Copy
13. tbl. 5. nóvember 2021

Úttekt á skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum eftirlitskönnunar safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla sem var gerð í byrjun ársins. Þjóðskjalasafn og Biskupsstofa fyrir hönd þjóðkirkjunnar hafa átt í samstarfi undanfarin misseri í þeim tilgangi að efla skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og var eftirlitskönnunin liður í þessu samstarfi.
 
Helstu niðurstöður eftirlitskönnunarinnar er að 70% prestakalla skrá ekki niður erindi sem þeim berast, varðveisla tölvupósts er ábótavant og átaks er þörf í vörslu rafrænna gagna en ekkert prestakall hefur tilkynnt notkun á rafrænu gagnasafni til Þjóðskjalasafns eins og reglur kveða á um. Þá eru um 85 hillumetrar af pappírsskjölum sem eru 30 ára og eldri og eru því komnir á afhendingartíma til safnsins. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að prestaköll telja að skortur sé á leiðbeiningum og þörf sé á frekari ráðgjöf um skjalavörslu og skjalastjórn.
 
Niðurstöður eftirlitskönnunarinnar verða notaðar til grundvallar í samantekt sérstakra og handhægra leiðbeininga um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla með það að markmiði að miðla betur upplýsingum um hvernig haga beri skjalahaldi og hvernig afhenda eigi skjöl til varðveislu á Þjóðskjalasafn. Að auki mun Þjóðskjalasafn í samstarfi við Biskupsstofu nýta skýrsluna til að skipuleggja frekari fræðslu til starfsfólks kirkjunnar t.d. með reglulegum námskeiðum og fræðsluerindum.
 
Skýrsluna má finna hér: Skjalavarsla og skjalastjórn prestakalla. Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands 2021.

(Vor)ráðstefna Þjóðskjalasafns eftir viku

Stafræn umbreyting stjórnsýslunnar. Staða og framtíð

(Vor)ráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin á Icelandair hótel Reykjavík Natura föstudaginn 12. nóvember nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er Stafræn umbreyting stjórnsýslunnar. Staða og framtíð. Flutt verða fjögur erindi af fulltrúum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Tryggingastofnun ríkisins auk Þjóðskjalasafns Íslands.
 
Skráning á ráðstefnuna er í fullum gangi og má finna upplýsingar um dagskrá og skráningu hér. Ráðstefnan verður einnig send út í streymi og þarf að taka það sérstaklega fram í skráningu ef óskað er eftir að fylgjast með ráðstefnunni yfir vefinn.

Hugtakið: Skjalamyndari

Skjalamyndari er hver sá aðili er myndar sitt eigið skjalasafn. Skjalamyndari getur því verið einstaklingur, fyrirtæki, félag, samtök eða opinber aðili.

Minnt er á námskeið Þjóðskjalasafns Íslands varðandi skjalavörslu og skjalastjórn haustið 2021


16. nóvember kl. 10-11
Hvað á að gera við tölvupóstinn? Um varðveislu og eyðingu á tölvupósti

30. nóvember kl. 10-11
Tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum.

7. desember kl. 10-11
Er röð og regla á málasafninu? Um gerð málalykla.


Hægt er að kynna sér námskeiðin nánar og skrá sig með því að smella hér
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2020 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.






This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · 162 Laugavegur · Reykjavík 105 Reykjavik · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp