Copy
View this email in your browser

Kostnaður vegna sveitarstjórnarkosninga

Við gildistöku nýrra kosningalaga verður sveitarfélögum í fyrsta skipti gert að greiða fyrir aðkomu Þjóðskrár Íslands að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga.

Þar sem ekki er að finna frekari leiðbeiningar í lögunum um hvernig kostnaður vegna sveitarstjórnarkosninga skiptist niður eftir sveitarfélögum, hefur verið reynt að finna leið til að skipta kostnaði niður á öll sveitarfélög. Tillaga Þjóðskrár að fastur grunnkostnaður, 122.331 kr. skiptist jafnt á öll sveitarfélög. Jafnframt greiði sveitarfélög hlutdeild í kostnaði miðað við íbúafjölda. Með þessari reikniaðferð verði kostnaður fámennra sveitarfélaga lítið eitt hærri en grunngjaldið á meðan fjölmennustu sveitarfélögin greiða hærra gjald.

Við minnum á kosningavefinn www.kosning.is

Nánar á vef sambandsins

Leiðbeiningar til flóttafólks frá Úkraínu um skólagöngu barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til forsjáraðila barna og ungmenna frá Úkraínu um hvernig hefja skuli skólagöngu þeirra hérlendis.

Leiðbeiningarnar eru á úkraínsku og ensku og er að finna á upplýsingasíðu stjórnvalda fyrir flóttafólk frá Úkraínu á Island.is. Þær má einnig nálgast á íslensku á vef ráðuneytisins. Þær ná til leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Einnig er búið að gefa út upplýsingablöð á úkraínsku og á ensku um 11 framhaldsskóla sem sett hafa upp sérstaka móttökuáætlun fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára á flótta frá Úkraínu, í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið.

Nánar á vef sambandsins

Grunnskólinn hjá sveitarfélögum í 25 ár - ávinningar og áskoranir

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á ítarlegri grein sem nýlega birtist í Skólaþráðum, tímariti Samtaka áhugfólks um skólaþróun um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.

Greinin ber heitið „Grunnskólinn hjá sveitarfélögum í 25 ár: Ávinningar og áskoranir“, höfundar eru Anna Kristín Sigurðardóttir, Börkur Hansen, Gerður G. Óskarsdóttir, Ingvar Sigurgeirsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Þorsteinn Sæberg, en þau hafa öll komið að þessum málum með einum eða öðrum hætti.

Nánar á vef sambandsins

Nýir samningar um rekstur hjúkrunarheimila

Föstudaginn 8. apríl voru kynntir nýir samningar við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu þeirra.

Valgerður Freyja Ágústsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, sérfræðingar sambandsins báru hita og þunga af gerð samninganna fyrir hönd sambandsins.

Nánar á vef sambandsins

 

Nýsköpunardagurinn 2022 verður haldinn þann 17. maí nk.  Þema Nýsköpunardagsins í ár er: Græn nýsköpun. 

  • Staður: Gróska
  • Streymi: Teams
  • Þema: Græn nýsköpun

Markmið dagsins er að hvetja til aukinnar nýsköpunar hjá hinu opinbera, m.a. með því að deila reynslusögum og mynda tengsl sem geta leitt af sér spennandi verkefni í framtíðinni.

Nánar á vef sambandsins

Opið fyrir tilnefningar til foreldraverðlaunanna 2022

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á að opið er fyrir tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2022.

Foreldraverðlaunin eru veitt fyrir öflugt foreldrastarf eða verkefni sem sérstaklega stuðla að góðu samstarfi heimila og skóla. Einnig er hægt að tilnefna einstaklinga sem Dugnaðarforka Heimilis og skóla.  

Ef þú veist af verkefnum í þínu nærumhverfi sem stuðlað hafa að góðu foreldrasamstarfi, bættum tengslum heimila og skóla og velferð nemenda eða einstaklingi sem hefur lagt sérlega mikið af mörkum í þágu nemenda og foreldra, þá hvetjum við þig til að tilnefna viðkomandi aðila eða verkefni.  

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 14. tbl. 26. apríl 2022
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2022, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.
Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi,
einkum fyrir unga drengi.
Folöldin þá fara á sprett og fuglinn syngur,
og kýrnar leika við kvurn sinn fingur.


- Halldór Kiljan Laxness: Undir Helgahnúk
 
   






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland