Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - JÚLÍ

VERBÚÐARBALLIÐ |  FORSÖLU LÝKUR 31. JÚLÍ

Grótta heldur alvöru sveitaball sem heitir VERBÚÐARBALL 10. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Verbúðarbandið ásamt Stebba Hilmars og Selmu Björns gerir allt vitlaust en í verbúðarbandinu er valinn maður í hverju rúmi undir stjórn Vignis Snæs (hljómsveitarstjóra).

Það er óhætt að segja að það er hiti fyrir ballinu því það eru yfir 350 miðar seldir.

Verbúðarbandið er skipað af:
  • Vignir Snær Vigfússon hljómsveitarstjóri og gítarleikari.
  • Þorbjörn ‘Tobbi’ Sigurðsson bassaleikari.
  • Andri Guðmundsson hljómborðsleikari
  • Þorvaldur ‘Doddi’ Þorvaldsson trommari.
Risastór leynigestur verður kynntur þegar nær dregur balli. 

Forsalan fer fram á tix.is og kostar miðinn 4.990 kr í forsölu. 

Almennt verð frá 1. ágúst verður 5.990kr. Ekki missa af stærsta balli ársins!
 

HANDBOLTASKÓLI GRÓTTU

Líkt og undanfarin ár verður handboltaskóli Gróttu á sínum stað. Skólinn er haldinn dagana 2. – 19.ágúst og hægt er að skrá iðkendur á einstakar vikur. Skólinn verður frá kl. 09:00-12:00 en boðið er upp á ókeypis gæslu frá kl. 08:00 og til kl. 13:00.

Handboltaskólinn er fyrir krakka fædd árið 2016 – 2011 og verður vel tekið á móti öllum byrjendum. Þátttakendum verður skipt upp eftir aldri.
Undanfarin ár hefur Handboltaskólinn verið vel sóttir enda markar hann upphaf handboltatímabilsins.

Skólastjóri skólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari en auk hans koma þjálfarar deildarinnar og aðstoðarfólk að þjálfun krakkanna.

Tímabil / verð:
  • Vika 1 (2. – 5.ágúst) – 5.500 kr
  • Vika 2 (8. – 12.ágúst) – 7.000 kr
  • Vika 3 (15 – 19.ágúst) – 7.000 kr
  • Allar vikurnar (2. – 19.ágúst) – 18.000 kr
Skráning í handboltaskóla Gróttu fer fram í gegnum vefverslun Sportabler á sportabler.com/shop/grotta/handbolti
 

AFREKSSKÓLI GRÓTTU

Afreksskólinn er fyrir krakka fædda árið 2007 – 2010 eða þá iðkendur sem munu verða í 5. og 4.flokki á næsta tímabili.

Afreksskólinn er frá kl. 12:30-14:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og fer fram Íþróttahúsi Gróttu.

Líkt og undanfarin ár starfa frábærir þjálfarar við skólann. Í Afreksskólanum er farið dýpra í handboltafræðin en í Handboltaskóla Gróttu.

Skráning í afreksskóla Gróttu fer fram í gegnum vefverslun Sportabler á sportabler.com/shop/grotta/handbolti
 

Sumarnámskeið Gróttu og Seltjarnarnesbæjar

Sumarnámskeið Gróttu og Seltjarnarnesbæjar eru í fullum gangi fram að skólabyrjun. Spennandi framboð af námskeiðum í ágúst, meðal annars:  
  • Leikjanámskeið: Námskeið 4 (8-19 ágúst)  
  • Ævintýranámskeið: Námskeið 4 (8-19 ágúst) 
  • Fimleika- og leikjaskóli: Vika 6 (2-5 ágúst), vika 7 (8-12 ágúst) og vika 8 (15-19 ágúst) 
  • Handbolta- og afreksskóli (sjá að ofan) 
Nú er bara að skrá börnin og fer skráning ásamt greiðsluferli fram í gegnum vefverslun Sportabler á sportabler.com/shop/grotta
 
Nánari upplýsingar um framboð, dagsetningar á námskeiðum og annað má nálgast á vef Gróttu á grotta.is/sumar-2022 eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is 
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2022 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp