Copy
View this email in your browser

Alþjóðahugverkadagurinn 2021

Þann 26. apríl verður haldið upp á alþjóðahugverkadaginn um heim allan. Í ár verður sérstaklega horft til þess mikilvæga hlutverks sem lítil og meðalstór fyrirtæki spila í samfélaginu og hvernig þau geta notað hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað litlum og meðalstórum fyrirtækjum að byggja upp sterkari, samkeppnishæfari og þrautseigari fyrirtæki.
Nánari upplýsingar er að finna hér

Enn fjölgar vörumerkjaumsóknum íslenskra aðila

Vörumerkjaumsóknum íslenska aðila fjölgaði um 34% fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við sama tímabil árið 2020. Alls fjölgaði umsóknum um 7% milli ára. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði Hugverkastofunnar. Lesa frétt

Hugverkastofan og Kontor tilnefnd til Lúðursins

Hugverkastofan og auglýsingastofan Kontor Reykjavík voru tilnefnd til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna 2021. Tilnefninguna hlutu Hugverkastofan og Kontor fyrir „Það hefst með góðri hugmynd“ í flokknum „Bein markaðssetning“
Lesa frétt

EPO og EUIPO: Ný skýrsla sýnir fram á efnahagslegan ávinning fyrirtækja í verndun hugverka

Fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann og borga 19% hærri laun en fyrirtæki sem gera það ekki.
Lesa frétt

EPO: Eftirspurn eftir evrópskum einkaleyfum árið 2020 knúin áfram af nýsköpun í heilbrigðistækni

Samkvæmt nýrri tölfræði Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) stóð fjöldi evrópskra einkaleyfaumsókna sem lagðar voru inn hjá stofnuninni árið 2020 næstum í stað þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þökk sé miklum fjölda umsókna á sviði heilbrigðistækni.
Lesa frétt

WIPO: Alþjóðlegum einkaleyfaumsóknum fjölgar þrátt fyrir COVID-19

Alþjóðlegum PCT einkaleyfaumsóknum sem lagðar voru inn hjá Alþjóðahugverkastofunni (WIPO) fjölgaði árið 2020 þrátt fyrir slæmt efnahagsástand í kjölfar COVID-19 faraldursins. Lesa frétt

Breyting á túlkun svart/hvítra merkja frá 1. apríl 2021

Með nýju ákvæði um umsóknir og skráningu vörumerkja sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn var innleitt það nýmæli að verndarumfang merkis sem sótt er um og það skráð í svart/hvítu eða grátóna lit afmarkast af þeim litum sem fram koma í umsókn.
Lesa frétt

Sandra Theódóra Árnadóttir
Lögfræðingur

Kynjabil í hugverkaiðnaði er tap okkar allra


Töluvert hefur hallað á hlut kvenna sem uppfinningamenn í einkaleyfaumsóknum síðustu áratugi. Þrátt fyrir að greina megi aukningu þá liggur ljóst fyrir að það hugvit sem konur kunna að búa yfir er vannýtt auðlind.  Lesa pistil

Pétur Vilhjálmsson
Sviðsstjóri Hugverkasviðs

Um fimmtungur íslenskra einkaleyfisumsókna tengist sjávarútvegi

Þegar íslenskar umsóknir um einkaleyfi eru greindar eftir tæknisviðum kemur fljótt í ljós að íslenskumsjávarútvegur og afleiddur iðnaður skipar stóran sess, en rúmlega fimmtungur íslenskra einkaleyfisumsókna á árunum 2010-2020 tengist sjávarútvegi. Lesa pistil

 

Twitter
Facebook
Website
Instagram
Email
Hugverkastofan © 2020  Allur réttur áskilin

Sími: 580 9400  Opið: Alla virka daga frá 10–15

Engjateigur 3, 105 Reykjavík

Uppfæra skráningu      Afskrá af póstlista