Copy

Hér kemur síkáta

S K R U D D A N


Helstu tíðindi úr FVA 2020

OPNIR DAGAR í FVA




Eins og hefð er fyrir verður hefðbundið skólastarf brotið upp á Opnum dögum í FVA 18.-19. febrúar. Aðalfyrirlesari í ár er Bergsveinn Ólafsson, knattspyrnukappi með meiru. Beggi Ólafs er 25 ára og býr í Kópavogi og leikur með Fjölni. Samhliða er hann fyrirlesari og mastersnemi í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann hefur m.a. skrifað um mataræði og and­lega og lík­am­lega heilsu á bloggsíðu sinni, beggiolafs.com og Trendnet og seg­ir and­lega þátt­inn skipta miklu máli þegar maður vill ná ár­angri í lífinu.

Sitthvað fleira er í boði á Opnum dögum,  m.a. er skíðaferð á dagskrá, marmarakaka er bökuð, rætt um trúarbrögð og umhverfismál, farið í tölvuleiki, handavinnustund, logskurður og rafsuða, snyrtivörugerð og fótboltamót svo fátt eitt sé nefnt. Nánar síðar en við getum eiginlega ekki beðið!
 

Öll dýrin í skóginum eru vinir


Um þessar mundir er stór hópur nemenda FVA að æfa hið fornfræga leikrit Thorbjörns Egners, Dýrin í Hálsaskógi. Búast má við miklu fjöri.

Frumsýningin er áætluð um miðjan mars. Allir hjartanlega velkomnir.
 

Framkvæmdir í FVA
vegna rakaskemmda


Við skoðun fagmanna í kennslustofu B-201 (sem ekki er í notkun á þessari önn) komu í ljós rakaskemmdir vegna lélegrar einangrunar. B-álman er frá 1979.

Iðnaðarmenn eru um þessar mundir að rífa niður og setja nýtt innra byrði útveggja. Kennslustofan verður öll endurnýjuð. Síðan verður staðan tekin í nærliggjandi rýmum. Ætti framkvæmdum að vera lokið í vor.

Kaup og kjör

Fulltrúar í samstarfsnefnd FVA en í henni sitja fulltrúar kennara og stjórnenda safna nú gögnum fyrir stofnanasamningsgerðina langþráðu. Næsti fundur nefndarinnar er boðaður 10. febrúar kl 11 og hefst þá þófið. 

Viðtalstímar



Nemendur, forráðamenn og samkennarar geta hitt kennara FVA að máli í viðtalstíma í viku hverri meðan á starfstíma skóla stendur.

Á vef FVA er listi yfir kennara og viðtalstíma.

Skjöl og gagnavarsla

GoPro er öflugt skjalakerfi sem heldur utan um alls konar skjöl, upplýsingar og samskipti. Kerfið auðveldar yfirsýn á stöðu mála og heldur gögnum á vísum stað.
Föstudaginn 7. febrúar, kl 10-11, er Björg með vinnustofu um notkun GoPro í FVA fyrir stjórnendur, námsráðgjafa og skrifstofufólk.

Fræðsla, fundir


Föstudaginn 7. febrúar kl 14 eru deildarfundir í FVA sem deildarstjórarnir knáu skipuleggja. Hnitmiðuðum fundargerðum ásamt viðveruskrá skal skila til skólameistara í síðasta lagi á föstudag 7. febrúar. Fundargerðir verða vistaðar í GoPro.

Gleðipinnar FVA

Árshátíð KOSS og FVA fer fram föstudaginn 13. mars. Stjórn KOSS hamast þessa dagana við undirbúninginn en vill minna starfsfólk á óskað er eftir skemmtiatriði frá hverri deild. Leggið nú endilega höfuð í bleyti áður en majónesið verður gult og látið vita á koss@fva.is 

KOSS hefur fengið frábært tilboð í gistingu frá Stay West, en þau reka tvö gistiheimili á Akranesi. Þeir starfsmenn sem búa utan Akraness eru hvattir til að grípa tækifærið. Nánari upplýsingar verða settar inn á Facebook-síðu KOSS.

Þrískólafundur


Sameiginlegur starfsdagur FVA, FSS og FVA sem haldinn var á Selfossi mánudaginn 3. febrúar þótti takast ágætlega. Samstarf af þessu tagi nærir okkur svo sannarlega og hvetur til dáða. 

Dr. Jón Torfi var lengi að komast að efninu og hafði frá mörgu að segja en Anna Steinsen vippaði sér snarlega að kjarna málsins: vöndum okkur í samskiptum!

Lífshlaupið

er byrjað!

Og við erum öll með. Upp úr sófanum: minnsta hræring telur!

Gætum fyllsta hreinlætis




Vegna kóróna-veirusýkingar sem borist gæti til landsins er vert að gæta fyllsta hreinlætis til að draga úr smithættu. Allir eru hvattir til handþvotta og brúsar  með handspritti verða settir upp við öll salerni í FVA. 

Nánari upplýsingar um veiruna og helstu varnarviðbrögð er að finna á vef landlæknis.

Hér má sjá almennar viðmiðunarreglur til að draga úr sýkingarhættu:
 
https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVA







This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland