Copy
Rannís óskar eftir tilnefningum til vísindamiðlunarverðlauna.

Rannís óskar eftir tilnefningum til vísindamiðlunarverðlauna

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt  24. september í streymi á Nauthól 15:00-17:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir viðurkenninguna.

Tilnefningar skal senda í tölvupósti til Rannís á netfangið visindavaka@rannis.is fyrir 21. september nk. Tilnefningu skal fylgja haldgóður rökstuðningur og dæmi um vel heppnaða vísindamiðlun yfir síðastliðið/n ár. 

Viðurkenning fyrir vísindamiðlun er veitt einstaklingi, stofnun, fyrirtæki, samtökum eða verkefni, sem þykir hafa staðið ötullega að þvi að miðla vísindum og fræðum til almennings á lifandi og áhugaverðan hátt.

Skal vísindamiðlunin hafa stuðlað að bættum skilningi almennings, barna, ungmenna og fullorðinna, á vísindum og fræðum og á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Einnig skal vísindamiðlunin hafa vakið athygli á starfi vísindafólks og á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í íslensku samfélagi.
Hér má finna upplýsingar um fyrri handhafa viðurkenningarinnar

Vísindasmiðjan hlaut viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun á Vísindavöku 2019.
Á myndinni má sjá Jón Atla Benediktsson og Guðrúnu Bachmann, ásamt Ara Ólafssyni sem kom Vísindasmiðjunni upphaflega á fót, ásamt nokkrum hressum starfsmönnum Vísindasmiðjunnar. Lengst til hægri er Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís, sem afhenti Vísindasmiðjunni viðurkenninguna.

Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í september undir heitinu Researchers' Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undiráætlun Horizon 2020 .

Öll réttindi áskilin Â© 2021 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp