Copy
Það styttist í næsta umsóknarfrest samstarfsverkefna í menntahluta Eramus+
24. mars 2020 kl 11:00
Skoða póstinn í vafra

Það styttist í næsta umsóknarfrest!

Næsti umsóknarfrestur samstarfsverkefna Erasmus+
er 24. mars kl. 11:00


Umsóknarfrestur fyrir samstarfsverkefni (Key Action 2) innan menntahluta Erasmus+ er 24.mars næstkomandi, kl.11 að íslenskum tíma.

Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða vefsíðu Erasmus+. Þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.

Á vef Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna Erasmus+ handbókina sem er gott að hafa til hliðsjónar þegar sótt er um. Einnig er velkomið að setja sig í samband við okkur á Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um umsóknarferlið.

Við hlökkum til að taka á móti nýjum umsóknum frá ykkur og kynnast þeim áformum sem þið hafið um fjölbreytt og flott evrópskt menntasamstarf.

Erasmus+ og Covid-19 kórónaveiran

Útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur eðlilega vakið upp spurningar meðal þeirra sem hlotið hafa styrk úr Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC). Við leggjum mikla áherslu á að þátttakendur kynni sér vel upplýsingar á vef landlæknis og fylgi þeim ráðleggingum sem þar eru gefnar. Ákvörðunin um að fara í ferðir á vegum áætlananna liggur alltaf hjá þátttakendum sjálfum og við gerum allt sem við getum til að koma til móts við þá í þessum sérstöku aðstæðum.
Lesa tilkynningu til styrkþega Erasmus+ vegna Covid 19.
Website hhhh
YouTube
Email
Facebook
© 2020 Rannís, Allur réttur áskilinn.


Heimilisfang:
Borgartún 30
105 Reykjavík

Viltu breyta skráningunni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig.