Copy
Opið fyrir umsóknir í Nordjobb 2021
Nú er opið fyrir umsóknir í Nordjobb á nýju tímabili. Nordjobb er frábært tækifæri fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 ára sem hafa áhuga á að vinna erlendis í sumar. Ýmis störf eru í boði, t.d. í garðyrkju, heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu, veitingageiranum og skrifstofustörf.

Markmið Nordjobb er að auka hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum og þekkingu á tungumálum og menningu Norðurlandanna. Frá 1985 hefur Nordjobb veitt um það bil 25.000 ungmennum á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að upplifa norrænt land yfir sumarmánuðina. Með því að taka þátt í Nordjobb leggja bæði þátttakendur og vinnuveitendur sitt af mörkum til að auka hreyfanleika yfir landamæri Norðurlandanna.

Við vekjum athygli á því að íslenskir umsækjendur mega nú nota ensku í Nordjobb umsókninni. Við hvetjum alla til að nota skandinavísk tungumál en markmið Nordjobb er að hvetja sem flesta til að taka þátt í norrænni samvinnu, þess vegna bjóðum við nú einnig upp á möguleikann að skrifa umsókn á ensku. Í staðinn leggjum við aukna áherslu á að bjóða upp á öfluga tungumálakennslu fyrir Nordjobbara og að efla þátttöku ungmenna í norrænu samstarfi.

Nú þegar hafa nokkur störf verið auglýst á heimasíðu Nordjobb:
Laus störf í hótelmóttöku í Geiranger í Noregi
Laust starf á kaffihúsi í Skjervøya í Noregi
Sumarstörf í aðhlynningu í Borås í Svíþjóð
Sumarstörf í heimahjúkrun í Stokkhólmi í Svíþjóð

Sjáðu öll laus störf hér

Vinnuveitendur sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta kynnt sér þjónustu Nordjobb hér.

Áhugasamir geta haft samband við Hannes, verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi (island@nordjobb.org / 680 7477). Hann svarar öllum spurningum og aðstoðar einnig við að skrifa umsóknir.
Smelltu hér til að sækja um Nordjobb
Enn opið fyrir umsóknir um lýðháskólastyrk
Við minnum á að enn er opið fyrir umsóknir um lýðháskólastyrk fyrir vorönn 2021. Umsóknarfrestur er til 15. janúar.

Norræna félagið úthlutar á hverju ári styrkjum til íslenskra ungmenna sem stunda nám í lýðháskólum á Norðurlöndunum. Við hvetjum alla til að kynna sér styrkinn og sækja um. Bendum á að umsóknarferlið er komið á rafrænt form, allar upplýsingar eru að finna hér.
Sæktu um styrk vegna náms í lýðháskóla hér
Finnland stýrir Norrænu ráðherranefndinni í ár
Finnland hefur tekið við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og mun sinna verkefninu árið 2021. Í formennskuáætlun Finnlands er áhersla lögð á framtíðarsýn norræns samstarfs, sem er að Norðurlöndin verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims. Í áætlun ársins 2021 eru settar fram leiðbeiningar um virkt samstarf til þess að skapa grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbærari Norðurlönd.

Norræna félagið hlakkar til að taka þátt í eflingu norræns samstarfs á nýju ári. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að kynna þér formennskuáætlun Finnlands nánar.
Formennskuáætlunin á norden.org
Kristina Háfoss nýr framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs
Kristina Háfoss frá Færeyjum hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Var það ákveðið á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs 14. desember síðastliðinn. Kristina er þingmaður fyrir Þjóðveldisflokkinn á færeyska lögþinginu og var fjármálaráðherra Færeyja 2015-2019.
Lestu meira um Kristina Háfoss hér
Áfram frítt í UNF
Á þessu ári verður áfram frítt fyrir ungmenni innan þrítugs að skrá sig í ungmennadeild Norræna félagsins. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á norrænu samstarfi til að skrá sig. Hægt er að fylgjast með starfsemi UNF á Facebook síðu deildarinnar. Áhugasamir geta einnig haft samband á unf@norden.is.
Smelltu hér til að skrá þig í UNF
Opið fyrir umsóknir í Nordplus styrktaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar til 1. febrúar
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2021. Norrænar stofnanir og félög sem vinna að verkefnum tengdum menntun eða þjálfun geta sótt um. Á tímabilinu 2021-2022 verður aukin áhersla lögð á græna framtíð. Áhugasamir geta kynnt sér Nordplus verkefnið og umsóknarferlið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Upplýsingar um Nordplus 2021
Facebook síða Norræna félagsins
Við bendum áskrifendum fréttabréfsins á að fylgjast einnig með Norræna félaginu á Facebook. Á Facebook deilum við reglulega fréttum af verkefnum sem starfsmenn félagsins vinna að. Auk þess fjöllum við um áhugaverða viðburði og deilum fréttum sem eru á döfinni í norrænni samvinnu. Takið þátt í að efla norræna samvinnu með því að fylgja Facebook síðu Norræna félagsins.
Facebook síða Norræna félagsins
Facebook
Website
Email
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland