Rými fyrir mannlíf og samtal
Skipulags- og umhverfismatsdagurinn verður haldinn 13. nóvember 2020 kl. 09:00-16:30.
Tveir árvissir viðburðir á vegum Skipulagsstofnunar, Skipulagsdagurinn og Umhverfismatsdagurinn, verða að þessu sinni sameinaðir í einn vegna COVID-19 faraldursins. Viðburðurinn er líkt og fyrri ár haldinn í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Að þessu sinni verður viðburðurinn aðeins haldinn með rafrænum hætti og verður honum streymt á vefnum. Ekki er þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.
|