View this email in your browser

Fréttabréf FSÍ

11. ágúst 2020
 

Íþróttir og Covid – reglur sérsambanda um sóttvarnir

ÍSÍ sendi sérsamböndunum póst í dag þar sem fram kemur að Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld vinni nú að nýjum leiðbeiningum/tilmælum fyrir íþróttastarf í samkomubanni.

Hér má sjá lista atriða sem sóttvarnarlæknir leggur upp með í þessum tilmælum til þeirra iðkenda sem eru fæddir 2005 og fyrr.

Íþróttir með snertingu verði leyfðar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Sérsambönd ÍSÍ geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum
  • Reglurnar verði unnar í samvinnu við ÍSÍ sem leitar sérfræðiráðgjafar hjá sóttvarnalækni
  • Tveggja metra nándarregla verði virt í búningsklefum og öðrum svæðum utan keppni og æfinga skv. reglum hvers sérsambands ÍSÍ (hér er átt við öll svæði utan leikvallar)
  • Áhorfendur verði ekki leyfðir 
  • Keppnisáhöld verði sótthreinsuð milli notenda eins og kostur en samkvæmt reglum hvers sérsambands ÍSÍ
Vinna við reglur fyrir fimleika er hafin og munum við koma drögum á ÍSÍ eins fljótt og auðið er. ÍSÍ hefur boðað til fundar með sérsamböndunum í hádeginu á fimmtudag, þar sem vænta má frekari frétta.

Formanna- og framkvæmdastjórafundur FSÍ

Fyrirhugaður fundur er á mánudaginn 17. ágúst og þriðji hluti stefnumótunar FSÍ beint í framhaldinu. Beðið er eftir leiðbeiningum frá Heilbrigðisráðuneytinu með hvað tekur við eftir 13. ágúst en fram að því verður send út skoðanakönnun þar sem tekið er við ábendingum frá forsvarsmönnum félaganna er varðar þennan fund, ásamt því að dagskrá verður send út.

Eurogym

Eins og þið vitið  þá var tekin ákvörðun að fresta Eurogym um eitt ár og halda það sumarið 2021. Félögunum hefur verið sendur bæklingur um hátíðina með öllum helstu upplýsingum og skráningarferli. Hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur upplýsingarnar vel.

Hvernig getur FSÍ hjálpað þínu félagi?

Starfsmenn skrifstofu vilja þjónusta aðildarfélög eftir þörfum hvers og eins félags. Ef félaginu vantar upplýsingar, leiðsögn eða samtal um mót, þjálfun, landsliðsmál, æfingar eða fleira þá viljum við aðstoða ykkur. Ef þið hafið áhuga á slíkum fundi þá má senda tölvupóst á fsi@fimleiksamband.is til að finna tíma sem hentar. 
 
Facebook síða Fimleikasambandsins
Fimleikasamband Íslands
Instagram Fimleikasambandsins
Fimleikasamband Íslands 
Engjavegur 6 | 104 Reykjavík | Ísland 
fsi@fimleikasamband.is | www.fimleikasamband.is | s: 5144060

 Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.

Email Marketing Powered by Mailchimp