Copy
View this email in your browser

Tvær í framboði til formanns

Frestur til að bjóða sig fram til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 15. júlí sl. og hafa tveir einstaklingar boðið sig fram en það eru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Fráfarandi formaður, Aldís Hafsteinsdóttir, hefur gefið út að hún muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þar sem hún hefur tekið við starfi sveitarstjóra í Hrunamannahreppi og mun hún jafnframt hafa þar búsetu. Aldís er því ekki kjörgeng til formennsku skv. samþykktum sambandsins.

Alls hafa 152 landsþingsfulltrúa atkvæðisrétt í formannskosningunni sem mun hefjast 15. ágúst og standa í tvær vikur.

Nánar um landsþingið og formannskjörið

Starfshópur um nýtingu vindorku

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu vindorku, þ.á.m. um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum.

Hilmar Gunnlaugsson, hrl., er formaður starfshópsins, en auk hans eru Björt Ólafsdóttir, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður skipuð í hópinn. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023.

Nánar á vef sambandsins

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar komin út

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2022 var kynnt um miðjan júlí. Helgi Aðalsteinsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, á sæti í nefndinni fyrir hönd sambandsins.

Kjaratölfræðinefnd er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um tölfræði vegna kjarasamningsgerðar og er m.a. ætlað að stuðla að því að aðilar hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga.

Nánar á vef sambandsins

Rammasamningur um húsnæðisuppbyggingu

12. júlí, var undirritaður rammasamningur um húsnæðisáætlun til tíu ára. Aðilar að samningnum eru innviðaráðuneyti, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Í rammasamningnum kemur fram áætlun á landsvísu um byggingu 4.000 íbúða árlega á næstu fimm árum og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár eftir það til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Innviðaráðherra kynnti efni samkomulagsins fyrir fjölmiðlum.

Nánar á vef sambandsins

Sérfræðingur í stafrænni umbreytingu

Í boði er áhugavert starf sérfræðings í stafrænu umbreytingarteymi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk.

Sérfræðingurinn mun vinna að tæknilegri framtíðarsýn fyrir sveitarfélög og að því að efla notendavæna stafræna þjónustu þeirra. Viðkomandi þarf að hafa skýra sýn á þau tækifæri sem stafræn umbreyting felur í sér, búa yfir frumkvæði og krafti til að hrinda breytingum í framkvæmd, hafa hæfni í samskiptum og samvinnu, getu til að taka ákvarðanir, breiða reynslu og þekkingu, auk þess metnað til að ná árangri í þágu sveitarfélaganna, íbúa þeirra og samfélagsins alls.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 24. tbl. 4. ágúst 2022
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2022, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
Hvar ljóma skýin með himinfegri sjón?
Er heiðríkjan annar staðar meiri en um Frón?
Og hvar segja bárurnar betur því frá
sem bar við um heiminn og gleymast ei má?

Hvar þylja fossarnir fegurri ljóð?
Og hvar sveifla norðurljósin bjartari glóð
en þar sem Saga hjá Sigföður skín
og syngur í gullskálum aldanna vín?

Hvar er fegra grasið á grænkandi reit?
Og hvar stígur gufan úr jörðunni heit
megnar og tignar en Geysis í glaum,
glampandi kristall af undirheims draum?

Benedikt Gröndal: Ísland

 
   






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland