Copy
FRÉTTABRÉF HANDKNATTLEIKSDEILDAR GRÓTTU

HANDBOLTASKÓLI GRÓTTU

Líkt og undanfarin ár verður Handboltaskóli Gróttu haldinn í ágúst. Þar gefst iðkendum tækifæri á frábærri undirstöðukennslu í handbolta áður en vetrarstarf Gróttu fer af stað samhliða grunnskólanum.

Skólinn er fyrir krakka f. 2010-2015 og fer skráningin fram í gegnum Sportabler á sportabler.com/shop/grotta.

Skólastjóri skólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari Gróttu á en auk hans koma okkar færu yngri flokkaþjálfarar að kennslunni. 

Allar nánari upplýsingar er hægt  að nálgast á heimasíðu Gróttu á eða í gegnum netfangið gullijons@grotta.is

AFREKSSKÓLI GRÓTTU

Samhliða Handboltaskóla Gróttu verður Afreksskóli Gróttu í handbolta haldinn í ágúst. Um er að ræða sumarnámskeið sem er sérsniðið fyrir krakka f. 2006-2009 og verða í 5. og 4.flokki næsta vetur.

Skólastjóri skólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari Gróttuen auk hans koma okkar færu þjálfarar að kennslunni. Skólinn er starfræktur á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 12:30-14:00 í Hertz-höllinni.

Hægt er að skrá sig á einstakar vikur eða allt námskeiðið. Skráningin fer fram í gegnum Sportabler á sportabler.com/shop/grotta.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Gróttu eða í gegnum netfangið gullijons@grotta.is

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen

Helgina 12. - 13. júní síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ og Alvogen í var það í 26. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru fjórir leikmenn valdir frá hverju félagi. Æfingarnar voru fjórar talsins og fóru fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Frá Gróttu voru valin:
  • Arnfríður Auður Arnarsdóttir
  • Auður Freyja Árnadóttir
  • Kristín Fríða Sc. Thorsteinsson
  • Sara Kristjánsdóttir
  • Fannar Hrafn Hjartarson
  • Patrekur Ingi Þorsteinsson
  • Arnar Magnús Andrason
  • Kolbeinn Thors
Grótta óskar þessum átta leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjórar Handboltaskóla HSÍ og Alvogen voru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.

Fulltrúar Gróttu í U15 ára landslið

Í júní-mánuði var valið í U15 ára landslið og voru átta flottir fulltrúar úr Gróttu/KR þeim hópi.

Í U15 ára landsliði karla voru þeir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Hannes Pétur Hauksson og Hrafn Ingi Jóhannsson. Þessir strákar voru hluti af sterkum 4.flokki félagsins sem komst alla leið í undanúrslit Íslandsmótsins á dögunum.

Í U15 ára landsliði kvenna voru Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir og Margrét Lára Jónasdóttir valdar. Sannarlega frábær viðurkenning fyrir þessa öflugu leikmenn. Þær voru hluti af öflugum 5.flokki félagsins sem Davíð Örn Hlöðversson þjálfaði í vetur. Stelpurnar enduðu í 5.sæti í Íslandsmótinu sem er frábær árangur.

Við óskum krökkunum okkar til hamingju með landsliðsvalið og velfarnaðar næstu misseri.

LOKAHÓF MEISTARAFLOKKA GRÓTTU

Lokahóf meistaraflokka Gróttu fór fram í lok maí í hátíðarsal Gróttu. Að venju voru þeir leikmenn sem sköruðu fram úr verðlaunaðir.
Þeir leikmenn sem hlutu verðlaun voru:

Meistaraflokkur karla
  • Efnilegasti leikmaður - Daníel Örn Griffin
  • Mikilvægasti leikmaður - Stefán Huldar Stefánsson
  • Besti leikmaður - Birgir Steinn Jónsson
Meistaraflokkur kvenna
  • Efnilegasti leikmaður - Katrín Anna Ásmundsdóttir
  • Mikilvægasti leikmaður - Soffía Steingrímsdóttir
  • Besti leikmaður - Katrín Helga Sigurbergsdóttir
50 leikjaklúbbur Gróttu
  • Ágúst Emil Grétarsson
  • Jóhann Reynir Gunnlaugsson
  • Rut Bernódusdóttir
100 leikjaklúbbur Gróttu
  • Hannes Grimm
Myndir frá lokahófi handknattleiksdeildar er að finna á grotta.is/almennt/verdlaunahafar-a-lokahofi

Við óskum þessum leikmönnum hjartanlega til hamingju og hlökkum til að sjá liðin aftur í haust í Olísdeildinni og Grill 66-deildinni.

U17 og U19 ára landslið kvenna

Fyrir sumarið var valið í U17 og U19 ára landslið kvenna í handbolta. Tvær Gróttustelpur voru valdar í þessa hópa; þær Katrín Anna Ásmundsdóttir í U17 ára landsliðið og Katrín Helga Sigurbergsdóttir í U19 ára landsliðið.

Bæði liðin taka þátt í stórum verkefnum landsliðanna í sumar. U17 ára landsliðið tekur þátt í B-keppni Evrópumótsins í Litháen í byrjun ágúst og U19 ára landsliðið var að ljúka B-keppni Evrópumótsins í Skopje í Norður Makedóníu. Þar endaði liðið í 5.sæti eftir æsispennandi keppni.

Við óskum Katrínu Önnu og Katrínu Helgu hjartanlega til hamingju með valið í unglingalandslið Íslands. Áfram Grótta og áfram Ísland !
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2021 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp