Copy
FRÉTTABRÉF KNATTSPYRNUDEILDAR GRÓTTU

FJÁRÖFLUN 7. FLOKKUR KK
CINTAMANI EYRNABÖND MERKT GRÓTTU

Strákarnir í 7.flokki í knattspyrnu eru að selja Cintamani eyrnabönd merkt Gróttu sem fjáröflun fyrir Norðurálsmótið í júní. Verð 3.000 kr og er hægt að panta blátt eða svart eyrnaband. Strákarnir í 7.flokki afhenda allar pantanir föstudaginn 20.maí.

Pantanir berist til: grottaeyrnabond@gmail.com

SUMARNÁMSKEIÐ - SKRÁNING HAFIN

Knattspyrnuskóli 2022 - Fyrir krakka fædda 2012 til 2016
Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti. Knattspyrnuskólinn hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár.

Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á Vivaldivellinum við Suðurströnd frá 09:00 – 12:00 alla virka daga frá skólalokum til verslunarmannahelgar. Tekið er á móti börnunum frá 08:00 og verða börn fædd 2016 sótt í leikskólann og þeim fylgt til baka að námskeiði loknu.

Skólastjóri knattspyrnuskólans verður Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmaður meistaraflokks karla og þjálfari 4.fl. og 6.fl. karla ásamt góðu föruneyti þjálfara og unglinga. Lögð verður áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar og verður ýmislegt til gamans gert á öllum námskeiðunum.

- Námskeið 1: 9. júní – 16. júní (6 dagar) kr. 6.000
- Námskeið 2, 20. júní – 1. júlí (2 vikur) kr. 12.000
- Námskeið 3, 4. júlí – 15. júlí (2 vikur) kr. 12.000
- Námskeið 4, 18. júlí – 29. júlí (2 vikur) kr. 12.000

Líkt og árið 2021 verða æfingar hjá 7. flokki beint á eftir knattspyrnuskólanum eða kl. 12:00. Krakkar sem eru á leikjanámskeiði eftir hádegi hafa tíma eftir æfingu til að koma sér á leikjanámskeiðið og tíma fyrir æfingu til að borða hádegismat.

Innritun og greiðsla fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta

Sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk - Fyrir krakka fædda 2008-2011 mun Knattspyrnudeild Gróttu bjóða upp á sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk sem verða auglýst síðar.

HEIMALEIKJAKORT

Heimaleikjakort knattspyrnudeildar Gróttu eru komin í sölu. Við hvetjum alla stuðningsmenn til að næla sér í kort á kostakjörum. Handhafar heimaleikjakorta njóta forgangs á völlinn

Sala heimaleikjakorta fer fram í vefverslun grotta.is/knattspyrnudeild/heimaleikjakort

Ungmennakort 7.000 kr.
Heimaleikjakort 12.000 kr.
Stuðningsmannakort 50.000 kr.

NÆSTU HEIMALEIKIR

Meistaraflokkur karla - Lengjudeild karla
Grótta - Vestri, Vivaldivöllurinn, laugardaginn 7. maí kl. 14:00
Grótta - HK, Vivaldivöllurinn, fimmtudaginn 19. maí kl. 19:15

Meistaraflokkur kvenna - 2. deild kvenna
Grótta - ÍH, Vivaldivöllurinn, föstudagurinn 20. maí kl. 19:15
Grótta - Sindri, Vivaldivöllurinn, laugardaginn 4. júní kl. 14:00

Við hvetjum Gróttufólk nær og fjær að mæta á völlinn til að styðja okkar lið til sigurs!
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2022 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp