Copy
Fréttabréf Landskrifstofu Erasmus+
September 2021
Tækifærin hefjast hér!
Félagasamtökin Hugarafl fengu Erasmus+ styrk fyrir samstarfsverkefni. Markmiðið var að efla samtökin, mæta þörfum ungs fólks og bæta fræðslu um geðheilbrigði. Samstarfsaðilarnir bjuggu til námsskrá og borðspil sem er ætlað að bæta getu og hæfni ungmenna til að takast á við áskoranir.  

Ert þú líka með góða hugmynd að samstarfsverkefni? Næsti umsóknarfrestur er 3. nóvember nk.
Nánar

Opið er fyrir umsóknir um Evrópumerkið

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningar­málaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er 4. október nk.
 
Nánar

Minnum á umsóknarfrest
5. október!

Umsóknarfresturinn er í æskulýðshluta Erasmus+ og einnig í European Solidarity Corps.
 
Nánar

Taktu þátt í Erasmus dögum 14. - 16. október 

Við viljum hvetja skóla, sveitarfélög, stofnanir, frístundamiðstöðvar og alla sem hafa tekið þátt í Erasmus+ að nýta þessa daga til að koma á framfæri verkefnunum sínum og ávinningnum af þeim. 
Nánar

Velkomin á vefstofur í næstu viku

Miðvikudaginn 22. september nk. eru tvær vefstofur á dagskrá, annars vegar um Erasmus+ aðild og hinsvegar um umsóknir í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Nánar

Einfölduð leið að alþjóðastarfi með Erasmus aðild:

Umsóknarfrestur fyrir aðild er 19. október kl.10.
Nánar

Horfum fram á veginn!

Fyrr í sumar úthlutaði Landskrifstofa styrkjum úr Erasmus+ og European Solidarity Corps eftir fyrsta umsóknarfrest ársins. Þetta var jafnframt fyrsta úthlutun nýs tímabils í báðum áætlunum, sem nær yfir 2021-2027.
Nánar
Vefsíða Vefsíða
YouTube YouTube
Menntun Menntun
Æskulýðsstarf Æskulýðsstarf
Höfundarréttur © 2021 Rannís, Allur réttur áskilinn.



Heimilisfang:
Rannís
Borgartún 30
105 Reykjavík

Viltu breyta skráningunni?
Þú getur uppfært skráninguna eða skráð þig af póstlistanum.