Copy
View this email in your browser

Árbók sveitarfélaga komin út

Út er komin 36. árgangur Árbókar sveitarfélaga. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga á árinu 2019.

Árbók sveitarfélaga 2020

Skólahald á tímum Covid-19

Starfsfólk fræðslustofnana er meðal framlínustarfsmanna á tímum Covid-19. Breytingar voru gerðar á reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, sem tók gildi sl. þriðjudag, 3. nóvember, þar sem m.a. var kveðið á um að nemendur fæddir 2012 og fyrr skuli bera grímur. Sambandið minnir á að við höfum birt reglugerðir og minnisblöð Almannavarna og heilbrigðisráðherra á Covid-vefsíðu okkar. Þar er einnig að finna fleiri nytsamar upplýsingar s.s. um Covid á-19 á 9 erlendum tungumálum og safn spurninga og svara um skólahald á tímum Covid-19. 

Upplýsingasíða vegna Covid-19

Hjúkrunarfræðingar samþykkja kjarasamning

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélag í atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 28.-30. október. 

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu 51 eða   94,44%  
Nei sögðu 2 eða  3,70% 
 Ég tek ekki afstöðu sögðu 1 eða  1,85% 

Viðmiðunargjaldskrá leikskóla komin út

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2020/2021.

Viðmiðunargjaldið byggir á beinum kostnaði sveitarfélaga við rekstur almennra leikskóla sveitarfélaga, ásamt sameiginlegum liðum. Meðalkostnaður á landinu við hvert leikskólapláss, m.v. átta tíma vistun með fæði, er lagður til grundvallar gjaldskránni (miðað við 11 mánuði).

Lesa meira

Rými fyrir mannlíf og samtal

Skipulags- og umhverfismatsdagurinn verður haldinn 13. nóvember 2020 kl. 09:00-16:30.

Tveir árvissir viðburðir á vegum Skipulagsstofnunar, Skipulagsdagurinn og Umhverfismatsdagurinn, verða að þessu sinni sameinaðir í einn vegna COVID-19 faraldursins. Viðburðurinn er líkt og fyrri ár haldinn í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Að þessu sinni verður viðburðurinn aðeins haldinn með rafrænum hætti og verður honum streymt á vefnum. Ekki er þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.

Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 18. tbl. 5. nóvember 2020  
Copyright ©Samband íslenskra sveitarfélaga 2020, Allur réttur áskilinn. 
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? afskrá af póstlista.

“Þegar stór tíðindi gerast eiga litlir kallar að þegja” - Steinn Steinarr






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland