Copy
View this email in your browser

Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á Íslandi

Sambandið vill vekja athygli á nýútkominni skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi.

Kjörnir fulltrúar gefa kost á sér til starfa í íslenskum sveitarstjórnum til að láta gott af sér leiða og upplifa árangur af störfum sínum. Á hinn bóginn vinna þeir talsvert meira heldur en fulltrúar í sveitarstjórnum annars staðar á Norðurlöndum eða að meðaltali 50 klst. á mánuði. 

Nánar á vef sambandsins

Stafrænt samvinnuverkefni í loftið

Umsókn um fjárhagsaðstoð er fyrsta samvinnuverkefni sveitarfélaga í stafrænni þróun inn á Ísland.is, þar sem tæknilegir innviðir Ísland.is eru nýttir. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er lögbundið verkefni og tóku sveitarfélögin ákvörðun um að vinna sameiginlega að þróun sjálfsafgreiðslulausnarinnar.

Lausnin felur í sér mikinn verksparnað fyrir umsækjanda og starfsfólk. Hún byggir í grunninn á hliðstæðri lausn Reykjavíkurborgar sem tekin var í notkun árið 2019 og hefur hlotið mikið lof og viðurkenningu.

Nánar á vef stafrænna sveitarfélaga

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2021-2070 á sveitarfélagagrunni

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2021-2070 á sveitarfélagagrunni hefur verið gefin út.

Um er að ræða niðurbrot mannfjöldaspár Hagstofu Íslands á sveitarfélög og er þetta í þriðja sinn sem Byggðastofnun gefur út mannfjöldaspá með þessum hætti. 

Mannfjöldaspáin er gerð með mannfjöldalíkani Byggðastofnunar sem er slembilíkan og byggir á hlutlægum aðferðum og notast eingöngu við söguleg gögn, þ.e. engar forsendur eru fyrir fram gefnar og hvergi er notast við sérfræðiálit.

Nánar á vef sambandsins

Fréttabréf helgað Úkraínu

Evrópsk hagsmunasamtök sveitarfélag hafa gefið út fréttabréf helgað Úkraínu. Fréttabréfinu er ætlað að halda evrópskum sveitarfélögum upplýstum um ástand mála í Úkraínu auk þess að fjalla um það sem evrópsk sveitarfélög geta gert til að aðstoða sveitarfélög í Úkraínu.

Meðal þess sem fjallað er um í fyrsta fréttabréfinu er tillaga framkvæmdastjórnar ESB að nýjum sjóði sem ætlað er að fjármagna aðgerðir ríkja ESB í tengslum við þann gríðarlega fjölda flóttamanna sem nú streyma yfir landamæri Úkraínu. 

Nánar á vef sambandsins

Skólaþingi lýkur á mánudag

Fimmti og síðasti hluti Skólaþings sveitarfélaga, Málstofa D: Starfsþróun sem styður við skóla framtíðar fer fram mánudaginn 21. mars kl. 09:00-10:30.

Smelltu hér til að sjá dagskrá og taka þátt í málstofunni

Nýtt efni í Kistunni

Nýlega hefur Kistan á vefsíðu Stafrænna sveitarfélaga aðeins vaxið. En í hana hafa bæst bæði leiðbeiningar við notkun á Microsoft Teams og leiðbeiningar vegna áhættugreiningar á Microsoft.

Leiðbeiningar við notkun á Microsoft Teams geta komið sér vel fyrir starfsfólk sveitarfélaga sem vill bæta við þekkingu sína á notkun hugbúnaðarins. 

Leiðbeiningar vegna áhættugreiningar á Microsoft eru til að aðstoða sveitarfélög við framkvæmd áhættumats á Microsoft 365 lausnum í sínu starfi. 

Nánar á vef Stafrænna sveitarfélaga

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum

Samband íslenskra sveitarfélaga vakti athygli á því í vikunni að frestur til að skila umsögnum um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum myndi renna út 15. mars.

Tilgangur frumvarpsins er að (1) einfalda og skýra þær reglur sem gilda um íbúakosningar sveitarfélaga, (2) rýmka og lögfesta varanlega heimildir sveitarfélaga til að halda íbúakosningar með rafrænum hætti og (3) leiðrétta ágalla sem eru á hinu lögbundna ferli sem fylgja þarf þegar kemur að sameiningu sveitarfélaga.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 11. tbl. 17. mars 2022
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2022, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.

Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.

- Fylgd (Guðmundur Böðvarsson)
 
   






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland