkar, þau Gina EbnerMarkus Palmen og Simon Broek, hittust til að ræða hvort að möguleiki starfsfólks á að vinna fjölbreytileg störf á vinnustaðnum sínum geti aukið áhuga þess til að afla sér frekari þekkingar.
National validation network – hvernig er óformlegt nám staðfest í Finnlandi, til samræmis við sýn Evrópusambandsins  (EN)
Lesið viðtal við National NVL Validation Network í Finnlandi um þeirra sýn á staðfestingu óformlegs náms.
Vinnustaðanám: Allra ávinningur (EN)
Gina Ebner íhugaði hvers vegna misskilnings getur stundum gætt milli fræðsluaðila sem sinna óformlegri fullorðinsfræðslu og einkageirans.
Fjögur skref í átt að lærdómsmenningu á vinnustöðum (EN, PL)
Hvernig er hægt að hlúa að lærdómsmenningu á vinnustöðum í fjórum skrefum? Markus Palmén sérfræðingur EPALE deilir góðum ráðum sem hafa hjálpað honum við að gera öflun nýrrar þekkingar að venju í vinnunni.
Starfsþjálfun fullorðinna sem drifkraftur breytinga (EN)
Simon Broek skrifaði um hvernig starfsþjálfun fullorðinna getur skapað umhverfi þar sem fyrirtæki sinna hlutverki fræðsluaðila og starfsfólkið er í stöðugri símenntun.

Fréttir frá Evrópu

Mikið var um að vera á vettvangi fullorðinsfræðslu í Evrópu í desember:

Vertu með!

Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Þannig gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir við efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum upp á.

Epale Newsletter

Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email
© 2020 Rannís, Allur réttur áskilinn..


Viltu breyta áskriftinni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig

Email Marketing Powered by Mailchimp