Copy
FRÉTTABRÉF HANDKNATTLEIKSDEILDAR GRÓTTU

Lokaleikur Gróttu í Olísdeildinni - frítt inn

Lokaleikur meistaraflokks karla í Olísdeildinni í vetur fer fram í kvöld, fimmtudag kl. 19:30. Frítt er á leikinn í boði Hertz, sem er einn af aðal styrktaraðilum handknattleiksdeildar Gróttu. Andstæðingarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar, Selfoss.

Strákarnir okkar hafa sýnt frábæra frammistöðu í vetur í Olísdeildinni og eiga skilið góðan stuðning í lokaleik vetrarins. Ljóst er að liðið mun enda í 10.sæti deildarinnar sem þýðir að liðið leikur áfram í Olísdeildinni næsta vetur, eitthvað sem fáar spár bjuggust gerðu ráð fyrir þegar mótið fór af stað.

Þjálfarateymið Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbachev hafa unnið gríðarlegt afrek að koma Gróttu aftur á stall með bestu liðum landsins. Leikmennirnir hafa lagt á sig gríðarlega vinnu á þessum skrítna vetri sem að baki er. Mætum öll og styðjum strákana.

Grótta - Selfoss kl. 19:30 í Hertz-höllinni. Áfram Grótta !

HANDBOLTA-SUMARNÁMSKEIÐ 2021

Í sumar verður boðið upp á handboltaaskóla í þrjár vikur, þ.e. frá 3. – 20. ágúst.

Í handboltaskólanum, sem er fyrir börn fædd 2010-2015, verður börnum skipt eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa. Vandað verður til verka við val á þjálfurum og leiðbeinendum við skólann, líkt og undanfarin ár.

Meðal þeirra sem koma að þjálfuninni eru leikmenn og þjálfarar handknattleiksdeildar. Umsjónarmaður námskeiðsins er Maksim Akbachev, yfirþjálfari handknattleiksdeildar. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir á þessi námskeið.

Skólinn verður alla daga frá kl. 09:00 – 12:00, en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00 og að skóla loknum til kl. 13:00. Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 20. ágúst.

Verð:

  • Vika 1 – kr. 5.200 (3. – 6. ágúst)

  • Vika 2 – kr. 6.500 (9. – 13. ágúst)

  • Vika 3 – kr. 6.500 (16. – 20. ágúst)

Ef allar vikur eru teknar kostar það 16.000 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta

HANDBOLTA-AFREKSSKÓLI

Handknattleiksdeild Gróttu verður einnig með sérstakan afreksskóla en hann er starfræktur frá, 3. – 20. ágúst fyrir iðkendur sem verða í 5. og 4.flokki næsta vetur (fædd 2006-2009).

Æfingar fara fram á mánudögum og þriðjudögum kl 12:30- 14:00, miðvikudögum kl. 14:30- 16:00 og á föstudögum kl. 12:30 – 14:00.

Í afreksskólanum verður að miklu leyti farið í flóknari tækniatriði en í handboltaskólanum og meiri afrekshugsun í fyrirrúmi. Afreksskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 20.ágúst.

Verð:

  • Vika 1 – kr. 5.000 (3. – 6. ágúst)

  • Vika 2 – kr. 5.000 (9.-13. ágúst)

  • Vika 3 – kr. 5.000 (16. – 20. ágúst)

Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 11.500 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta

LJÓSMYNDIR 2020-21

Ljósmyndari Gróttu, Eyjólfur Garðarsson hefur tekið mikið magn af ljósmyndum bæði af leikjum meistaraflokka og yngri flokka Gróttu. Ljósmyndir vetrarins er að finna hér.

STYRKTARAÐILAR

Handknattleiksdeild Gróttu þakkar innilega öllum styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning á tímabilinu. Ásamt því vill stjórn handboltans þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf.  
  • Hertz
  • Orkan
  • Vivaldi
  • Flatbakan
  • Barion Bryggjan
  • Slaki
  • Áberandi
  • Danól
  • BK Kjúklingur
  • Hagkaup
  • Höldur
  • Spes Kitchen
  • Indican
  • Kjötkompaní
  • Flatey
  • Dominos
  • Ölgerðin
  • Fiskkaup
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2021 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp