Copy
FRÉTTABRÉF GRÓTTU - OKTÓBER

ÁRSKORT HANDBOLTADEILDAR

Handknattleiksdeild Gróttu hefur hafið sölu á árskortum vetrarins Boðið er upp á fimm mismunandi gerðir af árskortum sem henta fjölbreyttum hópi áhorfenda. 

Gullkort
Gullkortið gildir fyrir tvo á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 40.000 kr.

Silfurkort
Silfurkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 25.000 kr.

Olísdeildarkort
Olísdeildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks karla í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 15.000 kr.

Grill 66-deildarkort
Grill 66-deildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks kvenna í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 10.000 kr.

Ungmennakort (16 – 20 ára)
Ungmennakortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 7000 kr.

Salan á kortunum fer fram í gegnum Stubbur appið. Beinn linkur á söluna er stubb.is/passes/teams/grotta

Athygli er vakin á að miðaverð á leiki í vetur er 2000 kr. Sala á heimaleikjakortum er stór fjáröflunarþáttur í starfi félagsins.

Við vonum að sem flestir styðji okkur í þessari fjáröflun.
 

CRAFT VEFVERSLUN

Nú er samstarfið okkar við hið sænska fatamerki Craft komin í fullan gang. Fimleika- og handboltadeild hafa lokið mátunardögum en það er ekki orðið klárt hvernig búningamálum verður háttað hjá knattspyrnudeild. 

Ný vefverslun fyrri Craft hefur verið opnuð craftverslun.is og þar er að finna svæði tengt okkar vörum. 

HERRAKVÖLD OG KVENNAKVÖLD GRÓTTU

Herrakvöld Gróttu verið haldið í Hátíðarsal Gróttu laugardagskvöldið 29. október næstkomandi. Freyr Eyjólfsson verður veislustjóri kvöldsins. Gómsætar kótilettur frá Veislunni verða í boði og ætti enginn að fara svangur heim.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður veislustýra á kvennakvöldi Gróttu sem verður haldið viku síðar laugardagskvöldið 5 nóvember í Hátíðarsal Gróttu. Sigga Dögg heldur ræðu. Girnilegur matur borinn fram frá Veislunni. Happdrætti með glæsilegum vinningum og fleiri skemmtileg atriði.

MÖMMUTÍMAR

Nanna Kaaber fer af stað með mömmutíma í styrktarsal Gróttu þann 31.október. Í mömmutímunum er lögð áhersla á að styrkja og liðka líkamann eftir barnsburð og með brjóstagjöf, hitta aðrar mömmur og hafa gaman. 

Nóg pláss er fyrir börnin til að koma með, hægt að taka vagnana með inn eða leyfa börnunum að sofa fyrir utan með góðu aðgengi. 

Tímarnir verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl 10:00 og er verðið 18.990 kr á mánuði.

Fyrir frekari upplýsingar og skráningu er hægt að hafa samband við Nönnu í gegnum netfangið nanna@allirflottir.is eða á Facebook síðu Nanna Kaaber - íþróttafræðingur facebook.com/kaaberheilsa
 
Nýlegar fréttir frá deildum íþróttafélagsins Gróttu má finna á grotta.is og á samfélagsmiðlum.

ÁFRAM GRÓTTA! 
DEILA FRÉTTABRÉFINU DEILA FRÉTTABRÉFINU
ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST ÁFRAMSENDA TÖLVUPÓST
Facebook
Website
© 2022 Íþróttafélagið Grótta

Viltu breyta skráningunni þinni á póstlistanum?
Þú getur breytt henni hér or afskráð netfangið þitt hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp