Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - APRÍL

ÞJÁLFARAFRÆÐSLA UM SAMSKIPTI VIÐ FORELDRA

Grótta hélt námskeið fyrir þjálfara félagsins 23. mars síðastliðinn um samskipti við foreldra. Sálfræðingurinn Hrund Þrándardóttir hélt námskeiðið sem tókst afar vel, það var góð mæting hjá þjálfurum sem gerðu góðan róm af námskeiðinu. 

Samvinna þjálfara og foreldra hefur mikilvæg áhrif m.a. á mætingu barna, þátttöku, líðan og  þrautseigju. Í fræðslunni var áhersla lögð á hvað þjálfarar geta gert til að byggja upp góð samskipti og gagnlega samvinnu við foreldra og hvernig hægt er að bregðast við erfiðum aðstæðum.  

Áhersla var á virkni þjálfara á meðan fræðslu stendur til að þeir geti mátað efnið í sína vinnu og nýtt það eins og hægt er. 

AÐALFUNDUR GRÓTTU 29. APRÍL NÆSTKOMANDI

Aðalfundur aðalstjórnar og deilda félagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 29. apríl 2021. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:00 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:00.

Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar. Verði samkomutakmarkanir með þeim hætti að ómögulegt sé að bjóða til aðalfundar í okkar húsakynnum mun aðalfundurinn fara fram rafrænt.

HANDBOLTINN MEÐ FJÁRÖFLUN – KJÖTKOMPANÍ MATARPAKKAR

Kjötkompaní er einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Gróttu og nú höfum við sett af stað aðra fjáröflun í samstarfi við Kjötkompaníið. Frábærir matarpakkar frá þeim eru komnir í vefverslun Gróttu 
grotta.is/kjotkompani og stendur fjáröflunin frá 7. apríl og til 24. apríl


Matarpakkarnir verða afhentar í HERTZ höllinni (íþróttahúsi Seltjarnarness) og fer það fram fyrstu vikuna í maí. Nánari upplýsingar verða sendar í gegnum tölvupóst til kaupenda.

COVID STYRKUR

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna hérHægt er að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021 (á morgun, fimmtudag)

DÓSAGÁMUR GRÓTTU

Við minnum á dósagámana sem eru við inngang íþróttamiðstöðvarinnar okkar. Við erum í frábæru samstarfi með skátunum þar sem við deilum hagnaði af innkomunni og nýtum fjármagnið í öflugt barna- og unglingastarf.
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2021 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp