Copy
Fréttabréf Landskrifstofu Erasmus+
Maí 2021
Tækifærin hefjast hér!

Á undanförnum árum hafa margir íslenskir framhaldsskólar tekið þátt í Erasmus+ samstarfsverkefnum og leitt nokkur.  Gott dæmi um árangursríkt verkefni í starfsmenntun sem er nýlega lokið er ADVENT sem var leitt af Fjölbrautaskóla Austur - Skaftafellssýslu
ADVENT stendur fyrir starfsmenntun og þjálfun í afþreyingarferðaþjónustu þar sem þátttakendur þróuðu og prófuðu nýtt námsefni í sinni grein.

Í Erasmus+ samstarfsverkefnum felast fjölmörg tækifæri fyrir íslenska skóla, stofnanir og fyrirtæki. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í kennslu og veita tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir við kennslu og að þróa námsefni.

Kynning á tækifærum í námi og þjálfun fyrir háskóla

Ný Erasmus+ áætlun gefur nemendum og starfsfólki háskóla ný og fjölbreytt tækifæri til að læra, kenna og hljóta þjálfun, bæði á erlendri grundu og á netinu. 
Fyrir hverja? Stjórnendur háskóla, stúdentasamtök, náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa
Hvað?: Verkefnaflokkur: Nám og þjálfun
Hvenær?: 31. maí kl. 13:30-14:15
Hvar?: Slóð á vefstofu
Nánar

Inngilding í Erasmus+

Með aukinni vitund um mikilvægi jafnra tækifæra hefur þörfin vaknað enn frekar á að finna gott íslenskt orð fyrir hugtakið inclusion. Inngilding var nýlega tekið upp á arma Landskrifstofunnar enda er hér um að ræða stórt þema í áætlunum Erasmus+. 
Nánar

Vel heppnuð opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB

Ný tækifæri í Evrópusamstarfi voru kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. apríl kl. 14:00-16:00, þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB í umsjón Rannís, var hleypt af stokkunum. Í enda fréttar er hægt að horfa á upptöku frá hátíðinni.
Nánar

Nýtt tímabil European Solidarity Corps er hafið

European Solidarity Corps áætluninni hefur verið ýtt úr vör fyrir tímabilið 2021-2027 og umsækjendur hér á landi geta farið að kynna sér þau tækifæri sem felast í henni. Um er að ræða styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni, og opnað hefur verið fyrir umsóknir í báðum flokkum. 
Nánar
Vefsíða Vefsíða
YouTube YouTube
Menntun Menntun
Æskulýðsstarf Æskulýðsstarf
Höfundarréttur © 2021 Rannís, Allur réttur áskilinn.



Heimilisfang:
Rannís
Borgartún 30
105 Reykjavík

Viltu breyta skráningunni?
Þú getur uppfært skráninguna eða skráð þig af póstlistanum.