Copy
7. tbl. 30. maí 2022

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns á morgun

Hagur stjórnsýslunnar og réttindi borgaranna

Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram á morgun þriðjudaginn 31. maí nk. á Icelandair hótel Reykjavík Natura frá 8:30 til 12:00.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Hagur stjórnsýslunnar og réttindi borgaranna sem er bein tilvísun í 1. gr. laga um opinber skjalasöfn. Flutt verða fjögur erindi um skráningu mála, afhendingarskyldu einkaaðila, aðgang að gögnum og eftirlit Þjóðskjalasafns.

Skráning á ráðstefnuna er í fullum gangi og má finna upplýsingar um dagskrá og skráningu hér. Ráðstefnan verður einnig send út í streymi og þarf að taka það sérstaklega fram í skráningu ef óskað er eftir að fylgjast með ráðstefnunni yfir vefinn.

Spurt og svarað:

Hvenær á að skrá mál og málsgögn?

Skráning upplýsinga um mál sem koma til meðferðar hjá afhendingarskyldum aðilum og skipuleg varðveisla þeirra er forsenda þess að hægt sé að finna upplýsingar þegar á þarf að halda. Skráning upplýsinga og varðveisla er jafnframt forsenda þess að upplýsingaréttur almennings sé virkur. Afhendingarskyldum aðilum er skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg skv. 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Reglur nr. 85/2018 kveða á um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila.

Mál og málsgögn eru skráð í málaskrá. Málaskrá tryggir að skjöl finnist þegar á þeim þarf að halda og gefur yfirlit yfir hvaða málsgögn hafa borist, verið send eða orðið til í málsmeðferðinni. Lykilatriði er að skrá upplýsingar í málaskrá um leið og málsgagn berst afhendingarskyldum aðila, þegar það er sent eða verður til í málsmeðferð og það varðveitt á kerfisbundinn hátt. Séu mál og málsgögn ekki skráð strax tapast sá stjórnunar- og eftirlitsmöguleiki sem málaskráin á að veita. Það væri jafnframt í andstöðu við markmið laga um upplýsingarétt almennings, enda gæti þá afhendingarskyldur aðili hvorki haft yfirlit yfir né veitt upplýsingar um mál og málsgögn sem eru eða hafa verið í meðferð hjá viðkomandi aðila þar sem upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi.
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2022 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.






This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · 162 Laugavegur · Reykjavík 105 Reykjavik · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp