Copy
View this email in your browser

Fyrstu fundir nýrra sveitarstjórna

Fyrirspurnir hafa borist til sambandsins varðandi tímasetningu fyrsta fundar nýrrar sveitarstjórnar eftir kosningar.

Ný sveitarstjórn skal ekki funda fyrr en að 15 dagar eru liðnir frá kjördegi og hún skal funda eigi síðar en 15 dögum frá því tímamarki (þ.e. 15+15 dagar).

Sjá hér 12. gr. sveitarstjórnarlaga:

  • Áður en nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum hefur hún ekki umboð til töku ákvarðana um málefni sveitarstjórnarinnar eða sveitarfélagsins. 

Sveitarstjórnarfundur nýkjörinnar sveitarstjórnar sem haldinn væri fyrir þennan tíma, t.d. 10 dögum eftir kjördag, væri því marklaus enda hefur sveitarstjórn ekki tekið til starfa.

Nánar á vef sambandsins

Sveitarfélagaskólinn tekur til starfa

Sveitarfélagaskólinn er stafrænn vettvangur með námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Aðrir áhugasamir aðilar geta einnig keypt aðgang að Sveitarfélagaskólanum. Hægt er að kaupa aðgang með því að senda tölvupóst á samband@samband.is. Greitt er árgjald fyrir aðgang að skólanum.

Vonir sambandsins standa til þess að með Sveitarfélagaskólanum verði námsefnið skemmtilegt, skipulagt og aðgengilegt fyrir þátttakendur, en einnig að námskeiðin efli sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga til góðra starfa sveitarfélagi og samfélagi til heilla.

Skráning í skólann

Fjárframlag til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar

Mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög sem hyggjast auka við frístundarstarf fyrir börn og unglinga í viðkvæmri stöðu í sumar vegna áhrifa heimsfaraldurs. 

Tekin hefur verið ákvörðun um að styðja fjárhagslega við sveitarfélög í þeim tilgangi að efla frístundastarf barna í viðkvæmri stöðu. Um er að ræða framhald fyrri aðgerða þegar sambærilegur styrkur var veittur sveitarfélögum sumrin 2020 og 2021.

Nánar á vef sambandsins

Nöfn sameinaðra sveitarfélaga

Við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí sl. fækkaði sveitarfélögum um fimm, fóru úr 69 í 64.

Samhliða kosningunum var kosið um nöfn sameinaðra sveitarfélaga í Skagafirði, Húnavatnssýslu og í Þingeyjarsýslu. 

Nánar á vef sambandsins

Áhersla á innkaup sveitarfélaga í úrgangsmálum

Sambandið hefur opnað fyrir skráningar á þátttöku á fundi um innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Verkefnið kallast ,, Kaup í anda hringrásarhagkerfis – innkaup í úrgangstjórnun sveitarfélaga“.

Verkefnið er hluti af átakinu Samtaka um hringrásarhagkerfi. Fundurinn er fjarfundur sem fer fram þann 31. maí nk. 9:00-12:00 og er skráningarfrestur til og með 27. maí nk. Undanfarnar vikur hefur verkefnið Samtaka um hringrásarhagkerfi gert víðreist um landið og hitt fyrir sveitarstjórnarfólk og lykilstarfsmenn í úrgangsmálum. Fundurinn er ætlaður bæði kjörnum fulltrúum og lykilstarfsfólki í fjár- og innkaupamálum og úrgangsstjórnun sveitarfélaga.

Nánar á vef sambandsins

Opið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna

Samband íslenskra sveitarfélaga minnir á að tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022 þurfa að berast fyrir 1. júní nk.

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 16. tbl. 11. maí 2022
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2022, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.

Skömmu‘ áður en vindurinn sofnar uppi á hæðunum,
eins og morgundöggin sprettur svitinn fram.
Andartaki áður en nýr dagur kemur með póstinum
ákveður sólin að hylja sinn harm.

-Bubbi Morthens: Blindsker
 
   






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland