Copy
View this email in your browser

Starfskjör sveitarstjórnarfólks könnuð

Annað hvert ár kannar hag- og upplýsingasvið sambandsins starfskjör sveitarstjórnarfólks. Nú liggja fyrir niðurstöður um kjörin eins og þau voru á árinu 2021 og má finna hér. Upplýsinganna var aflað með rafrænum spurningalista sem 56 sveitarfélög af 69 svöruðu.

Í skýrslunni kemur fram að mánaðarlaun framkvæmdastjóra sveitarfélaga og greiðslur til kjörinna fulltrúa eru mishá. Fara þau einkum eftir stærð og umfangi sveitarfélaga og því er umfjöllun um starfskjör í skýrslunni skipt eftir stærð sveitarfélaga.

Nánar á vef sambandsins

Sambandið styður breytingar á sveitarstjórnarlögum um framkvæmd íbúakosninga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp innviðaráðherra um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Í umsögninni er mælt með því að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi löggjafarþingi.

Sambandið er sammála því að ákvörðun sveitarstjórnar um að kjósa samstarfsnefnd um undirbúning sameiningar sveitarfélaga er mikilvæg og rétt sé að hún komi tvisvar til umfjöllunar sveitarstjórna. Reynsla af undirbúningi sameiningarkosninga á þessu kjörtímabili gefur jafnframt tilefni til að styðja tillögu um að stytta frest til kynningar á tillögu um sameiningu sveitarfélaga og að fækka umræðu um slíka tillögu úr tveimur í eina.

Nánar á vef sambandsins

Skyldur sveitarfélaga í jafnréttismálum samkvæmt lögum

Jafnréttisstofa vekur athygli sveitarstjórna á ákvæði laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem lúta að skyldum sveitarfélag auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.

Nánar á vef sambandsins

Breytingar á barnaverndarlögum koma til framkvæmda 1. janúar 2023

Miklar breytingar á barnaverndarlögum, sem varða barnaverndarþjónustur og umdæmisráð barnaverndar og voru samþykktar á Alþingi síðasta sumar, koma til framkvæmda um næstu áramót.

Á sama tíma verða barnaverndarnefndir lagðar niður.

Nánar á vef sambandsins

Stóraukin hætta á gróðureldum á Íslandi

Á síðustu árum hefur hættan á gróðureldum aukist talsvert hér á landi vegna vaxandi gróðursældar og breytinga á veðurfari. Ætla má samkvæmt tölfræði HMS að gróðureldar séu orðnir stór áhættuþáttur í náttúrunni hér á landi, enda geta þeir valdið miklu eigna- og manntjóni og kunna að skaða mikilvæga innviði.

Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 19. tbl. 2. júní 2022
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2022, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
Meðan rós á grundu grær,
glóir blóm á engi,
meðan himins blíður blær
bærir hörpustrengi,
meðan lóan flogið fær
fram um grösugt engi,
ég skal alltaf muna, mær!
Muna þig svo lengi.
.
Benedikt Gröndal: Meðan rós á grundu grær
 
   






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland