Copy

Hér kemur

 
Nafnlausi

V I K U P Ó S T U R I N N 

Könnun í gangi til hádegis á morgun
Verðlaunaafhending á föstudaginn!
 

Vinnumatið opnar í dag



Kennarar eru eindregið hvattir til að yfirfara vinnumatið sitt og hafa samband við aðstoðarskólameistara ef ekki er allt eins og það á að vera. 
 

Heimavistin



Á vorönn 2020 eru 46 nemendur á heimavist FVA.

Í dag kl 16 er fundað með nemendum um málefni vistarinnar. 

Deildarstjórafundur

Var haldinn sl. föstudag. Fundurinn var í styttra lagi vegna landsleiks í handbolta... Sitthvað var rætt, t.d. tímasetning starfsdaga í vor sem verður endanlega afgreidd á kennarafundinum 24. janúar. Svo viljum við endilega fjölga í hópnum sem ætlar í skólaheimsókn til Týról. Gaman saman!

Rætt var um svonefnda miðvikudagsfundi. Þeir verða ekki alla miðvikudaga og skólameistari gerir mætingu ekki að skyldu en fólk er hvatt til þess að taka þátt þegar fundur er auglýstur. Hægt að senda skólameistara eða aðstoðarskólameistara tillögu að umræðuefnum eða örnámskeiðum sem gætu átt erindi á slíka fundi.

Þá var ákveðið að breyta skipulagi á kennslukönnun, þ.e. dreifa henni og taka ekki alla áfanga í mat á hverri önn. 

 

Setið við samningaborðið

Samstarfsnefnd FVA hittist á fundi mánudaginn 20. janúar. Segja má að það sé hugur í fólki að ljúka samningagerð sem fyrst öllum til hagsbóta.

Á föstudag er kennarafundur og að honum loknum fundur í kennarafélaginu þar sem fulltrúar kennara í samstarfsnefnd gera grein fyrir stöðu mála.

Starfsmannafélagið síkáta 
auglýsir:

Í kvöld kl 20  er fyrsti fundur Prjónaklúbbsins!

Svo auðvelt og skemmtilegt!
 

Gettu betur, bara næst

https://www.facebook.com/nffa.isÞví miður tapaði FVA fyrir BHS, 21:16,  í viðureign sem fram fór 16. janúar. Við komumst því ekki áfram í 16 liða úrslitin. 

Nýársballið á Gamla Kaupfélaginu fór vel fram, að sögn Sævars Berg,  félagsmálafulltrúa FVA. Um 150 manns mættu á ballið.  Af þeim tóku 54 þátt í edrúpotti eða 35,76% sem er mjög gott. 

Ballið fór friðsamlega og vel fram. Um 25  manns komu frá MB sem var sérlega ánægjulegt og styrkir sambandið milli skólanna.

 

Tékk!

Námsáætlanir komnar í INNU?

Námsbókalisti í INNU?
Einkunnareglan í INNU?
Er mynd af þér í  INNU?
Allar fjarvistir skráðar í INNU?

 

Þá ert þú starfsmaður mánaðarins!

Fræðsla, fundir


Minnt er á að núna á miðvikudaginn er svigrúm fyrir alls konar samráðsfundi. 29. janúar kl 15 mun Sigríður Hrefna fjalla um sjálfsmat og koma á fót starfshópi þar sem glatt verður á hjalla. Allir velkomnir í hópinn.

Miðvikudaginn 5. febrúar hafa deildarstjórar svigrúm til fundahalds.

Miðvikudaginn 12. febrúar mun Eiríkur kenna hvernig hægt er að færa efni af DVD diskum og VHS spólum yfir á mp4 skrár í tölvu.  Það er til fullt af gömlu kennsluefni sem hægt er að uppfæra á þennan hátt og ef áhugi er fyrir hendi er hægt að koma upp afritunarstöð á kennarastofu í framhaldi.

Strákarnir okkar!

 

Þið lífgið sannarlega upp á tilveruna, strákar
 og því verða pönnukökur á boðstólum á kennarastofunni á bóndadaginn

Upprúllaðar með fullt af sykri!

Púngar líka í boði og tilheyrandi 
Til hamingju með daginn, piltar!

Kvenþjóðin í FVA


Við styrkjum Soroptimistafélag Akraness

Sjaldséðir  hvítir hrafnar...

 

Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands leit inn í síðustu viku og var vel fagnað því þá var langt um liðið frá síðustu heimsókn.

Nokkrum dögum síðar kom skýrsla þar sem gerðar voru athugasemdir við sitthvað smálegt í húsnæðinu. Leó kippir því öllu í liðinn.

Vinnuverndarvikan


Þröstur Þór Ólafsson hjá Vinnueftirliti ríkisins flytur erindi í FVA sem hann nefnir „Áhættumat í iðngreinum“ í stofu B 207, miðvikudaginn 22. janúar kl. 10. Erindið er liður í vinnuverndarviku framhaldsskólanna.

Allir velkomnir!

Búið er að endurnýja í öryggisnefnd FVA en í henni situr einvalalið:




https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVA







This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland