Copy
View this email in your browser

Ársskýrsla Hugverkastofunnar 2020 er komin út

 

Ársskýrsla Hugverkastofunnar er komin út en líkt og í fyrra er ársskýrslan einungis gefin út í stafrænu formi. 

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi okkar og viðburðarríkt starfsár. Þar ber helst að nefna breytingar á lögum um vörumerki og aðgerðir og áherslur Hugverkastofunnar í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19. 

Skýrslan inniheldur einnig pistla eftir starfsfólk okkar um hugverkatengd málefni. Þar kennir ýmissa grasa, t.d. er fjallað um hlut kvenna í einkaleyfaumsóknum, hugverk og fjórðu iðnbyltinguna, vörumerki sem stríða gegn siðgæði og einkaleyfi í sjávarútvegi svo eitthvað sé nefnt.

Áhersla er einnig lögð á aðgengilega framsetningu á tölfræði tengdri hugverkum og hugverkaskráningum. Auk þess að vera ítarlegri  en áður er tölfræðin sett fram á gagnvirkan hátt sem veitir einstaka innsýn í heim hugverka og stöðu nýsköpunar hér á landi.

Hægt er að lesa skýrsluna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

 
Ársskýrsla Hugverkastofunnar 2020
Twitter
Facebook
Website
Instagram
Email
Hugverkastofan © 2020  Allur réttur áskilin

Sími: 580 9400  Opið: Alla virka daga frá 10–15

Engjateigur 3, 105 Reykjavík

Uppfæra skráningu      Afskrá af póstlista